Segir Reyni hafa fallið á eigin bragði Atli Ísleifsson skrifar 30. ágúst 2014 10:03 Ákveðið var að fresta aðalfundi um viku síðdegis í gær vegna ágreinings um ársreikninga. Vísir/Anton Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns Leifssonar, segir Reyni Traustason, ritstjóra DV, vera „óheiðarlegan með afbrigðum“ og að hann hafi þegar upp sé staðið fallið á eigin bragði. Aðalfundi DV var frestað um viku í gær og segir Sigurður að „Reynir Traustason og fylgihnettir hans [séu nú] í algjörum minni hluta“ í félaginu. Þetta kemur fram í pistli Sigurðar sem birtur var á Pressunni í gær þar sem hann rekur atburði í kringum aðalfund félagsins. Í pistlinum kemur fram að Reynir Traustason hafi hafnað „þeirri sjálfsögðu ósk að eigendur meirihluta hlutafjár í félaginu fengju þrjá menn í stjórn og eigendur minnihluta hlutafjár tvo.“ Sigurður fjallar um eldri samþykktir DV sem hafi verið ætlað að tryggja dreifða eignaraðild í félaginu. „Eða það var opinbera skýringin. Staðreyndirnar voru allt aðrar. Eignarhaldið var aldrei dreift. Sex stærstu hluthafarnir fóru með 86,3%. Allt þar til haldinn var stjórnarfundur í DV ehf fjórum klukkutímum fyrir boðaðan aðalfund í dag.“ Sigurður rekur hvernig Reynir hafi reynt að breyta eignarhaldi í félaginu á stjórnarfundi í gær og látið skrá eignarhluti á börn sín. „Reynir Traustason átti hlut í DV ehf. að nafnverði kr. 15.000.000 sem svaraði til 9.66% af heildar hlutafé félagsins þegar stjórnarfundurinn byrjaði. Þegar Reynir Traustason var búinn að troða því í gegnum stjórn, að enginn hluthafi færi með meira en 5% atkvæðisréttar á aðalfundinum, brá hann á það ráð til að tryggja að enginn hluta hans færi í súginn með því að selja vinum og vandamönnum hluti sína, urðu börn hans þannig skyndilega hluthafar í félaginu og hefur verið splæst DV-forsíðum í gegnum tíðina á minni skandala.“Reynir potturinn og pannan í viku til viðbótar Ákveðið var að fresta aðalfundi um viku síðdegis í gær vegna ágreinings um ársreikninga. Segir Sigurður að Reynir verði því enn potturinn og pannan í stjórn DV ehf. um einnar viku skeið. „Hann stendur nú frammi fyrir því að allir hlutahafar sem eiga 5% í DV ehf. eða meira munu fyrir framhaldsaðalfundinn selja hluti sína með sama hætti og hann sjálfur til vina og vandamanna og tryggja þannig að hvert og eitt atkvæða þeirra nýtist. Reynir Traustason og fylgihnettir hans eru þá í algjörum minni hluta. Kannski með um 20% hlutafjár.“ Sigurður segist gera ráð fyrir að Reynir mun svara fyrir sig. „Hann mun þá væntanlega segja frá því að hlutir hans í Ólafstúni ehf. hafi verið teknir af honum. Ekkert hefur verið tekið af Reyni Traustasyni. Hann sá alfarið um það sjálfur. Reynir Traustason hefur aldrei greint einum eða neinum frá því að hann undirritaði fundargerð um hækkun hlutafjár í Ólafstúni ehf., áskriftarskrá að nýjum hlutum og tilkynningu til fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, þar sem Reynir tryggði lánveitanda sínum persónulega og Ólafstúns ehf. yfirráðarétt yfir félaginu.“ Sigurður segir að í upphafi aðalfundar hafi Reynir verið sigurviss en að þegar á reyndi hafi sigurvissa hans verið byggð á sandi. „Muni ég rétt geymir Biblían gildisdóm um þann sem byggir hús sitt á sandi. Og muni ég rétt standa slík hús ekki lengi, ef á reynir. Sandur sá sem Reynir Traustason byggði sigurvissu sína á fyrir aðalfundinn í dag er óheiðarleikinn; hann kemur alltaf í bakið á mönnum.