Deilt um réttarfarssekt lögmanna Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. maí 2014 12:32 Lögmennirnir Gestur Jónsson og Ragnar Hall. Vísir/Pjetur Málflutningur fór fram í Hæstarétti í morgun máli ákæruvaldsins gegn lögmönnunum Gesti Jónssyni og Ragnari Hall sem dæmdir voru til réttarfarssektar fyrir að segja sig frá Al-Thani málinu í apríl í fyrra af tilefnislausu. Þeir voru fengu eina milljón króna í réttarfarssekt frá Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að misbjóða virðingu dómsins en báðir áfrýjuðu þeir refsingum sínum til Hæstaréttar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um þetta sagði: „Ákvörðun þeirra um að segja sig frá vörn ákærðu olli óþörfum drætti á málinu og gekk þannig gegn hagsmunum ákærðu. Þá var sú háttsemi verjendanna að mæta ekki á dómþing við aðalmeðferð máls, þegar dómari hafði synjað þeim um að vera leystir undan verjendastörfum, til þess fallin að misbjóða virðingu dómsins.“Mbl.is hefur eftir Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara að það sé með öllu óásættanlegt og andstætt lögum um meðferð sakamála ef verjendur gætu komist upp með það að gefa dómstólum langt nef og mæta ekki í fyrirfram ákveðið þinghald telji þeir það eiga að vera á öðrum tíma en ákveðið hafi verið af dómara. Það væri óásættanleg og afleit niðurstaða. Í samtali við Vísi í desember sagði Gestur Jónsson að honum þætti þessi orð óskiljanleg. „Ég held að það standist enga skoðun að það sé hægt að gera mönnum refsingu eins og þetta klárlega er án þess að viðkomandi einstaklingur sem fyrir refsingunni verður komi fyrir þann sem dæmir í málinu og geri honum grein fyrir sínum sjónarmiðum,“ sagði Gestur. Ragnar Hall sagðist á sínum tíma vera mjög óhress með réttarfarssektina. Í skriflegu svari til fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis gagnrýnir Ragnar niðurstöðuna. „Í röksemdum dómsins kemur fram að tími fyrir aðalmeðferð hafi verið ákveðinn löngu áður og að við höfum samþykkt það. Þetta síðastnefnda er rangt. Ég hafði strax samband við dómarann og lét vita að ég teldi að ótímabært væri að ákveða tíma fyrir aðalmeðferðina löngu áður en gagnaöflun væri lokið í málinu. Við vorum aldrei í verjendahlutverkum í þessu máli eftir að þeir dómarar tóku við meðferð þess sem kváðu upp þennan dóm. Sá dómari sem hafði málið til meðferðar þegar við eigum að hafa sýnt dóminum vanvirðingu taldi ekki ástæðu til beitingar réttarfarssektar og kvað þess vegna ekki upp úrskurð þar að lútandi. Okkur var aldrei gert viðvart um að til álita gæti komið að beita okkur réttarfarssekt. Við vorum heldur ekki boðaðir til að hlýða á uppsögu dómsins,“ sagði Ragnar. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Málflutningur fór fram í Hæstarétti í morgun máli ákæruvaldsins gegn lögmönnunum Gesti Jónssyni og Ragnari Hall sem dæmdir voru til réttarfarssektar fyrir að segja sig frá Al-Thani málinu í apríl í fyrra af tilefnislausu. Þeir voru fengu eina milljón króna í réttarfarssekt frá Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að misbjóða virðingu dómsins en báðir áfrýjuðu þeir refsingum sínum til Hæstaréttar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um þetta sagði: „Ákvörðun þeirra um að segja sig frá vörn ákærðu olli óþörfum drætti á málinu og gekk þannig gegn hagsmunum ákærðu. Þá var sú háttsemi verjendanna að mæta ekki á dómþing við aðalmeðferð máls, þegar dómari hafði synjað þeim um að vera leystir undan verjendastörfum, til þess fallin að misbjóða virðingu dómsins.“Mbl.is hefur eftir Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara að það sé með öllu óásættanlegt og andstætt lögum um meðferð sakamála ef verjendur gætu komist upp með það að gefa dómstólum langt nef og mæta ekki í fyrirfram ákveðið þinghald telji þeir það eiga að vera á öðrum tíma en ákveðið hafi verið af dómara. Það væri óásættanleg og afleit niðurstaða. Í samtali við Vísi í desember sagði Gestur Jónsson að honum þætti þessi orð óskiljanleg. „Ég held að það standist enga skoðun að það sé hægt að gera mönnum refsingu eins og þetta klárlega er án þess að viðkomandi einstaklingur sem fyrir refsingunni verður komi fyrir þann sem dæmir í málinu og geri honum grein fyrir sínum sjónarmiðum,“ sagði Gestur. Ragnar Hall sagðist á sínum tíma vera mjög óhress með réttarfarssektina. Í skriflegu svari til fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis gagnrýnir Ragnar niðurstöðuna. „Í röksemdum dómsins kemur fram að tími fyrir aðalmeðferð hafi verið ákveðinn löngu áður og að við höfum samþykkt það. Þetta síðastnefnda er rangt. Ég hafði strax samband við dómarann og lét vita að ég teldi að ótímabært væri að ákveða tíma fyrir aðalmeðferðina löngu áður en gagnaöflun væri lokið í málinu. Við vorum aldrei í verjendahlutverkum í þessu máli eftir að þeir dómarar tóku við meðferð þess sem kváðu upp þennan dóm. Sá dómari sem hafði málið til meðferðar þegar við eigum að hafa sýnt dóminum vanvirðingu taldi ekki ástæðu til beitingar réttarfarssektar og kvað þess vegna ekki upp úrskurð þar að lútandi. Okkur var aldrei gert viðvart um að til álita gæti komið að beita okkur réttarfarssekt. Við vorum heldur ekki boðaðir til að hlýða á uppsögu dómsins,“ sagði Ragnar.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira