Afgangur af viðskiptajöfnuði í fimm ár Samúel Karl Ólason skrifar 1. apríl 2014 14:13 Vísir/Pjetur Íslenska hagkerfið hefur skilað afgangi af undirliggjandi viðskiptajöfnuði við útlönd fimm ár í röð. Í fyrra fór afgangurinn vaxandi eftir að hafa veikst nokkuð á árunum 2011 og 2012 í takti við versnandi viðskiptakjör. Þetta kemur fram í Markaðspunkti Greiningardeildar Arion banka. „Þetta er algjör viðsnúningur frá því sem áður var, en á árunum 2003-2008 var halli á viðskiptum við útlönd sem nam allt að 20-25% VLF árlega. Skuldasöfnun þjóðarbúsins gagnvart útlöndum hefur því verið snúið við, en samhliða því sem hagkerfið safnar afgangi af viðskiptum við útlönd batnar erlend staða þjóðarbúsins,“ segir í Markaðspunktinum. Þá segir að þar sé ekki síst að þakka öflugum þjónustuafgangi, sem hafi vegið upp dvínandi vöruskiptaafgang og rúmlega það. „Útflutningur þjónustu mætir ekki náttúrulegum magntakmörkunum líkt og útflutningur sjávarafurða og áls, og því er fagnaðarefni að hann skuli vera að sækja í sig veðrið, enda líklegri til þess að geta staðið undir áframhaldandi vexti til lengri tíma.“ Einnig segir að viðskiptafagangurinn sé lykilstærð þegar komi að afnámi hafta, því hann gefi skýra vísbendingu um þann gjaldeyri sem þjóðarbúið aflar til að standa skil á erlendum skuldbindingum eða bæta erlenda eignastöðu þjóðarbúsins. Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Íslenska hagkerfið hefur skilað afgangi af undirliggjandi viðskiptajöfnuði við útlönd fimm ár í röð. Í fyrra fór afgangurinn vaxandi eftir að hafa veikst nokkuð á árunum 2011 og 2012 í takti við versnandi viðskiptakjör. Þetta kemur fram í Markaðspunkti Greiningardeildar Arion banka. „Þetta er algjör viðsnúningur frá því sem áður var, en á árunum 2003-2008 var halli á viðskiptum við útlönd sem nam allt að 20-25% VLF árlega. Skuldasöfnun þjóðarbúsins gagnvart útlöndum hefur því verið snúið við, en samhliða því sem hagkerfið safnar afgangi af viðskiptum við útlönd batnar erlend staða þjóðarbúsins,“ segir í Markaðspunktinum. Þá segir að þar sé ekki síst að þakka öflugum þjónustuafgangi, sem hafi vegið upp dvínandi vöruskiptaafgang og rúmlega það. „Útflutningur þjónustu mætir ekki náttúrulegum magntakmörkunum líkt og útflutningur sjávarafurða og áls, og því er fagnaðarefni að hann skuli vera að sækja í sig veðrið, enda líklegri til þess að geta staðið undir áframhaldandi vexti til lengri tíma.“ Einnig segir að viðskiptafagangurinn sé lykilstærð þegar komi að afnámi hafta, því hann gefi skýra vísbendingu um þann gjaldeyri sem þjóðarbúið aflar til að standa skil á erlendum skuldbindingum eða bæta erlenda eignastöðu þjóðarbúsins.
Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira