Gjaldþrot eignarhaldsfélagsins Vetrarmýri, sem hét áður Smáey, og var í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, nemur um tæpum 67 milljörðum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu í dag.
Félagið var úrskurðað gjaldþrota í október á síðasta ári. Engar eignir fundust í búinu og lauk skiptum án greiðslu upp í lýstar kröfur en þær námu 66,7 milljörðum.
Smáey var móðurfélag eignahaldsfélagsins Bergeyjar sem átti Toyota umboðið á Íslandi.

