Kiel jók forskotið á toppnum | Átta sigrar í röð hjá Magdeburg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. desember 2014 18:08 Geir og félögum gengur allt í haginn. vísir/getty Kiel náði fjögurra stiga forskoti á Rhein-Neckar Löwen með sjö marka sigri, 32-25, á Wetzlar á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Rhein-Neckar Löwen getur minnkað forskot Kiel niður í tvö stig með sigri á Hamburg á morgun, en Ljónin eiga auk þess einn leik inni á Kiel. Hann verður þó ekki spilaður fyrr en eftir hléið sem verður gert á deildinni vegna HM í Katar. Domagoj Duvnjak, Niclas Ekberg og Rune Dahmke skoruðu sjö mörk hvor fyrir Kiel í dag, en sá síðastnefndi fékk tækifæri í vinstra horninu í fjarveru Dominiks Klein. Aron Pálmarsson komst ekki á blað hjá Kiel. Christian Rompf var markahæstur í liði Wetzlar með sex mörk. Ófarir Dags Sigurðssonar og félaga hans í Füchse Berlin halda áfram, en Refirnir töpuðu fyrir Gummersbach á útivelli, 27-26. Berlínarrefirnir voru fimm mörkum undir þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum, en þeir voru nálægt því að tryggja sér stig með góðum endaspretti. Það tókst hins vegar ekki og fimmta tapið í síðustu sex leikjum því staðreynd. Austurríski hornamaðurinn Raul Santos var einu sinni sem oftar markahæstur hjá Gummersbach með níu mörk. Christoph Schindler kom næstur með sjö mörk. Gunnar Steinn Jónsson komst ekki á blað. Gamla brýnið Iker Romero skoraði mest í liði Füchse Berlin eða sjö mörk. Það gengur öllu betur hjá Geir Sveinssyni og lærisveinum hans í Magdeburg sem unnu sinn áttunda sigur í röð þegar þeir sóttu Göppingen heim. Lokatölur 33-36, Magdeburg í vil. Robert Weber var markahæstur í liði Magdeburg með átta mörk, en Michael Kraus skoraði mest fyrir Göppingen, eða 12 mörk. Arnór Þór Gunnarsson var í miklum ham þegar Bergischer vann mikilvægan sigur á Erlangen í botnbaráttunni, 32-27. Arnór skoraði alls níu mörk og var markahæstur í liði Bergischer sem vann sinn annan sigur í síðustu þremur leikjum. Björgvin Páll Gústavsson stóð í marki liðsins og átti góðan leik. Sigurbergur Sveinsson skoraði eitt mark fyrir Erlangen sem er í fallsæti. Þá vann Lemgo fimm marka sigur á Melsungen á heimavelli, 34-29.Úrslit dagsins: Kiel 32-25 Wetzlar Bergischer 32-27 Erlangen Gummersbach 27-26, Füchse Berlin Lemgo 34-29 Melsungen Göppingen 33-36 Magdeburg Handbolti Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Kiel náði fjögurra stiga forskoti á Rhein-Neckar Löwen með sjö marka sigri, 32-25, á Wetzlar á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Rhein-Neckar Löwen getur minnkað forskot Kiel niður í tvö stig með sigri á Hamburg á morgun, en Ljónin eiga auk þess einn leik inni á Kiel. Hann verður þó ekki spilaður fyrr en eftir hléið sem verður gert á deildinni vegna HM í Katar. Domagoj Duvnjak, Niclas Ekberg og Rune Dahmke skoruðu sjö mörk hvor fyrir Kiel í dag, en sá síðastnefndi fékk tækifæri í vinstra horninu í fjarveru Dominiks Klein. Aron Pálmarsson komst ekki á blað hjá Kiel. Christian Rompf var markahæstur í liði Wetzlar með sex mörk. Ófarir Dags Sigurðssonar og félaga hans í Füchse Berlin halda áfram, en Refirnir töpuðu fyrir Gummersbach á útivelli, 27-26. Berlínarrefirnir voru fimm mörkum undir þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum, en þeir voru nálægt því að tryggja sér stig með góðum endaspretti. Það tókst hins vegar ekki og fimmta tapið í síðustu sex leikjum því staðreynd. Austurríski hornamaðurinn Raul Santos var einu sinni sem oftar markahæstur hjá Gummersbach með níu mörk. Christoph Schindler kom næstur með sjö mörk. Gunnar Steinn Jónsson komst ekki á blað. Gamla brýnið Iker Romero skoraði mest í liði Füchse Berlin eða sjö mörk. Það gengur öllu betur hjá Geir Sveinssyni og lærisveinum hans í Magdeburg sem unnu sinn áttunda sigur í röð þegar þeir sóttu Göppingen heim. Lokatölur 33-36, Magdeburg í vil. Robert Weber var markahæstur í liði Magdeburg með átta mörk, en Michael Kraus skoraði mest fyrir Göppingen, eða 12 mörk. Arnór Þór Gunnarsson var í miklum ham þegar Bergischer vann mikilvægan sigur á Erlangen í botnbaráttunni, 32-27. Arnór skoraði alls níu mörk og var markahæstur í liði Bergischer sem vann sinn annan sigur í síðustu þremur leikjum. Björgvin Páll Gústavsson stóð í marki liðsins og átti góðan leik. Sigurbergur Sveinsson skoraði eitt mark fyrir Erlangen sem er í fallsæti. Þá vann Lemgo fimm marka sigur á Melsungen á heimavelli, 34-29.Úrslit dagsins: Kiel 32-25 Wetzlar Bergischer 32-27 Erlangen Gummersbach 27-26, Füchse Berlin Lemgo 34-29 Melsungen Göppingen 33-36 Magdeburg
Handbolti Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni