Icelandair flutti um 309 þúsund farþega í millilandaflugi í síðasta mánuði og voru þeir 15 prósent fleiri miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar. Þá nam sætanýting 82,5 prósentum og jókst um 0,4 prósentustig á milli ára.
Alls þurfi félagið að fella niður 65 flug og breyta 10 þúsund bókunum vegna verkfallsaðgerða flugvirkja í mánuðinum. Farþegar í innanlands- og Grænlandsflugi voru 27 þúsund í júní og fækkaði um 3% á milli ára.
Framboð á gistinóttum hjá hótelum félagsins jókst um eitt prósent miðað við júní á síðasta ári. Herbergjanýting var 77,8 prósent og var 4,3 prósentustigum hærri en í júní 2013.
Breyta þurfti tíu þúsund bókunum vegna verkfalls
Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar

Mest lesið


Falsaði fleiri bréf
Viðskipti innlent

Hætta við yfirtökuna
Viðskipti innlent

Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig
Viðskipti innlent

Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn
Viðskipti innlent

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent


Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent

Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn
Atvinnulíf

Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins
Viðskipti innlent