Fyrirtæki Róbert Wessman tvöfaldar umsvif í Suður-Kóreu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2014 00:01 Róbert Wessmann forstjóri með lykilstjórnendum Alvogen í Kóreu og stjórnendum Dream Pharma. Mynd/Alvogen Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur keypt suðurkóreska lyfjafyrirtækið Dream Pharma fyrir um 190 milljónir Bandaríkjadala eða tæplega 22 milljarða íslenskra króna í gegnum dótturfyrirtæki sitt Kunwha í Suður-Kóreu. Kaupin eru sögð vera liður í uppbyggingu félagsins í Suður-Asíu en áður hefur Alvogen keypt lyfjafyrirtækin Kunwha í Suður-Kóreu og Lotus í Taívan. Starfsmönnum fyrirtækisins fjölgar við þetta um 400 og verða því samtals um 2.400, þar af flestir í Suður-Kóreu. Róbert Wessmann, forstjóri Alvogen, segir ánægjulegt að ljúka kaupunum á Dream Pharma sem rúmlega tvöfaldi umsvif félagsins í Suður-Kóreu. „Við höfum byggt upp okkar starfsemi í ellefu löndum í Suður-Asíu,“ segir Róbert. Hann segir samheitalyfjageirann standa á tímamótum í Asíu. „Það er mikið af fyrirtækjum að keppa á sínum heimamarkaði en í dag er ekkert alþjóðlegt samheitalyfjafyrirtæki sem hefur byggt upp starfsemi sína í Suður-Asíu. Við stefnum að því að Alvogen verði í hópi fimm stærstu fyrirtækja heims á þessu markaðssvæði innan fárra ára.“ Lyfjafyrirtækið Dream Pharma sérhæfir sig meðal annars í framleiðslu og sölu lyfja gegn offitu og hefur um 35 prósenta markaðshlutdeild á því sviði í Suður-Kóreu samkvæmt upplýsingum frá Alvogen. Alls hefur fyrirtækið um hundrað lyf á markaði sem skarast ekki á við lyf Kunwha. Alvogen er í dag með starfsemi í 34 löndum, þar af ellefu í Suður-Asíu, og hefur árlegur tekjuvöxtur félagsins verið um 78 prósent að jafnaði frá árinu 2009 þegar Róbert kom til liðs við félagið. Bandaríkjamarkaður er stærsti markaður Alvogen. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er innan Alvogen talið að árstekjur komi til með að verða um 100 milljarðar króna á næsta ári. Mest lesið Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur keypt suðurkóreska lyfjafyrirtækið Dream Pharma fyrir um 190 milljónir Bandaríkjadala eða tæplega 22 milljarða íslenskra króna í gegnum dótturfyrirtæki sitt Kunwha í Suður-Kóreu. Kaupin eru sögð vera liður í uppbyggingu félagsins í Suður-Asíu en áður hefur Alvogen keypt lyfjafyrirtækin Kunwha í Suður-Kóreu og Lotus í Taívan. Starfsmönnum fyrirtækisins fjölgar við þetta um 400 og verða því samtals um 2.400, þar af flestir í Suður-Kóreu. Róbert Wessmann, forstjóri Alvogen, segir ánægjulegt að ljúka kaupunum á Dream Pharma sem rúmlega tvöfaldi umsvif félagsins í Suður-Kóreu. „Við höfum byggt upp okkar starfsemi í ellefu löndum í Suður-Asíu,“ segir Róbert. Hann segir samheitalyfjageirann standa á tímamótum í Asíu. „Það er mikið af fyrirtækjum að keppa á sínum heimamarkaði en í dag er ekkert alþjóðlegt samheitalyfjafyrirtæki sem hefur byggt upp starfsemi sína í Suður-Asíu. Við stefnum að því að Alvogen verði í hópi fimm stærstu fyrirtækja heims á þessu markaðssvæði innan fárra ára.“ Lyfjafyrirtækið Dream Pharma sérhæfir sig meðal annars í framleiðslu og sölu lyfja gegn offitu og hefur um 35 prósenta markaðshlutdeild á því sviði í Suður-Kóreu samkvæmt upplýsingum frá Alvogen. Alls hefur fyrirtækið um hundrað lyf á markaði sem skarast ekki á við lyf Kunwha. Alvogen er í dag með starfsemi í 34 löndum, þar af ellefu í Suður-Asíu, og hefur árlegur tekjuvöxtur félagsins verið um 78 prósent að jafnaði frá árinu 2009 þegar Róbert kom til liðs við félagið. Bandaríkjamarkaður er stærsti markaður Alvogen. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er innan Alvogen talið að árstekjur komi til með að verða um 100 milljarðar króna á næsta ári.
Mest lesið Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent