Milljónasti farþegi WOW air fer í loftið í dag Stefán Árni Pálsson skrifar 11. desember 2014 15:12 Skúli Mogensen ásamt Björgvini og Gunnhildi. vísir/aðsend Í dag mun milljónasti farþegi WOW air fljúga með félaginu en þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Farþegafjöldi WOW air hefur vaxið jafnt og þétt frá fyrsta flugi félagsins í maí 2012. Fyrsta árið flugu um 110 þúsund farþegar með flugfélaginu og árið 2013 flaug WOW air með um 415 þúsund farþega. Gert er ráð fyrir 60% aukningu á farþegum milli ára frá um 500 þúsund farþegum nú í ár í um 800 þúsund farþega á næsta ári. Gunnhildur Blöndal er milljónasti farþegi WOW air og flýgur nú utan seinni partinn ásamt manni sínum Björgvini Viktor Þórðarsyni. „Við erum að fljúga til London Gatwick flugvallar og erum á leiðinni til Brighton til að versla inn jólagjafirnar og njóta þess að ganga um bæinn. Við erum búin að vera saman í sjö ár og aldrei komist í frí saman áður, svo það má segja að þetta sé stór stund hjá okkur. Við ætlum að vera þarna í sex daga, við höfum aldrei komið þarna áður en heyrt margt gott um Brighton. Maðurinn minn hefur áður flogið með WOW air og fór þá líka til London“ segir Gunnhildur Blöndal sem fékk af þessu tilefni afhent gjafabréf fyrir tvo og ætla þau að skella sér til Dyflinnar næsta sumar. „Ég er mjög stoltur af því að í dag skulum við fljúga með milljónasta gestinn okkar og afar þakklátur fyrir þær móttökur sem við höfum fengið bæði hér innanlands og erlendis frá fyrsta degi. Það er magnað að nú höfum við flogið með þrefaldan fjölda íslensku þjóðarinnar frá fyrsta flugi okkar. Þessar góðu móttökur hvetja okkur svo sannarlega að halda áfram þeirri stefnu okkar að vera með nýjustu flugvélarnar á Íslandi, vera stundvísasta flugfélagið og bjóða upp á langódýrasta flugið til og frá Íslandi“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air. Fréttir af flugi Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Í dag mun milljónasti farþegi WOW air fljúga með félaginu en þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Farþegafjöldi WOW air hefur vaxið jafnt og þétt frá fyrsta flugi félagsins í maí 2012. Fyrsta árið flugu um 110 þúsund farþegar með flugfélaginu og árið 2013 flaug WOW air með um 415 þúsund farþega. Gert er ráð fyrir 60% aukningu á farþegum milli ára frá um 500 þúsund farþegum nú í ár í um 800 þúsund farþega á næsta ári. Gunnhildur Blöndal er milljónasti farþegi WOW air og flýgur nú utan seinni partinn ásamt manni sínum Björgvini Viktor Þórðarsyni. „Við erum að fljúga til London Gatwick flugvallar og erum á leiðinni til Brighton til að versla inn jólagjafirnar og njóta þess að ganga um bæinn. Við erum búin að vera saman í sjö ár og aldrei komist í frí saman áður, svo það má segja að þetta sé stór stund hjá okkur. Við ætlum að vera þarna í sex daga, við höfum aldrei komið þarna áður en heyrt margt gott um Brighton. Maðurinn minn hefur áður flogið með WOW air og fór þá líka til London“ segir Gunnhildur Blöndal sem fékk af þessu tilefni afhent gjafabréf fyrir tvo og ætla þau að skella sér til Dyflinnar næsta sumar. „Ég er mjög stoltur af því að í dag skulum við fljúga með milljónasta gestinn okkar og afar þakklátur fyrir þær móttökur sem við höfum fengið bæði hér innanlands og erlendis frá fyrsta degi. Það er magnað að nú höfum við flogið með þrefaldan fjölda íslensku þjóðarinnar frá fyrsta flugi okkar. Þessar góðu móttökur hvetja okkur svo sannarlega að halda áfram þeirri stefnu okkar að vera með nýjustu flugvélarnar á Íslandi, vera stundvísasta flugfélagið og bjóða upp á langódýrasta flugið til og frá Íslandi“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air.
Fréttir af flugi Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent