Viðskipti innlent

Leigjendur og kaupendur klárir í Efstaleiti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Útvarpshúsið í Efstaleiti.
Útvarpshúsið í Efstaleiti. Vísir/GVA
Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri upplýsti á fundi með starfsmönnum í morgun að bæði leigjendur og kaupendur væru áhugasamir um fjórðu og fimmtu hæð Útvarpshússins í Efstaleiti. Ríkisútvarpið auglýsti hæðarnar tvær til leigu í júlí í sumar en til stóð að leigja hæðirnar frá 1. september síðastliðnum.

Hæðirnar tvær standa nú auðar ef frá er talið mötuneyti starfsmanna sem rekið er á fimmtu hæðinni. Í máli Magnúsar Geirs í morgun kom fram að beðið væri ákvörðunar hvort rétt væri að leigja hæðirnar eða einfaldlega selja þær.

„Útleigan er í samræmi við nýjar áherslur útvarpsstjóra – að skapa opnari og dýnamískari vinnustað og veita minna fjarmagni í yfirbyggingu og skila meiru beint í dagskrárgerð,“ sagði í tilkynningu útvarpsstjóra í sumar.


Tengdar fréttir

RÚV hyggst leigja út efstu hæðirnar í Efstaleiti

RÚV mun leigja út tvær efstu hæðir Útvarpshússins en þær eru alls tæplega 1000 fermetrar að stærð. Stofnunin mun auglýsa hæðirnar til leigu um helgina, bæði í Fréttablaðinu og í Morgunblaðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×