Deilt um réttarfarssekt lögmanna Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. maí 2014 12:32 Lögmennirnir Gestur Jónsson og Ragnar Hall. Vísir/Pjetur Málflutningur fór fram í Hæstarétti í morgun máli ákæruvaldsins gegn lögmönnunum Gesti Jónssyni og Ragnari Hall sem dæmdir voru til réttarfarssektar fyrir að segja sig frá Al-Thani málinu í apríl í fyrra af tilefnislausu. Þeir voru fengu eina milljón króna í réttarfarssekt frá Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að misbjóða virðingu dómsins en báðir áfrýjuðu þeir refsingum sínum til Hæstaréttar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um þetta sagði: „Ákvörðun þeirra um að segja sig frá vörn ákærðu olli óþörfum drætti á málinu og gekk þannig gegn hagsmunum ákærðu. Þá var sú háttsemi verjendanna að mæta ekki á dómþing við aðalmeðferð máls, þegar dómari hafði synjað þeim um að vera leystir undan verjendastörfum, til þess fallin að misbjóða virðingu dómsins.“Mbl.is hefur eftir Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara að það sé með öllu óásættanlegt og andstætt lögum um meðferð sakamála ef verjendur gætu komist upp með það að gefa dómstólum langt nef og mæta ekki í fyrirfram ákveðið þinghald telji þeir það eiga að vera á öðrum tíma en ákveðið hafi verið af dómara. Það væri óásættanleg og afleit niðurstaða. Í samtali við Vísi í desember sagði Gestur Jónsson að honum þætti þessi orð óskiljanleg. „Ég held að það standist enga skoðun að það sé hægt að gera mönnum refsingu eins og þetta klárlega er án þess að viðkomandi einstaklingur sem fyrir refsingunni verður komi fyrir þann sem dæmir í málinu og geri honum grein fyrir sínum sjónarmiðum,“ sagði Gestur. Ragnar Hall sagðist á sínum tíma vera mjög óhress með réttarfarssektina. Í skriflegu svari til fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis gagnrýnir Ragnar niðurstöðuna. „Í röksemdum dómsins kemur fram að tími fyrir aðalmeðferð hafi verið ákveðinn löngu áður og að við höfum samþykkt það. Þetta síðastnefnda er rangt. Ég hafði strax samband við dómarann og lét vita að ég teldi að ótímabært væri að ákveða tíma fyrir aðalmeðferðina löngu áður en gagnaöflun væri lokið í málinu. Við vorum aldrei í verjendahlutverkum í þessu máli eftir að þeir dómarar tóku við meðferð þess sem kváðu upp þennan dóm. Sá dómari sem hafði málið til meðferðar þegar við eigum að hafa sýnt dóminum vanvirðingu taldi ekki ástæðu til beitingar réttarfarssektar og kvað þess vegna ekki upp úrskurð þar að lútandi. Okkur var aldrei gert viðvart um að til álita gæti komið að beita okkur réttarfarssekt. Við vorum heldur ekki boðaðir til að hlýða á uppsögu dómsins,“ sagði Ragnar. Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Málflutningur fór fram í Hæstarétti í morgun máli ákæruvaldsins gegn lögmönnunum Gesti Jónssyni og Ragnari Hall sem dæmdir voru til réttarfarssektar fyrir að segja sig frá Al-Thani málinu í apríl í fyrra af tilefnislausu. Þeir voru fengu eina milljón króna í réttarfarssekt frá Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að misbjóða virðingu dómsins en báðir áfrýjuðu þeir refsingum sínum til Hæstaréttar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um þetta sagði: „Ákvörðun þeirra um að segja sig frá vörn ákærðu olli óþörfum drætti á málinu og gekk þannig gegn hagsmunum ákærðu. Þá var sú háttsemi verjendanna að mæta ekki á dómþing við aðalmeðferð máls, þegar dómari hafði synjað þeim um að vera leystir undan verjendastörfum, til þess fallin að misbjóða virðingu dómsins.“Mbl.is hefur eftir Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara að það sé með öllu óásættanlegt og andstætt lögum um meðferð sakamála ef verjendur gætu komist upp með það að gefa dómstólum langt nef og mæta ekki í fyrirfram ákveðið þinghald telji þeir það eiga að vera á öðrum tíma en ákveðið hafi verið af dómara. Það væri óásættanleg og afleit niðurstaða. Í samtali við Vísi í desember sagði Gestur Jónsson að honum þætti þessi orð óskiljanleg. „Ég held að það standist enga skoðun að það sé hægt að gera mönnum refsingu eins og þetta klárlega er án þess að viðkomandi einstaklingur sem fyrir refsingunni verður komi fyrir þann sem dæmir í málinu og geri honum grein fyrir sínum sjónarmiðum,“ sagði Gestur. Ragnar Hall sagðist á sínum tíma vera mjög óhress með réttarfarssektina. Í skriflegu svari til fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis gagnrýnir Ragnar niðurstöðuna. „Í röksemdum dómsins kemur fram að tími fyrir aðalmeðferð hafi verið ákveðinn löngu áður og að við höfum samþykkt það. Þetta síðastnefnda er rangt. Ég hafði strax samband við dómarann og lét vita að ég teldi að ótímabært væri að ákveða tíma fyrir aðalmeðferðina löngu áður en gagnaöflun væri lokið í málinu. Við vorum aldrei í verjendahlutverkum í þessu máli eftir að þeir dómarar tóku við meðferð þess sem kváðu upp þennan dóm. Sá dómari sem hafði málið til meðferðar þegar við eigum að hafa sýnt dóminum vanvirðingu taldi ekki ástæðu til beitingar réttarfarssektar og kvað þess vegna ekki upp úrskurð þar að lútandi. Okkur var aldrei gert viðvart um að til álita gæti komið að beita okkur réttarfarssekt. Við vorum heldur ekki boðaðir til að hlýða á uppsögu dómsins,“ sagði Ragnar.
Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira