Herferð gegn tekjulágum og atvinnulausum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 11. september 2014 10:45 Forystumenn í verkalýðshreyfingunni segja að hækkun virðisaukaskatts á matvæli skerði kjör þeirra sem lítið hafi. Undirbúningur að gerð nýs kjarasamnings er að hefjast og þeir segja þetta ekki gott innlegg. Fréttablaðið /Vilhelm Formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands (SGS) segja að ríkisstjórnin sé í herferð gegn tekjulágu fólki og atvinnulausum, þess sjáist glögg merki í fjárlagafrumvarpinu. Þeir telja átök líkleg á vinnumarkaði í vetur. Það geti orðið þrautin þyngri að koma nýjum kjarasamningi á koppinn. Samningar á almenna vinnumarkaðnum eru lausir eftir áramót og samningagerðin að fara af stað. Fyrst á að reyna að ná utan um sérkröfur, síðan á að takast á um krónur og aura. Þó ríkisstjórnin sé ekki beinn aðili að kjarasamningum á almenna markaðnum er það þó efnahagsstefna stjórnvalda á hverjum tíma sem markar ytra umhverfi kjarasamninga.Sigurður BessasonÁ næstunni ætla menn að vega og meta hverju síðustu kjarasamningar skiluðu verkafólki í raun. Hvort það hafi fengið einhverjar kjarabætur. „Frumvarp til fjárlaga kemur eins og skrattinn inn í umræðu um kjarasamninga. Sú nálgun að segja að það breyti engu að hækka virðisauka á matvælum vegna þess að þeir fái það leiðrétt í gegnum barnabætur gengur ekki upp í hugum fólks,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar og talsmaður Flóabandalagsins. Í sama streng tekur Björn Snæbjörnsson, talsmaður Starfsgreinasambandsins. Björn segir alvarlegt að stjórnvöld ætli að stytta bótatímabil atvinnuleysisbóta um hálft ár. Atvinnulausir hverfi ekki úr samfélaginu þó þeir fari af bótum. „Það er verið að velta vandanum yfir á sveitarfélögin en þær bætur sem fólk fær lækka. Sumir fá ekkert því það ræðst meðal annars af tekjum maka hvort fólk á rétt á bótum frá sveitarfélaginu svo og af ýmsum öðrum þáttum,“ segir Björn og bætir við að með þessu sé enn frekar verið að skerða kjör þeirra sem minnst hafi.Björn SnæbjörnssonSigurður segir að verkalýðshreyfingin ætli að reyna að fá stjórnvöld til að draga fyrirhugaðar breytingar til baka en er ekki vongóður um að það takist. „Við gerð síðustu kjarasamninga setti ríkisstjórnin fram bókun um að breytingar á virðisaukaskattskerfinu ættu að fara fram í samráði við launþegahreyfinguna. Það voru hins vegar engar viðræður við okkur. Við fréttum af fyrirhuguðum breytingum í fjölmiðlum,“ segir Sigurður. Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands (SGS) segja að ríkisstjórnin sé í herferð gegn tekjulágu fólki og atvinnulausum, þess sjáist glögg merki í fjárlagafrumvarpinu. Þeir telja átök líkleg á vinnumarkaði í vetur. Það geti orðið þrautin þyngri að koma nýjum kjarasamningi á koppinn. Samningar á almenna vinnumarkaðnum eru lausir eftir áramót og samningagerðin að fara af stað. Fyrst á að reyna að ná utan um sérkröfur, síðan á að takast á um krónur og aura. Þó ríkisstjórnin sé ekki beinn aðili að kjarasamningum á almenna markaðnum er það þó efnahagsstefna stjórnvalda á hverjum tíma sem markar ytra umhverfi kjarasamninga.Sigurður BessasonÁ næstunni ætla menn að vega og meta hverju síðustu kjarasamningar skiluðu verkafólki í raun. Hvort það hafi fengið einhverjar kjarabætur. „Frumvarp til fjárlaga kemur eins og skrattinn inn í umræðu um kjarasamninga. Sú nálgun að segja að það breyti engu að hækka virðisauka á matvælum vegna þess að þeir fái það leiðrétt í gegnum barnabætur gengur ekki upp í hugum fólks,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar og talsmaður Flóabandalagsins. Í sama streng tekur Björn Snæbjörnsson, talsmaður Starfsgreinasambandsins. Björn segir alvarlegt að stjórnvöld ætli að stytta bótatímabil atvinnuleysisbóta um hálft ár. Atvinnulausir hverfi ekki úr samfélaginu þó þeir fari af bótum. „Það er verið að velta vandanum yfir á sveitarfélögin en þær bætur sem fólk fær lækka. Sumir fá ekkert því það ræðst meðal annars af tekjum maka hvort fólk á rétt á bótum frá sveitarfélaginu svo og af ýmsum öðrum þáttum,“ segir Björn og bætir við að með þessu sé enn frekar verið að skerða kjör þeirra sem minnst hafi.Björn SnæbjörnssonSigurður segir að verkalýðshreyfingin ætli að reyna að fá stjórnvöld til að draga fyrirhugaðar breytingar til baka en er ekki vongóður um að það takist. „Við gerð síðustu kjarasamninga setti ríkisstjórnin fram bókun um að breytingar á virðisaukaskattskerfinu ættu að fara fram í samráði við launþegahreyfinguna. Það voru hins vegar engar viðræður við okkur. Við fréttum af fyrirhuguðum breytingum í fjölmiðlum,“ segir Sigurður.
Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira