Neytendasamtökin skora á Lýsi Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 26. mars 2014 18:14 Mikill verðmunur er á tveimur tegundum lýsisperla sem báðar eru framleiddar hérlendis. Vísir/Getty Í kjölfar fréttar Stöðvar 2 um verðmun milli tveggja tegunda lýsisperlna hafa Neytendasamtökin skorað á Lýsi að gera grein fyrir sínum málum. Þetta kom fram í Reykjavík Síðdegis þar sem Jóhannes Gunnarsson formaður samtakanna lýsti yfir undrun sinni á verðmuninum og hvatti Lýsi til að leggja spilin á borðið. Umfjöllun Stöðvar 2 skýrði frá því að í verslun Nettó á Granda standi neytendum til boða að kaupa hinar gömlu góðu íslensku lýsisperlur, um 100 perlur á 509 krónur eða 5 krónur stykkið. Hins vegar eru lýsisperlur með dönskum merkingum X-tra, en 100 slíkar fást á 239 krónur eða 2 krónur stykkið. Staðreyndin er sú að perlurnar eru þær nákvæmlega sömu, framleiddar af Lýsi ehf. á Íslandi. Perlurnar sem merktar eru X-tra eru framleiddar, fluttar til Danmerkur og merktar þar. Síðan eru þær fluttar aftur til Íslands, um 4200 kílómetra langa leið. Samt eru þær meira en helmingi ódýrari.Lýsi eigi að upplýsa um verðmuninn„Þegar verðmunur er svona ógnarmikill eins og hann er í þessu tilviki þá finnst mér eðlilegt að Lýsi sem framleiðandi leggi spilin á borðið," sagði Jóhannes. „Ef Lýsi hefur ekkert að fela þá eiga íslenskir neytendur að fá skýringu til hlítar á þessu máli. Á meðan sú skýring kemur ekki fram munu íslenskir neytendur hafa það á tilfinningunni að verið sé að fara illa með þá, og það er ekki neinum framleiðanda til framdráttar." Aðspurður segist Jóhannes ekki halda að undarleg verðmyndun sem slík sé einkenni á íslensku samfélagi. „Við getum fundið fleiri dæmi, á einhverjum tímapunkti borgaði sig að flytja inn íslensku lambakjöti frá Færeyjum svo ég taki sem dæmi," sagði Jóhannes. „En ég held nú að þetta sé frekar undantekning en venja. Allavega fréttum við ekki af mörgum tilvikum í þessa veru." Jóhannes skorar á Lýsi að gera fulltrúa Neytendasamtakanna ljóst um bókhald sitt, og segir það vera í hag framleiðandans að gera skýrt fyrir sínum málum. Viðtalið í Reykjavík síðdegis má heyra í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Gífurlegur verðmunur á sömu íslensku lýsisperlunum Al-íslenskar lýsisperlur, pakkaðar á Íslandi, fluttar ríflega fjögur þúsund kílómetra til Danmerkur og til baka eru margfalt ódýrari hjá verslun Nettó en hefðbundnar lýsisperlur sem unnar eru í sömu verksmiðju Lýsis hf. 21. mars 2014 19:54 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Í kjölfar fréttar Stöðvar 2 um verðmun milli tveggja tegunda lýsisperlna hafa Neytendasamtökin skorað á Lýsi að gera grein fyrir sínum málum. Þetta kom fram í Reykjavík Síðdegis þar sem Jóhannes Gunnarsson formaður samtakanna lýsti yfir undrun sinni á verðmuninum og hvatti Lýsi til að leggja spilin á borðið. Umfjöllun Stöðvar 2 skýrði frá því að í verslun Nettó á Granda standi neytendum til boða að kaupa hinar gömlu góðu íslensku lýsisperlur, um 100 perlur á 509 krónur eða 5 krónur stykkið. Hins vegar eru lýsisperlur með dönskum merkingum X-tra, en 100 slíkar fást á 239 krónur eða 2 krónur stykkið. Staðreyndin er sú að perlurnar eru þær nákvæmlega sömu, framleiddar af Lýsi ehf. á Íslandi. Perlurnar sem merktar eru X-tra eru framleiddar, fluttar til Danmerkur og merktar þar. Síðan eru þær fluttar aftur til Íslands, um 4200 kílómetra langa leið. Samt eru þær meira en helmingi ódýrari.Lýsi eigi að upplýsa um verðmuninn„Þegar verðmunur er svona ógnarmikill eins og hann er í þessu tilviki þá finnst mér eðlilegt að Lýsi sem framleiðandi leggi spilin á borðið," sagði Jóhannes. „Ef Lýsi hefur ekkert að fela þá eiga íslenskir neytendur að fá skýringu til hlítar á þessu máli. Á meðan sú skýring kemur ekki fram munu íslenskir neytendur hafa það á tilfinningunni að verið sé að fara illa með þá, og það er ekki neinum framleiðanda til framdráttar." Aðspurður segist Jóhannes ekki halda að undarleg verðmyndun sem slík sé einkenni á íslensku samfélagi. „Við getum fundið fleiri dæmi, á einhverjum tímapunkti borgaði sig að flytja inn íslensku lambakjöti frá Færeyjum svo ég taki sem dæmi," sagði Jóhannes. „En ég held nú að þetta sé frekar undantekning en venja. Allavega fréttum við ekki af mörgum tilvikum í þessa veru." Jóhannes skorar á Lýsi að gera fulltrúa Neytendasamtakanna ljóst um bókhald sitt, og segir það vera í hag framleiðandans að gera skýrt fyrir sínum málum. Viðtalið í Reykjavík síðdegis má heyra í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Gífurlegur verðmunur á sömu íslensku lýsisperlunum Al-íslenskar lýsisperlur, pakkaðar á Íslandi, fluttar ríflega fjögur þúsund kílómetra til Danmerkur og til baka eru margfalt ódýrari hjá verslun Nettó en hefðbundnar lýsisperlur sem unnar eru í sömu verksmiðju Lýsis hf. 21. mars 2014 19:54 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Gífurlegur verðmunur á sömu íslensku lýsisperlunum Al-íslenskar lýsisperlur, pakkaðar á Íslandi, fluttar ríflega fjögur þúsund kílómetra til Danmerkur og til baka eru margfalt ódýrari hjá verslun Nettó en hefðbundnar lýsisperlur sem unnar eru í sömu verksmiðju Lýsis hf. 21. mars 2014 19:54