Stútfull af staðalímyndum Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. mars 2014 10:00 Antboy Barnakvikmyndahátíðin Bíói Paradís Leikstjóri Ask Hasselbalch Danska verðlaunamyndin Antboy er sýnd á alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Bíói Paradís sem stendur til 30. mars. Ég fylgdist jafnt með krökkum og myndinni þar sem ungviðið er náttúrulega bestu gagnrýnendur á mynd sem ætluð er þeim. Börnin virtust skemmta sér vel – supu hveljur þegar við átti, hrukku við, hlógu og fundu til með aðalpersónunni, ungum dreng sem er veggjalús þangað til hann öðlast ofurhetjukrafta. Þessi mynd hélt mér líka þótt þessi saga hafi svo sem verið sögð oft áður. Hefði alveg eins getað heitið Köngulóarmaðurinn – yngri árin. Hún er vel gerð og standa ungu leikararnir sig frábærlega. Ég vil hins vegar setja út á eitt frekar stórt atriði. Mér fannst myndin helst til full af staðalímyndum. Litli strákurinn með rauða hárið sem enginn nennir að hanga með. Fallega stelpan með síða, ljósa hárið sem hann er ástfanginn af en hún lítur ekki við honum. Vinur hans, nördinn með gleraugu, sem er líka útundan. Og að sjálfsögðu er illmennið feitur, ljótur karlmaður og að lokum er það svo að fallega stúlkan er bjargarlaus og þarf litli strákurinn að bjarga henni. Ég hefði verið svo fegin ef þessar staðalímyndir hefðu verið rifnar í tætlur í þessari mynd sem miðuð er að framtíð þjóðarinnar. Þá hefði hún fengið fullt hús í mínum bókum.Niðurstaða: Krakkarnir skemmtu sér konunglega en fullmikið er af staðalímyndum fyrir minn smekk. Gagnrýni Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Antboy Barnakvikmyndahátíðin Bíói Paradís Leikstjóri Ask Hasselbalch Danska verðlaunamyndin Antboy er sýnd á alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Bíói Paradís sem stendur til 30. mars. Ég fylgdist jafnt með krökkum og myndinni þar sem ungviðið er náttúrulega bestu gagnrýnendur á mynd sem ætluð er þeim. Börnin virtust skemmta sér vel – supu hveljur þegar við átti, hrukku við, hlógu og fundu til með aðalpersónunni, ungum dreng sem er veggjalús þangað til hann öðlast ofurhetjukrafta. Þessi mynd hélt mér líka þótt þessi saga hafi svo sem verið sögð oft áður. Hefði alveg eins getað heitið Köngulóarmaðurinn – yngri árin. Hún er vel gerð og standa ungu leikararnir sig frábærlega. Ég vil hins vegar setja út á eitt frekar stórt atriði. Mér fannst myndin helst til full af staðalímyndum. Litli strákurinn með rauða hárið sem enginn nennir að hanga með. Fallega stelpan með síða, ljósa hárið sem hann er ástfanginn af en hún lítur ekki við honum. Vinur hans, nördinn með gleraugu, sem er líka útundan. Og að sjálfsögðu er illmennið feitur, ljótur karlmaður og að lokum er það svo að fallega stúlkan er bjargarlaus og þarf litli strákurinn að bjarga henni. Ég hefði verið svo fegin ef þessar staðalímyndir hefðu verið rifnar í tætlur í þessari mynd sem miðuð er að framtíð þjóðarinnar. Þá hefði hún fengið fullt hús í mínum bókum.Niðurstaða: Krakkarnir skemmtu sér konunglega en fullmikið er af staðalímyndum fyrir minn smekk.
Gagnrýni Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira