Viðskipti innlent

Reynir búinn að safna fyrir ævisögunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurður G. Guðjónsson og Reynir Traustason.
Sigurður G. Guðjónsson og Reynir Traustason. Vísir/Anton Brink
Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV, hefur safnað tæplega 1,2 milljónum króna til útgáfu ævisögu sinnar, Afhjúpun. Reynir hefur staðið fyrir söfnun á Karolina Fund og hefur náð markmiði sínu sem var sjö þúsund evrur eða tæplega 1,1 milljón króna.

Bókin hefur verið töluvert til umræðu undanfarna daga þar sem Reynir sakar Stein Kára Ragnarsson, framkvæmdastjóra DV, um að hafa lekið handriti að bókinni til Sigurðar G. Guðjónssonar. Sigurður G hefur birt brot úr bókinni á Facebook-síðu sinni en hefur haldið því fram að honum hafi borist útprentað eintak í pósti.

Reynir upplýsti í gær að lögmaður hans hefði sett sig í samband við Persónuvernd vegna málsins. Þá hafi Reynir sjálfur haft samband við lögreglu í því skyni að sannreyna þær upplýsingar sem honum hafi borist. Vill hann fá upplýst hver beri ábyrgð á þjófnaðinum og lekanum á hugarverki sínu eins og hann kemst að orði.


Tengdar fréttir

„Þessi gata verður farin til enda“

Reynir Traustason hefur leitað til Persónuverndar eftir að Sigurður G. Guðjónsson birti kafla úr væntanlegri sjálfsævisögu Reynis á Facebook-síðu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×