Unnið að tvískráningu Íslandsbanka Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. febrúar 2014 10:28 Ráðgjafar á vegum slitastjórnar Glitnis funduðu um miðjan janúar með stærstu bönkum Skandinavíu með það fyrir augum að skrá Íslandsbanka á markað á Norðurlöndunum. Bankinn yrði þá tvískráður og stærsti hluti bréfa hans færi í Kauphöllina í Osló en 10-20% á Íslandi. Slitastjórn Glitnis skipaði hóp sem falið var það verkefni, sem kallað er Project Puffin, að kanna áhuga fjárfesta á kaupum á hlut í Íslandsbanka verði bankinn tvískráður. Fundað var með nokkrum af stærstu bönkum Norðurlandanna og fulltrúum kauphalla. Tíu fundir voru haldnir og var meðal annars fundað með fulltrúum DnB, Nordea og SEB. Niðurstaða fundanna leiddi í ljós að áhugi væri fyrir hendi en hvort af þessu geti orðið veltur alfarið á afstöðu íslenskra stjórnvalda. Þetta kemur fram í Kjarnanum í dag. Bókfært virði Íslandsbanka er um 132 milljarðar króna og með því að selja bankann fyrir erlendan gjaldeyri mun losna um tæpan helming þeirrar snjóhengju íslenskra króna í eigu útlendinga sem tilkomin er vegna slita Glitnis og skref stigið í átt að afnámi gjaldeyrishafta. Kröfuhafar virðast tilbúnir til að gefa þorra krónueigna sinna með því að taka lágu tilboði og það sem eftir myndi standa yrði sett á skuldabréf sem fjármagna myndi nýju bankana á lágum vöxtum til langs tíma og lækka þar með fjármagnskostnað þeirra. Verð bankans mun þó af einhverju leyti ráðast af áætlunum um afnám hafta. Verði höftin enn við lýði gætu erlendir fjárfestar verið tilbúnir til að borga 0,7 til 0,8 sinnum eigið fé bankans fyrir hlutafé í honum. Um það bil 10 til 20% yrðu síðan seld í Kauphöll Íslands og lífeyrissjóðum. Þá yrðu öðrum fjárfestum kleift að kaupa bréf fyrir um 15 til 30 milljarða króna. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands segir í viðtali við Kjarnann að tvískráning sé rökrétt skref í mörgum tilfellum og segir erlenda fjárfesta mun áhugasamari en áður. „Það væri mjög ákjósanlegt að fá erlenda eigendur að svona fyrirtækjum og það skiptir miklu máli til skamms tíma vegna haftanna. Stjórnvöld ættu að gera allt sem þau geta til að koma eignarhlutum í erlenda eigu,“ segir Páll Harðarson. Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Ráðgjafar á vegum slitastjórnar Glitnis funduðu um miðjan janúar með stærstu bönkum Skandinavíu með það fyrir augum að skrá Íslandsbanka á markað á Norðurlöndunum. Bankinn yrði þá tvískráður og stærsti hluti bréfa hans færi í Kauphöllina í Osló en 10-20% á Íslandi. Slitastjórn Glitnis skipaði hóp sem falið var það verkefni, sem kallað er Project Puffin, að kanna áhuga fjárfesta á kaupum á hlut í Íslandsbanka verði bankinn tvískráður. Fundað var með nokkrum af stærstu bönkum Norðurlandanna og fulltrúum kauphalla. Tíu fundir voru haldnir og var meðal annars fundað með fulltrúum DnB, Nordea og SEB. Niðurstaða fundanna leiddi í ljós að áhugi væri fyrir hendi en hvort af þessu geti orðið veltur alfarið á afstöðu íslenskra stjórnvalda. Þetta kemur fram í Kjarnanum í dag. Bókfært virði Íslandsbanka er um 132 milljarðar króna og með því að selja bankann fyrir erlendan gjaldeyri mun losna um tæpan helming þeirrar snjóhengju íslenskra króna í eigu útlendinga sem tilkomin er vegna slita Glitnis og skref stigið í átt að afnámi gjaldeyrishafta. Kröfuhafar virðast tilbúnir til að gefa þorra krónueigna sinna með því að taka lágu tilboði og það sem eftir myndi standa yrði sett á skuldabréf sem fjármagna myndi nýju bankana á lágum vöxtum til langs tíma og lækka þar með fjármagnskostnað þeirra. Verð bankans mun þó af einhverju leyti ráðast af áætlunum um afnám hafta. Verði höftin enn við lýði gætu erlendir fjárfestar verið tilbúnir til að borga 0,7 til 0,8 sinnum eigið fé bankans fyrir hlutafé í honum. Um það bil 10 til 20% yrðu síðan seld í Kauphöll Íslands og lífeyrissjóðum. Þá yrðu öðrum fjárfestum kleift að kaupa bréf fyrir um 15 til 30 milljarða króna. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands segir í viðtali við Kjarnann að tvískráning sé rökrétt skref í mörgum tilfellum og segir erlenda fjárfesta mun áhugasamari en áður. „Það væri mjög ákjósanlegt að fá erlenda eigendur að svona fyrirtækjum og það skiptir miklu máli til skamms tíma vegna haftanna. Stjórnvöld ættu að gera allt sem þau geta til að koma eignarhlutum í erlenda eigu,“ segir Páll Harðarson.
Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira