„Black Friday“ kominn til Íslands: „Það er allt vitlaust“ Stefán Árni Pálsson skrifar 28. nóvember 2014 11:24 Auglýstu svarta föstudag í dag. vísir „Við byrjuðum reyndar á þessu í fyrra ,“segir Egill Reynisson, annar eigandi Húsgangahallarinnar og Betra Baks, í samtali við Fréttastofu. Húsgagnahöllin, ásamt fjölda fyrirtækja, auglýsir í Fréttablaðinu í dag svokallaðan „Black Friday“. Svarti föstudagur er mesti verslunardagur ársins í Bandaríkjunum en verslanir bjóða þá upp á mikinn afslátt á föstudeginum eftir þakkagjörðarhátíðina. Margar verslanir opna þá mjög snemma dags og hafa opið langt fram á kvöld. Nú virðist eins og enn ein hefðin sé komin til Íslands. Mikill troðningur varð þegar verslanir opnuðu á miðnætti Vestanhafs en röð hafði myndast fyrir utan Húsgagnahöllina í morgun. „Þetta er bara eins og svo margt annað gott og skemmtilegt sem kemur frá Ameríku og maður veit að Íslendingar eru að sækja í þennan dag erlendis. Þetta er bara okkar svar við því, að fá Íslendinga til að versla innanlands.“Húsgagnahöllin upp á Höfða.vísirEgill segir að uppátækið hafi heppnast gríðarlega vel fyrir ári síðan. „Þetta er einkennilegur tímapunktur. Það eru mánaðarlok en samt nýtir fólk þennan dag til að byrja jólainnkaupin.“ Hann segir að það sé nú þegar allt orðið vitlaust upp í Húsgagnahöll. „Það var löng röð þegar við opnuðum og það er allt vitlaust. Við lokuðum einnig klukkan 22 í fyrra en síðasti kúnninn var að fara út um klukkan tólf.“ Fleiri fyrirtæki auglýstu „Black Friday“ í blaðinu í dag en þar má meðal annars nefna Rúmfatalagerinn, The Pier, Skór.is, Debenhams og Betra Bak. Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
„Við byrjuðum reyndar á þessu í fyrra ,“segir Egill Reynisson, annar eigandi Húsgangahallarinnar og Betra Baks, í samtali við Fréttastofu. Húsgagnahöllin, ásamt fjölda fyrirtækja, auglýsir í Fréttablaðinu í dag svokallaðan „Black Friday“. Svarti föstudagur er mesti verslunardagur ársins í Bandaríkjunum en verslanir bjóða þá upp á mikinn afslátt á föstudeginum eftir þakkagjörðarhátíðina. Margar verslanir opna þá mjög snemma dags og hafa opið langt fram á kvöld. Nú virðist eins og enn ein hefðin sé komin til Íslands. Mikill troðningur varð þegar verslanir opnuðu á miðnætti Vestanhafs en röð hafði myndast fyrir utan Húsgagnahöllina í morgun. „Þetta er bara eins og svo margt annað gott og skemmtilegt sem kemur frá Ameríku og maður veit að Íslendingar eru að sækja í þennan dag erlendis. Þetta er bara okkar svar við því, að fá Íslendinga til að versla innanlands.“Húsgagnahöllin upp á Höfða.vísirEgill segir að uppátækið hafi heppnast gríðarlega vel fyrir ári síðan. „Þetta er einkennilegur tímapunktur. Það eru mánaðarlok en samt nýtir fólk þennan dag til að byrja jólainnkaupin.“ Hann segir að það sé nú þegar allt orðið vitlaust upp í Húsgagnahöll. „Það var löng röð þegar við opnuðum og það er allt vitlaust. Við lokuðum einnig klukkan 22 í fyrra en síðasti kúnninn var að fara út um klukkan tólf.“ Fleiri fyrirtæki auglýstu „Black Friday“ í blaðinu í dag en þar má meðal annars nefna Rúmfatalagerinn, The Pier, Skór.is, Debenhams og Betra Bak.
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira