Úr Landvernd í stjórn RARIK Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. mars 2014 16:27 vísir/gísli Ný stjórn var kosin á aðalfundi RARIK ohf. í dag. Stjórnina skipa þau Arnbjörg Sveinsdóttir, fyrrverandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Birkir Jón Jónsson fyrrverandi formaður fjárlaganefndar Alþingis, Björgvin G. Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra, Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar og Huld Aðalbjarnardóttir fyrrverandi varaþingmaður Framsóknarflokksins. Úr stjórn gengu Árni Steinar Jóhannsson, Hilmar Gunnlaugsson, Ingibjörg Sigmundsdóttir og Valdimar Guðmannsson.Á aðalfundinum kom fram að verðjöfnun ríkisins til raforkudreifingar í dreifbýli verður aukin nú um mánaðarmótin. Hjá meðalheimili með rafhitun í dreifbýli lækkar flutnings- og dreifikostnaður rafmagns um 15 - 20% og heildarkostnaður rafmagns um 8 – 9 %. Þá kom fram helmingur af 8.700 km dreifikerfi RARIK er nú kominn í jarðstrengi og að á árinu 2013 voru lagðir tæpir 230 km af nýjum jarðstrengjum, mest í dreifbýli. Hagnaður RARIK samstæðunnar á árinu 2013 var 1.947 milljónir króna og jókst um 26% á milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir fjámagnsliði og skatta lækkaði hins vegar um 10%. Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í dag var ákveðið að greiða 310 milljónir í arð til íslenska ríkisins, sem er eini eigandi félagsins. Velta RARIK var 11.793 milljónir, eignir í árslok voru 46.787 milljónir og eigið fé 27.144 milljónir, eða 58%. Fjárfestingar á árinu námu 3.800 milljónum. Langmest var fjárfest í dreifikerfum raforku, en einnig var lokið við hitaveitu til Skagastrandar og hún tekin í notkun. Orkusalan dótturfélag RARIK vann að stækkun virkjunar í Rjúkanda í Ólafsvík sem tekin var í notkun í ársbyrjun 2014. Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Ný stjórn var kosin á aðalfundi RARIK ohf. í dag. Stjórnina skipa þau Arnbjörg Sveinsdóttir, fyrrverandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Birkir Jón Jónsson fyrrverandi formaður fjárlaganefndar Alþingis, Björgvin G. Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra, Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar og Huld Aðalbjarnardóttir fyrrverandi varaþingmaður Framsóknarflokksins. Úr stjórn gengu Árni Steinar Jóhannsson, Hilmar Gunnlaugsson, Ingibjörg Sigmundsdóttir og Valdimar Guðmannsson.Á aðalfundinum kom fram að verðjöfnun ríkisins til raforkudreifingar í dreifbýli verður aukin nú um mánaðarmótin. Hjá meðalheimili með rafhitun í dreifbýli lækkar flutnings- og dreifikostnaður rafmagns um 15 - 20% og heildarkostnaður rafmagns um 8 – 9 %. Þá kom fram helmingur af 8.700 km dreifikerfi RARIK er nú kominn í jarðstrengi og að á árinu 2013 voru lagðir tæpir 230 km af nýjum jarðstrengjum, mest í dreifbýli. Hagnaður RARIK samstæðunnar á árinu 2013 var 1.947 milljónir króna og jókst um 26% á milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir fjámagnsliði og skatta lækkaði hins vegar um 10%. Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í dag var ákveðið að greiða 310 milljónir í arð til íslenska ríkisins, sem er eini eigandi félagsins. Velta RARIK var 11.793 milljónir, eignir í árslok voru 46.787 milljónir og eigið fé 27.144 milljónir, eða 58%. Fjárfestingar á árinu námu 3.800 milljónum. Langmest var fjárfest í dreifikerfum raforku, en einnig var lokið við hitaveitu til Skagastrandar og hún tekin í notkun. Orkusalan dótturfélag RARIK vann að stækkun virkjunar í Rjúkanda í Ólafsvík sem tekin var í notkun í ársbyrjun 2014.
Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira