Lánar allt að 100 milljónir gegn veðum í demöntum, gulli og málverkum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 16. september 2014 13:37 Hér er Sverrir inni á skrifstofu sinni í Kringlunni. Vísir/Ernir Sverrir Einar Eiríksson býður fólki lán gegn veði auk þess sem hann kaupir gull. Höfuðstöðvar fyrirtækis hans eru í Kringlunni en Sverrir hefur einnig stundað demantaviðskipti í Afríku. Auglýsingar hans hafa vakið athygli, þar sem hann segist getað lánað fólki allt að 100 milljónir gegn veðum í demöntum, gulli og málverkum. Sverrir býður lán með 4% vöxtum mánaðarlega og hefur lesið gagnrýni fólks á Facebook, þar sem fólk telur lánin vera ólögleg, því vextirnir séu of háir. „Veðlán falla ekki undir löggjöfina um neytendalán. Þannig að þau eru ekki ólögleg,“ segir Sverrir við blaðamann Vísis sem heimsótti Sverri í höfuðstöðvar fyrirtækisins. Matthildur Sveinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendastofu, staðfestir að veðlán, með svokölluðum handveðum falli ekki undir lög um neytendalán. Árlegir vextir á neytendalánum mega ekki fara yfir 50% og eru því lánin sem Sverrir veitir fólki, þar sem það setur eign upp í, undanskilin þessu hámarki.Vildi í fyrstu bara kaupa gull „Upphaflega vildi ég bara kaupa gull, en ekki standa í veðlánastarfsemi. Ég rak verktakafyrirtæki sem lagði upp laupana eftir hrun. Þá var ég uppfullur af orku og vantaði eitthvað að gera. Ég sá að verð á gulli hafði næstum því fjórfaldast á stuttum tíma og við bættist fall íslensku krónunnar. Því mætti segja að gullið hafi áttfaldast í virði í íslenskum krónum. Ég fékk hugmynd að opna skrifstofu og bjóða fólki sem vildi selja gull að koma til mín. Ég fékk hugmyndina klukkan níu um morgun og opnaði skrifstofuna klukkan tvö samdægurs,“ segir Sverrir. Hann opnaði fyrstu skrifstofuna á Laugarveginum í október 2008.Demantaviðskipti í Afríku 2009 hélt Sverrir svo til Afríku, þar sem hann stundaði viðskipti með demanta. „Ég komst í tengsl við aðila sem stunduðu demantaviðskipti og ákvað að slást í för með þeim. Fyrst var ég í ríkinu Lesótó, sem er umlukið Suður-Afríku. Ég var þar í hálft ár og fór svo til Síerra Leóne.“ Sverrir var í Afríku frá 2009 til 2011. „Það var mjög sérstakt að vera í Síerra Leóne. Ég var þar ásamt samstarfsfólki mínu. Við vorum þarna í þorpi sem hafði verið miðjan í borgarstyrjöldinni þar í landi,“ útskýrir hann og vísar til borgarastyrjaldarinnar í Síerra Leóne frá 1991 til 2002. „Við bjuggum í eina húsinu í þorpinu, á annarri hæð. Við vorum með vopnaðan vörð, sem var þarna með vélbyssu. Það höfðu ekki margir aðkomumenn komið í þorpið lengi, engir Evrópubúar var okkur sagt,“ útskýrir Sverrir.Hér er gull sem einn viðskiptavinur kom inn með.Vísir/ErnirGull fyrir jólin Hann fór aftur að kaupa gull af Íslendingum árið 2012. „Já, það var fyrir jólin það ár, þá opnaði ég skrifstofu hér í Kringlunni. Það var strax mikil ásókn. En ég fór þá strax að fá fyrirspurnir um veðlán. Þá kom fólk með hluti sem það vildi kannski ekki selja, en vantaði pening til að bjarga öðrum málum. Ég hafði ekki áhuga á því þá, því ég hafði einhverjar neikvæðar hugmyndir um veðlánastarfsemi. En eftir fjölda fyrirspurna ákvað ég að byrja að bjóða upp á þessa þjónustu og það hefur gengið ótrúlega vel.“ Viðskiptavinir Sverris geta komið með gull, demanta og málverk og lánar hann þeim peninga út á það. Þegar blaðamaður sat á skrifstofu Sverris komu nokkrir viðskiptavinir með hluti sem þeir vildu selja eða fá lán út á. Kona og maður komu með málverk og ung kona kom með skargripi. Sverrir skoðaði hlutina og ræddi stuttlega um peningaupphæðir við viðskiptavini sína. Ekki fundið fyrir neikvæðni „Þetta hefur gengið ótrúlega vel,“ útskýrir hann og bætir við: „Ég hef ekki fundið fyrir neikvæðni í kringum mig útaf veðlánastarfseminni. Viðskiptavinirnir eru ánægðir. Ég hef þó lesið neikvæðar athugasemdir á Facebook.“ Sverrir segist ekki vilja hnýsast í einkamál fólks sem kemur og fær lánaða peninga hjá honum. „Hingað getur fólk komið og fengið peninga án þess að kafað sé ofan í fjármálin þeirra. Þó hafa sumir sagt mér í óspurðum fréttum af hverju þeim vantar peninga. Sumir hafa þurft að bjarga húsinu sínu, sem hefur verið að fara í nauðungarsölu. Einnig kom til mín maður sem stóð í málaferlum og hefði þurft að hætta við þau, því hann vantaði fjármagn. Maður gat klárað málaferlin og vann og kom hingað og endurgreiddi lánið ótrúlega ánægður.“ Sverrir segir að fólk eigi sjálft að fá að taka ákvörðun um að taka veðlán. „Sumir gætu vissuelga sagt að þetta sé dýrt. En fólk tekur þessa ákvörðun á eigin spýtur og það veit alla skilmála.“ Lesótó Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Sverrir Einar Eiríksson býður fólki lán gegn veði auk þess sem hann kaupir gull. Höfuðstöðvar fyrirtækis hans eru í Kringlunni en Sverrir hefur einnig stundað demantaviðskipti í Afríku. Auglýsingar hans hafa vakið athygli, þar sem hann segist getað lánað fólki allt að 100 milljónir gegn veðum í demöntum, gulli og málverkum. Sverrir býður lán með 4% vöxtum mánaðarlega og hefur lesið gagnrýni fólks á Facebook, þar sem fólk telur lánin vera ólögleg, því vextirnir séu of háir. „Veðlán falla ekki undir löggjöfina um neytendalán. Þannig að þau eru ekki ólögleg,“ segir Sverrir við blaðamann Vísis sem heimsótti Sverri í höfuðstöðvar fyrirtækisins. Matthildur Sveinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendastofu, staðfestir að veðlán, með svokölluðum handveðum falli ekki undir lög um neytendalán. Árlegir vextir á neytendalánum mega ekki fara yfir 50% og eru því lánin sem Sverrir veitir fólki, þar sem það setur eign upp í, undanskilin þessu hámarki.Vildi í fyrstu bara kaupa gull „Upphaflega vildi ég bara kaupa gull, en ekki standa í veðlánastarfsemi. Ég rak verktakafyrirtæki sem lagði upp laupana eftir hrun. Þá var ég uppfullur af orku og vantaði eitthvað að gera. Ég sá að verð á gulli hafði næstum því fjórfaldast á stuttum tíma og við bættist fall íslensku krónunnar. Því mætti segja að gullið hafi áttfaldast í virði í íslenskum krónum. Ég fékk hugmynd að opna skrifstofu og bjóða fólki sem vildi selja gull að koma til mín. Ég fékk hugmyndina klukkan níu um morgun og opnaði skrifstofuna klukkan tvö samdægurs,“ segir Sverrir. Hann opnaði fyrstu skrifstofuna á Laugarveginum í október 2008.Demantaviðskipti í Afríku 2009 hélt Sverrir svo til Afríku, þar sem hann stundaði viðskipti með demanta. „Ég komst í tengsl við aðila sem stunduðu demantaviðskipti og ákvað að slást í för með þeim. Fyrst var ég í ríkinu Lesótó, sem er umlukið Suður-Afríku. Ég var þar í hálft ár og fór svo til Síerra Leóne.“ Sverrir var í Afríku frá 2009 til 2011. „Það var mjög sérstakt að vera í Síerra Leóne. Ég var þar ásamt samstarfsfólki mínu. Við vorum þarna í þorpi sem hafði verið miðjan í borgarstyrjöldinni þar í landi,“ útskýrir hann og vísar til borgarastyrjaldarinnar í Síerra Leóne frá 1991 til 2002. „Við bjuggum í eina húsinu í þorpinu, á annarri hæð. Við vorum með vopnaðan vörð, sem var þarna með vélbyssu. Það höfðu ekki margir aðkomumenn komið í þorpið lengi, engir Evrópubúar var okkur sagt,“ útskýrir Sverrir.Hér er gull sem einn viðskiptavinur kom inn með.Vísir/ErnirGull fyrir jólin Hann fór aftur að kaupa gull af Íslendingum árið 2012. „Já, það var fyrir jólin það ár, þá opnaði ég skrifstofu hér í Kringlunni. Það var strax mikil ásókn. En ég fór þá strax að fá fyrirspurnir um veðlán. Þá kom fólk með hluti sem það vildi kannski ekki selja, en vantaði pening til að bjarga öðrum málum. Ég hafði ekki áhuga á því þá, því ég hafði einhverjar neikvæðar hugmyndir um veðlánastarfsemi. En eftir fjölda fyrirspurna ákvað ég að byrja að bjóða upp á þessa þjónustu og það hefur gengið ótrúlega vel.“ Viðskiptavinir Sverris geta komið með gull, demanta og málverk og lánar hann þeim peninga út á það. Þegar blaðamaður sat á skrifstofu Sverris komu nokkrir viðskiptavinir með hluti sem þeir vildu selja eða fá lán út á. Kona og maður komu með málverk og ung kona kom með skargripi. Sverrir skoðaði hlutina og ræddi stuttlega um peningaupphæðir við viðskiptavini sína. Ekki fundið fyrir neikvæðni „Þetta hefur gengið ótrúlega vel,“ útskýrir hann og bætir við: „Ég hef ekki fundið fyrir neikvæðni í kringum mig útaf veðlánastarfseminni. Viðskiptavinirnir eru ánægðir. Ég hef þó lesið neikvæðar athugasemdir á Facebook.“ Sverrir segist ekki vilja hnýsast í einkamál fólks sem kemur og fær lánaða peninga hjá honum. „Hingað getur fólk komið og fengið peninga án þess að kafað sé ofan í fjármálin þeirra. Þó hafa sumir sagt mér í óspurðum fréttum af hverju þeim vantar peninga. Sumir hafa þurft að bjarga húsinu sínu, sem hefur verið að fara í nauðungarsölu. Einnig kom til mín maður sem stóð í málaferlum og hefði þurft að hætta við þau, því hann vantaði fjármagn. Maður gat klárað málaferlin og vann og kom hingað og endurgreiddi lánið ótrúlega ánægður.“ Sverrir segir að fólk eigi sjálft að fá að taka ákvörðun um að taka veðlán. „Sumir gætu vissuelga sagt að þetta sé dýrt. En fólk tekur þessa ákvörðun á eigin spýtur og það veit alla skilmála.“
Lesótó Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent