Unnið að tvískráningu Íslandsbanka Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. febrúar 2014 10:28 Ráðgjafar á vegum slitastjórnar Glitnis funduðu um miðjan janúar með stærstu bönkum Skandinavíu með það fyrir augum að skrá Íslandsbanka á markað á Norðurlöndunum. Bankinn yrði þá tvískráður og stærsti hluti bréfa hans færi í Kauphöllina í Osló en 10-20% á Íslandi. Slitastjórn Glitnis skipaði hóp sem falið var það verkefni, sem kallað er Project Puffin, að kanna áhuga fjárfesta á kaupum á hlut í Íslandsbanka verði bankinn tvískráður. Fundað var með nokkrum af stærstu bönkum Norðurlandanna og fulltrúum kauphalla. Tíu fundir voru haldnir og var meðal annars fundað með fulltrúum DnB, Nordea og SEB. Niðurstaða fundanna leiddi í ljós að áhugi væri fyrir hendi en hvort af þessu geti orðið veltur alfarið á afstöðu íslenskra stjórnvalda. Þetta kemur fram í Kjarnanum í dag. Bókfært virði Íslandsbanka er um 132 milljarðar króna og með því að selja bankann fyrir erlendan gjaldeyri mun losna um tæpan helming þeirrar snjóhengju íslenskra króna í eigu útlendinga sem tilkomin er vegna slita Glitnis og skref stigið í átt að afnámi gjaldeyrishafta. Kröfuhafar virðast tilbúnir til að gefa þorra krónueigna sinna með því að taka lágu tilboði og það sem eftir myndi standa yrði sett á skuldabréf sem fjármagna myndi nýju bankana á lágum vöxtum til langs tíma og lækka þar með fjármagnskostnað þeirra. Verð bankans mun þó af einhverju leyti ráðast af áætlunum um afnám hafta. Verði höftin enn við lýði gætu erlendir fjárfestar verið tilbúnir til að borga 0,7 til 0,8 sinnum eigið fé bankans fyrir hlutafé í honum. Um það bil 10 til 20% yrðu síðan seld í Kauphöll Íslands og lífeyrissjóðum. Þá yrðu öðrum fjárfestum kleift að kaupa bréf fyrir um 15 til 30 milljarða króna. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands segir í viðtali við Kjarnann að tvískráning sé rökrétt skref í mörgum tilfellum og segir erlenda fjárfesta mun áhugasamari en áður. „Það væri mjög ákjósanlegt að fá erlenda eigendur að svona fyrirtækjum og það skiptir miklu máli til skamms tíma vegna haftanna. Stjórnvöld ættu að gera allt sem þau geta til að koma eignarhlutum í erlenda eigu,“ segir Páll Harðarson. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Ráðgjafar á vegum slitastjórnar Glitnis funduðu um miðjan janúar með stærstu bönkum Skandinavíu með það fyrir augum að skrá Íslandsbanka á markað á Norðurlöndunum. Bankinn yrði þá tvískráður og stærsti hluti bréfa hans færi í Kauphöllina í Osló en 10-20% á Íslandi. Slitastjórn Glitnis skipaði hóp sem falið var það verkefni, sem kallað er Project Puffin, að kanna áhuga fjárfesta á kaupum á hlut í Íslandsbanka verði bankinn tvískráður. Fundað var með nokkrum af stærstu bönkum Norðurlandanna og fulltrúum kauphalla. Tíu fundir voru haldnir og var meðal annars fundað með fulltrúum DnB, Nordea og SEB. Niðurstaða fundanna leiddi í ljós að áhugi væri fyrir hendi en hvort af þessu geti orðið veltur alfarið á afstöðu íslenskra stjórnvalda. Þetta kemur fram í Kjarnanum í dag. Bókfært virði Íslandsbanka er um 132 milljarðar króna og með því að selja bankann fyrir erlendan gjaldeyri mun losna um tæpan helming þeirrar snjóhengju íslenskra króna í eigu útlendinga sem tilkomin er vegna slita Glitnis og skref stigið í átt að afnámi gjaldeyrishafta. Kröfuhafar virðast tilbúnir til að gefa þorra krónueigna sinna með því að taka lágu tilboði og það sem eftir myndi standa yrði sett á skuldabréf sem fjármagna myndi nýju bankana á lágum vöxtum til langs tíma og lækka þar með fjármagnskostnað þeirra. Verð bankans mun þó af einhverju leyti ráðast af áætlunum um afnám hafta. Verði höftin enn við lýði gætu erlendir fjárfestar verið tilbúnir til að borga 0,7 til 0,8 sinnum eigið fé bankans fyrir hlutafé í honum. Um það bil 10 til 20% yrðu síðan seld í Kauphöll Íslands og lífeyrissjóðum. Þá yrðu öðrum fjárfestum kleift að kaupa bréf fyrir um 15 til 30 milljarða króna. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands segir í viðtali við Kjarnann að tvískráning sé rökrétt skref í mörgum tilfellum og segir erlenda fjárfesta mun áhugasamari en áður. „Það væri mjög ákjósanlegt að fá erlenda eigendur að svona fyrirtækjum og það skiptir miklu máli til skamms tíma vegna haftanna. Stjórnvöld ættu að gera allt sem þau geta til að koma eignarhlutum í erlenda eigu,“ segir Páll Harðarson.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira