Skrifaði bréf til Föroya bjór: „Ég hef sent harðorðari bréf en þetta" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. ágúst 2014 16:35 Páll Rúnar og gullið, færeyska og íslenska. „Ég hef sent harðorðari bréf en þetta,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur sem sendi bréf í umboði Ölgerðarinnar til Föroya bjór. Mikill fréttaflutningur hefur verið um málið og sagt hefur verið frá því að í bréfinu hafi færeyska bjórframleiðandanum verið hótað lögsókn vegna bjórs sem er seldur hér á landi undir Föroyar Gull. Ölgerðin framleiðir bjór sem kallast Egils Gull. Páll Rúnar segir að tilgangurinn með sendingu bréfsins hafi verið að óska eftir sjónarmiðum og afstöðu færeyska bjórframleiðandans á notkun vörumerkisins. „Í svona málum er mikilvægt að sýna ekki tómlæti. Að tryggja að enginn noti vörumerki í manns eigu án þess að maður segi eitthvað við því,“ útskýrir hann og tekur dæmi: „Fyrir nokkru var lítið bakarí fyrir norðan sem framleiddi brauð sem kallaðist Heimilisbrauð. Síðan fór Myllan að framleiða brauð undir því nafni. Bakaríið gerði ekkert í því fyrr en of seint. Þá hafði bakaríið glatað rétti sínum yfir vörumerkinu. Það skiptir öllu máli að gæta réttar síns í svona málum. Það er því í raun bara lögformlegt atriði að senda svona bréf.“ Páll Rúnar segir að krafa Ölgerðarinnar sé ekki endilega að taka færeyska bjórinn af markaði. „Það má vel hugsa sér þá lausn að báðir aðilar geti verið á markaði í óbreyttri mynd. Það er samt erfitt að spá fyrir um framhaldið,“ segir hann og bendir á að málið sé í ferli. Páll hefur, í umboði Ölgerðarinnar, farið yfir svarið frá dönskum lögmanni færeyska bjórframleiðandans. „Bréfið var bara mjög gott. Við erum bara að skoða málið.“ „Með því senda þetta bréf erum við að eyða ákveðinni réttaróvissu. Þetta er lögfræðileg nauðsyn, umgjörð þessa málaflokks er þannig að maður þarf að gera þetta. Og samkeppnisumgjörð fyrir fyrirtæki er þannig að þau þurfa að gera þetta allt í gegnum löfræðinga,“ bætir hann við. Páll segir að bréfið hafi ekki verið harðort, að mikill fjöldi svipaðra bréfa fari út á degi hverjum á milli fyrirtækja. „Í bréfinu eru engar fortakslausar kröfur, engin gífuryrði eða hótanir. Um er að ræða lýsingu á lögfræðilegri niðurstöðu og í framhaldi hennar er leitað eftir afstöðu gagnaðilans. Ef mönnum finnst bréfið harðort, þá er það vissulega leiðinlegt að heyra en þá er frekar við mig að sakast en Ölgerðina.“ Tengdar fréttir Færeyski bjórrisinn svarar Ölgerðinni fullum hálsi „Málatilbúnaður þeirra stendur á brauðfótum,“ segir Einar Waag hjá Föroya bjór í samtali við Vísi. 19. ágúst 2014 16:35 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira
„Ég hef sent harðorðari bréf en þetta,“ segir Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur sem sendi bréf í umboði Ölgerðarinnar til Föroya bjór. Mikill fréttaflutningur hefur verið um málið og sagt hefur verið frá því að í bréfinu hafi færeyska bjórframleiðandanum verið hótað lögsókn vegna bjórs sem er seldur hér á landi undir Föroyar Gull. Ölgerðin framleiðir bjór sem kallast Egils Gull. Páll Rúnar segir að tilgangurinn með sendingu bréfsins hafi verið að óska eftir sjónarmiðum og afstöðu færeyska bjórframleiðandans á notkun vörumerkisins. „Í svona málum er mikilvægt að sýna ekki tómlæti. Að tryggja að enginn noti vörumerki í manns eigu án þess að maður segi eitthvað við því,“ útskýrir hann og tekur dæmi: „Fyrir nokkru var lítið bakarí fyrir norðan sem framleiddi brauð sem kallaðist Heimilisbrauð. Síðan fór Myllan að framleiða brauð undir því nafni. Bakaríið gerði ekkert í því fyrr en of seint. Þá hafði bakaríið glatað rétti sínum yfir vörumerkinu. Það skiptir öllu máli að gæta réttar síns í svona málum. Það er því í raun bara lögformlegt atriði að senda svona bréf.“ Páll Rúnar segir að krafa Ölgerðarinnar sé ekki endilega að taka færeyska bjórinn af markaði. „Það má vel hugsa sér þá lausn að báðir aðilar geti verið á markaði í óbreyttri mynd. Það er samt erfitt að spá fyrir um framhaldið,“ segir hann og bendir á að málið sé í ferli. Páll hefur, í umboði Ölgerðarinnar, farið yfir svarið frá dönskum lögmanni færeyska bjórframleiðandans. „Bréfið var bara mjög gott. Við erum bara að skoða málið.“ „Með því senda þetta bréf erum við að eyða ákveðinni réttaróvissu. Þetta er lögfræðileg nauðsyn, umgjörð þessa málaflokks er þannig að maður þarf að gera þetta. Og samkeppnisumgjörð fyrir fyrirtæki er þannig að þau þurfa að gera þetta allt í gegnum löfræðinga,“ bætir hann við. Páll segir að bréfið hafi ekki verið harðort, að mikill fjöldi svipaðra bréfa fari út á degi hverjum á milli fyrirtækja. „Í bréfinu eru engar fortakslausar kröfur, engin gífuryrði eða hótanir. Um er að ræða lýsingu á lögfræðilegri niðurstöðu og í framhaldi hennar er leitað eftir afstöðu gagnaðilans. Ef mönnum finnst bréfið harðort, þá er það vissulega leiðinlegt að heyra en þá er frekar við mig að sakast en Ölgerðina.“
Tengdar fréttir Færeyski bjórrisinn svarar Ölgerðinni fullum hálsi „Málatilbúnaður þeirra stendur á brauðfótum,“ segir Einar Waag hjá Föroya bjór í samtali við Vísi. 19. ágúst 2014 16:35 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira
Færeyski bjórrisinn svarar Ölgerðinni fullum hálsi „Málatilbúnaður þeirra stendur á brauðfótum,“ segir Einar Waag hjá Föroya bjór í samtali við Vísi. 19. ágúst 2014 16:35