“ Pistil Sigurðar má lesa í heild sinni á Pressunni. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns Leifssonar, segir Reyni Traustason, ritstjóra DV, vera „óheiðarlegan með afbrigðum“ og að hann hafi þegar upp sé staðið fallið á eigin bragði. Aðalfundi DV var frestað um viku í gær og segir Sigurður að „Reynir Traustason og fylgihnettir hans [séu nú] í algjörum minni hluta“ í félaginu. Þetta kemur fram í pistli Sigurðar sem birtur var á Pressunni í gær þar sem hann rekur atburði í kringum aðalfund félagsins. Í pistlinum kemur fram að Reynir Traustason hafi hafnað „þeirri sjálfsögðu ósk að eigendur meirihluta hlutafjár í félaginu fengju þrjá menn í stjórn og eigendur minnihluta hlutafjár tvo.“ Sigurður fjallar um eldri samþykktir DV sem hafi verið ætlað að tryggja dreifða eignaraðild í félaginu. „Eða það var opinbera skýringin. Staðreyndirnar voru allt aðrar. Eignarhaldið var aldrei dreift. Sex stærstu hluthafarnir fóru með 86,3%. Allt þar til haldinn var stjórnarfundur í DV ehf fjórum klukkutímum fyrir boðaðan aðalfund í dag.“ Sigurður rekur hvernig Reynir hafi reynt að breyta eignarhaldi í félaginu á stjórnarfundi í gær og látið skrá eignarhluti á börn sín. „Reynir Traustason átti hlut í DV ehf. að nafnverði kr. 15.000.000 sem svaraði til 9.66% af heildar hlutafé félagsins þegar stjórnarfundurinn byrjaði. Þegar Reynir Traustason var búinn að troða því í gegnum stjórn, að enginn hluthafi færi með meira en 5% atkvæðisréttar á aðalfundinum, brá hann á það ráð til að tryggja að enginn hluta hans færi í súginn með því að selja vinum og vandamönnum hluti sína, urðu börn hans þannig skyndilega hluthafar í félaginu og hefur verið splæst DV-forsíðum í gegnum tíðina á minni skandala.“Reynir potturinn og pannan í viku til viðbótar Ákveðið var að fresta aðalfundi um viku síðdegis í gær vegna ágreinings um ársreikninga. Segir Sigurður að Reynir verði því enn potturinn og pannan í stjórn DV ehf. um einnar viku skeið. „Hann stendur nú frammi fyrir því að allir hlutahafar sem eiga 5% í DV ehf. eða meira munu fyrir framhaldsaðalfundinn selja hluti sína með sama hætti og hann sjálfur til vina og vandamanna og tryggja þannig að hvert og eitt atkvæða þeirra nýtist. Reynir Traustason og fylgihnettir hans eru þá í algjörum minni hluta. Kannski með um 20% hlutafjár.“ Sigurður segist gera ráð fyrir að Reynir mun svara fyrir sig. „Hann mun þá væntanlega segja frá því að hlutir hans í Ólafstúni ehf. hafi verið teknir af honum. Ekkert hefur verið tekið af Reyni Traustasyni. Hann sá alfarið um það sjálfur. Reynir Traustason hefur aldrei greint einum eða neinum frá því að hann undirritaði fundargerð um hækkun hlutafjár í Ólafstúni ehf., áskriftarskrá að nýjum hlutum og tilkynningu til fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra, þar sem Reynir tryggði lánveitanda sínum persónulega og Ólafstúns ehf. yfirráðarétt yfir félaginu.“ Sigurður segir að í upphafi aðalfundar hafi Reynir verið sigurviss en að þegar á reyndi hafi sigurvissa hans verið byggð á sandi. „Muni ég rétt geymir Biblían gildisdóm um þann sem byggir hús sitt á sandi. Og muni ég rétt standa slík hús ekki lengi, ef á reynir. Sandur sá sem Reynir Traustason byggði sigurvissu sína á fyrir aðalfundinn í dag er óheiðarleikinn; hann kemur alltaf í bakið á mönnum.“ Pistil Sigurðar má lesa í heild sinni á Pressunni.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira