Viðskipti innlent

Efnið ekki aðgengilegt á Netflix

Sindri Sindrason skrifar
365 miðlar hafa gert fimm ára samning við bandaríska kapalsjónvarpsfyrirtækið HBO en samningurinn tryggir Stöð 2 viðamikil réttindi á efni HBO fyrir íslenskan sjónvarpsmarkað.

Bæði verður efni HBO sýnt í dagskrá stöðvarinnar auk þess sem það verður aðgengilegt í gegnum Stöð 2 Maraþon.

„Við erum að gera samning við stærstu og bestu efnisveituna, að mínu mati, og það hefur mikla þýðingu,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365 miðla.

Jóhanna Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri sjónvarpssviðs 365 miðla, Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365 miðla og Jennifer Bowen framkvæmdastjóri alþjóðlegrar dreifingar HBO.
„HBO hefur gefið það út að þetta efni verður ekki aðgengilegt í gegnum Netflix. Það er því gæðastimpill að geta tryggt okkar fólki aðgang að öllu þessu efni þegar því hentar í gegnum Stöð 2 Maraþon,“ segir Sævar.

HBO hefur upp á síðkastið verið leiðandi í gerð sjónvarpsþátta og heimildarmynda sem hlotið hafa ótal Emmy og Golden Globe tilnefningar og verðlaun.

Stöð 2 hefur átt í góðu samstarfi við HBO síðustu ár og sýnt rjómann af því sem HBO hefur framleitt.

Það verður áfram gert auk þess að annað efni fer á dagskrá. Þar á meðal eru spjallþættir á borð við Last Week Tonight with John Oliver, sem ekki hafa verið sýndir í íslensku sjónvarpi áður.


Tengdar fréttir

Stöð 2 í samstarf við HBO

365 miðlar hafa gert fimm ára samning við bandaríska kapalsjónvarpsfyrirtækið HBO. Bæði verður efni HBO sýnt í dagskrá stöðvarinnar auk þess sem það verður aðgengilegt í gegnum Stöð 2 Maraþon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×