Aron Einar bara fyrirliðabandið í leik Cardiff á dögunum.Vísir/Getty
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, tók ísfötuáskoruninni í dag sem hefur slegið í gegn á samskiptamiðlum og skoraði hann á útvarpsmennina Egil Gillz Einarsson og Auðunn Blöndal.
Auk þess að skora á Auðunn og Egil skoraði Aron Einar á herbergisfélaga sinn í íslenska landsliðinu, Rúrik Gíslason.
Þegar ræðu Arons lýkur fær hann væna gusu af ísköldu vatni yfir sig en myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.