Áttatíu prósent fyrirtækja virk Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 26. mars 2014 11:00 Ragnheiður Elín Árnadóttir viðskiptaráðherra og grillmeistari var með í gleðinni hjá Startup Reykjavík í fyrrasumar. Viðskiptahraðallinn Startup Reyjavík verður nú haldinn þriðja sumarið í röð en að honum standa í sameiningu Klak Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlasetur og Arion banki. „Markmiðið með Startup Reykjavík er að hraða ferlinu sem sprotafyrirtæki fara í gegnum þannig að þau nái að koma í verk á tíu vikum því sem annars tæki mánuði eða jafnvel ár,“ segir Stefán Þór Helgason, verkefnastjóri hjá Klak Innovit. Tíu fyrirtæki taka þátt í Startup Reykjavík hverju sinni og stendur verkefnið yfir í tíu vikur. Fyrirtækin fá sameiginlega skrifstofuaðstöðu, aðstoð og leiðbeiningar frá tugum mentora auk þess sem Arion banki leggur hverju og einu fyrirtæki til 2 milljónir í hlutafé gegn 6 prósenta eignarhlut. Hingað til hafa 20 fyrirtæki tekið þátt í Startup Reykjavík. Sextán þeirra eru ennþá virk, þrjú hafa verið sett í biðstöðu og eitt hefur hætt starfsemi. Hjá þessum fyrirtækjum vinna hátt í 70 manns í 49 fullum stöðugildum. Alls hefur verið fjárfest í þessum fyrirtækjum fyrir 60 milljónir króna og þau hafa hlotið styrki upp á 225 milljónir. Hluti styrkupphæðanna er háður framvindu verkefnanna.Stefán Þór Helgason, verkefnastjóri hjá Klak Innovit.Vísir/HAG„Startup Reykjavík er eitt af fáum afmörkuðum fjárfestingaverkefnum sem snúa að sprotafyrirtækjum en það er ljóst að þörfin fyrir verkefni af þessu tagi er mikil. Á milli tvö og þrjú hundruð hugmyndir og fyrirtæki sækja um inngöngu í Startup Reykjavík á hverju ári,“ segir Stefán. Þær hugmyndir sem tekið hafa þátt í Startup Reykjavík eru fjölbreyttar. Má sem dæmi nefna viskíframleiðslu, hönnun og uppsetningu á sleðarennibraut niður Kambana, þróun og framleiðslu á sjálfvirkum lyfjaskammtara, fatahönnun, upplýsingar um söngtexta og gítargrip og margt fleira. Öllum sem hafa snjalla hugmynd eða hafa stofnað fyrirtæki er frjálst að sækja um að taka þátt í Startup Reykjavík. Einfalt er að sækja um en það er gert rafrænt hér og umsóknarfrestur er til og með 30. mars 2014. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Viðskiptahraðallinn Startup Reyjavík verður nú haldinn þriðja sumarið í röð en að honum standa í sameiningu Klak Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlasetur og Arion banki. „Markmiðið með Startup Reykjavík er að hraða ferlinu sem sprotafyrirtæki fara í gegnum þannig að þau nái að koma í verk á tíu vikum því sem annars tæki mánuði eða jafnvel ár,“ segir Stefán Þór Helgason, verkefnastjóri hjá Klak Innovit. Tíu fyrirtæki taka þátt í Startup Reykjavík hverju sinni og stendur verkefnið yfir í tíu vikur. Fyrirtækin fá sameiginlega skrifstofuaðstöðu, aðstoð og leiðbeiningar frá tugum mentora auk þess sem Arion banki leggur hverju og einu fyrirtæki til 2 milljónir í hlutafé gegn 6 prósenta eignarhlut. Hingað til hafa 20 fyrirtæki tekið þátt í Startup Reykjavík. Sextán þeirra eru ennþá virk, þrjú hafa verið sett í biðstöðu og eitt hefur hætt starfsemi. Hjá þessum fyrirtækjum vinna hátt í 70 manns í 49 fullum stöðugildum. Alls hefur verið fjárfest í þessum fyrirtækjum fyrir 60 milljónir króna og þau hafa hlotið styrki upp á 225 milljónir. Hluti styrkupphæðanna er háður framvindu verkefnanna.Stefán Þór Helgason, verkefnastjóri hjá Klak Innovit.Vísir/HAG„Startup Reykjavík er eitt af fáum afmörkuðum fjárfestingaverkefnum sem snúa að sprotafyrirtækjum en það er ljóst að þörfin fyrir verkefni af þessu tagi er mikil. Á milli tvö og þrjú hundruð hugmyndir og fyrirtæki sækja um inngöngu í Startup Reykjavík á hverju ári,“ segir Stefán. Þær hugmyndir sem tekið hafa þátt í Startup Reykjavík eru fjölbreyttar. Má sem dæmi nefna viskíframleiðslu, hönnun og uppsetningu á sleðarennibraut niður Kambana, þróun og framleiðslu á sjálfvirkum lyfjaskammtara, fatahönnun, upplýsingar um söngtexta og gítargrip og margt fleira. Öllum sem hafa snjalla hugmynd eða hafa stofnað fyrirtæki er frjálst að sækja um að taka þátt í Startup Reykjavík. Einfalt er að sækja um en það er gert rafrænt hér og umsóknarfrestur er til og með 30. mars 2014.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira