OKCupid hvetur notendur til að sniðganga Mozilla Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 1. apríl 2014 19:30 Firefox er gríðarlega vinsæll netvafri úr smiðju hugbúnaðarfyrirtækisins Mozilla. Vísir/Skjáskot Brendan Eich var settur nýr forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Mozilla nú á dögunum. Stefnumótasíðan OKCupid hefur í kjölfarið hvatt notendur sína til að sniðganga Firefox, netvafra úr smiðju fyrirtækisins. NPR segir frá. Ákvörðunin um að gera Eich að forstjóra hefur reitt ýmsa til reiði, þar eð hann styrkti kalifornísku lagabreytingatillöguna Proposition 8 um þúsund Bandaríkjadali, eða um 112 þúsund íslenskra króna. Tillagan miðaði að því að skilgreina hjónaband sem aðeins milli karls og konu, en hún var felld árið 2010 á grundvelli þess að vera í mótsögn við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Mozilla hefur meðal annars gefið út forritið Firefox sem er afar vinsæll netvafri, og Thunderbird sem er tölvupóstþjónn. Starfsmenn Mozilla rökræddu ráðningu nýja forstjórans í fyrstu innbyrðis, en umræðan dreifðist um veraldarvefinn, og fleiri aðilar eins og síðan OKCupid hafa nú tjáð skoðun sína. Opni maður stefnumótasíðuna í Firefoxvafranum birtast skilaboð frá OKCupid þar sem notendur eru beðnir að nota annan vafra. „Í tíu ár höfum við gert það að starfi okkar að færa fólk saman - alls kyns fólk. Ef einstaklingar eins og herra Eich fengju að ráða, væru rúm átta prósent þeirra sambanda sem við höfum staðið að baki ólögleg,“ sagði í skilaboðum OKCupid. „OKCupid er til þess gert að skapa ást. Þeir sem ætla að afneita ástinni og lögbinda eymd, skömm og reiði í staðinn eru óvinir okkar, og við óskum þeim einskis annars en ólukku.“ Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Brendan Eich var settur nýr forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Mozilla nú á dögunum. Stefnumótasíðan OKCupid hefur í kjölfarið hvatt notendur sína til að sniðganga Firefox, netvafra úr smiðju fyrirtækisins. NPR segir frá. Ákvörðunin um að gera Eich að forstjóra hefur reitt ýmsa til reiði, þar eð hann styrkti kalifornísku lagabreytingatillöguna Proposition 8 um þúsund Bandaríkjadali, eða um 112 þúsund íslenskra króna. Tillagan miðaði að því að skilgreina hjónaband sem aðeins milli karls og konu, en hún var felld árið 2010 á grundvelli þess að vera í mótsögn við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Mozilla hefur meðal annars gefið út forritið Firefox sem er afar vinsæll netvafri, og Thunderbird sem er tölvupóstþjónn. Starfsmenn Mozilla rökræddu ráðningu nýja forstjórans í fyrstu innbyrðis, en umræðan dreifðist um veraldarvefinn, og fleiri aðilar eins og síðan OKCupid hafa nú tjáð skoðun sína. Opni maður stefnumótasíðuna í Firefoxvafranum birtast skilaboð frá OKCupid þar sem notendur eru beðnir að nota annan vafra. „Í tíu ár höfum við gert það að starfi okkar að færa fólk saman - alls kyns fólk. Ef einstaklingar eins og herra Eich fengju að ráða, væru rúm átta prósent þeirra sambanda sem við höfum staðið að baki ólögleg,“ sagði í skilaboðum OKCupid. „OKCupid er til þess gert að skapa ást. Þeir sem ætla að afneita ástinni og lögbinda eymd, skömm og reiði í staðinn eru óvinir okkar, og við óskum þeim einskis annars en ólukku.“
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira