Keypt gjaldeyri sem nemur 3 prósentum af landsframleiðslu Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2014 13:06 Seðlabankinn hefur verið umsvifamikill í gjaldeyriskaupum undanfarna mánuði. VÍSIR/GVA Seðlabanki Íslands hefur keypt gjaldeyri fyrir 61 milljarð króna það sem af er ári og segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri gjaldeyrisviðskiptin hafa stuðlað að auknum stöðugleika krónunnar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum Peningamálum bankans sem gefin voru út í dag. Hrein gjaldeyriskaup Seðlabankas hafa numið um 33 milljörðum króna frá útgáfu Peningamála í maí síðastliðnum og um 61 milljarði króna á árinu í heild sem nemur um 3 prósentum af landsframleiðslu. Til samanburðar má nefna að vaxtagreiðslur í ár á erlendum skuldum ríkissjóðs verða um tuttugu milljarðar króna. Það eru meiri kaup en síðastliðin þrjú ár þar á undan að meðtöldum greiðslum vegna framvirkra samninga en í fyrra keypti bankinn gjaldeyri fyrir einn milljarð umfram sölu. Seðlabankastjóri segir að ef ekki hefði verið fyrir inngrip bankans á gjaldeyrismarkaði hefði mátt gera ráð fyrir verulegri gengishækkun krónunnar og að bankinn þurfi sterkan gjaldeyrisforða sem sé ekki fjármagnaður með lántökum. Gengi krónunnar miðað við vísitölu meðalgengis var rúmlega 206 stig á öðrum fjórðungi ársins sem er lítillega hærra en gert var ráð fyrir í maíspá bankans en gengið hefur þó haldist tiltölulega stöðugt á tímabilinu. Það hafi lækkað lítillega gagnvart viðskiptaveginni gengisvísitölu og evru en um 2 til 2,5 prósent gagnvart Bandaríkjadal og bresku pundi. Þá hafi gjaldeyrisinnstreymi vegna komu erlendra ferðamanna til landsins og minni afborganir erlendra lána innlendra fyrirtækja og sveitarfélaga hafa stutt við gengið. Þó hafi vöruskiptajöfnuður landsmanna verið óhagstæður og Seðlabankinn keypt talsvert af gjaldeyri á markaði. Sem fyrr byggist grunnspá bankans á þeirri forsendu að gengið haldist óbreytt út spátímann miðað við stöðu vísitölunnar þegar spágerð lýkur. Gangi það eftir verður vísitalan rúmlega 206 stig út spátímann sem er svipað og í maíspá bankans. Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Sjá meira
Seðlabanki Íslands hefur keypt gjaldeyri fyrir 61 milljarð króna það sem af er ári og segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri gjaldeyrisviðskiptin hafa stuðlað að auknum stöðugleika krónunnar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum Peningamálum bankans sem gefin voru út í dag. Hrein gjaldeyriskaup Seðlabankas hafa numið um 33 milljörðum króna frá útgáfu Peningamála í maí síðastliðnum og um 61 milljarði króna á árinu í heild sem nemur um 3 prósentum af landsframleiðslu. Til samanburðar má nefna að vaxtagreiðslur í ár á erlendum skuldum ríkissjóðs verða um tuttugu milljarðar króna. Það eru meiri kaup en síðastliðin þrjú ár þar á undan að meðtöldum greiðslum vegna framvirkra samninga en í fyrra keypti bankinn gjaldeyri fyrir einn milljarð umfram sölu. Seðlabankastjóri segir að ef ekki hefði verið fyrir inngrip bankans á gjaldeyrismarkaði hefði mátt gera ráð fyrir verulegri gengishækkun krónunnar og að bankinn þurfi sterkan gjaldeyrisforða sem sé ekki fjármagnaður með lántökum. Gengi krónunnar miðað við vísitölu meðalgengis var rúmlega 206 stig á öðrum fjórðungi ársins sem er lítillega hærra en gert var ráð fyrir í maíspá bankans en gengið hefur þó haldist tiltölulega stöðugt á tímabilinu. Það hafi lækkað lítillega gagnvart viðskiptaveginni gengisvísitölu og evru en um 2 til 2,5 prósent gagnvart Bandaríkjadal og bresku pundi. Þá hafi gjaldeyrisinnstreymi vegna komu erlendra ferðamanna til landsins og minni afborganir erlendra lána innlendra fyrirtækja og sveitarfélaga hafa stutt við gengið. Þó hafi vöruskiptajöfnuður landsmanna verið óhagstæður og Seðlabankinn keypt talsvert af gjaldeyri á markaði. Sem fyrr byggist grunnspá bankans á þeirri forsendu að gengið haldist óbreytt út spátímann miðað við stöðu vísitölunnar þegar spágerð lýkur. Gangi það eftir verður vísitalan rúmlega 206 stig út spátímann sem er svipað og í maíspá bankans.
Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent