Körfubolti

Ellefu stig frá Sigga Þorsteins í sigurleik Víkinganna

Tómas þór Þórðarson skrifar
Sigurður Gunnar Þorsteinsson.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson. vísir/daníel
Sigurður Gunnar Þorsteinsson og félagar hans í Solna Vikings unnu flotan útisigur á ecoÖrebro, 88-68, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Eftir erfiða byrjun í deildinni eru Víkingarnir nú búnir að vinna tvo leiki í röð, en Sigurður skoraði ellefu stig og tók fimm fráköst á ríflega 29 mínútum.

Það blæs ekki byrlega fyrir Íslendingaliðið Sundsvall Dragons, en liðið tapaði með tíu stiga mun á heimavelli gegn Nörrköping Dolphins í kvöld, 89-79. Liðið aðeins búið að vinna tvo leiki af sex til þessa.

Hlynur Bæringsson átti stórleik og skoraði 24 stig og tók 14 fráköst og Jakob Örn Sigurðarson bætti við 14 stigum auk þess að taka 4 fráköst.

Risinn Ragnar Nathanaelsson spilaði aðeins rétt rúma mínútu í leiknum og skilaði engum tölum, en Ægir Þór Steinarsson skoraði sjö stig og gaf fjórar stoðsendingar, flestar í liðinu, á 29 mínútum.

Drekarnir eru eins og Solna-liðið með fjögur stig eftir sex leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×