Skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti í gær að Korputorg ehf. megi gera tillögu að deiliskipulagi fyrir fjölorkustöð Costco.
Hjálmar Sveinsson, formaður skipulagsráðs, segir stöðinni mundu verða skipt til helminga milli jarðefnaeldsneytis og endurnýjanlegra orkugjafa.
Lögmaður Korputorgs segir Costco nú geta valið Garðabæ eða Reykjavík. Fulltrúar Costco vilja ekki tjá sig að svo stöddu.
Samþykktu Costco-stöð við Korputorg

Tengdar fréttir

Bandarískur smásölurisi vill reka bensínstöðvar á Íslandi
Bandaríski smásölurisinn Costco hefur áhuga að hefja rekstur bensínstöðva hér á landi og hefur félagið þegar óskað eftir lóð við Korputorg í Grafarvogi í þessu skyni en þar vill félagið einnig opna verslun.

Bensínstöð forsenda komu Costco til landsins
Formaður Skipulagsráðs segir nauðsynlegt að taka tillit til þess að þegar eru 74 bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu.