Viðskipti innlent

Rafbækur á íslensku fáanlegar á Kindle

Bjarki Ármannsson skrifar
Nú er hægt að lesa rafbækur á íslensku með Kindle-lestölvu.
Nú er hægt að lesa rafbækur á íslensku með Kindle-lestölvu. Vísir/Valli/Getty
Fyrstu rafbækurnar á íslensku eru nú fáanlegar á Amazon og þar með hægt að kaupa þær fyrir lestölvuna Kindle. Það eru bókaútgáfurnar Bókabeitan og Björt sem eiga fyrstu íslensku bækurnar á vefnum vinsæla.

Kindle er vinsælasta lestölva heims en hingað til hafa íslenskar rafbækur einungis verið fáanlegar í erlendum þýðingum á Amazon.

Í fréttatilkynningu frá bókaútgáfunum tveimur segir að þær gefi jafnóðum út bækur sínar sem rafbækur fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

„Við leggjum sérstaka áherslu á vandað lesefni fyrir þann hóp sem er einmitt jafnan fyrstur til að tileinka sér nýja tækni, nefnilega börn, unglinga og ungt fólk,“ segir Birgitta Elín Hassell, sem á og rekur bókaútgáfurnar ásamt Mörtu Hlín Magnadóttur. „Það passar því eins og flís við rass að vera fyrstar með bækur á íslensku fyrir Kindle.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×