Viðskipti innlent

Viðræðum við Nubo slitið

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Vísir/AFP
Eigendur félags sem ætlaði að kaupa Grímsstaði á Fjöllum hafa ákveðið að slíta viðræðum við kínverska fjárfestinn Huang Nubo um leigu á landinu. Á sama tíma er hætt við fyrirhuguð kaup á því. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi í félaginu sem fer með eignarhald á svæðinu, að því er RÚV greinir frá.

Ástæðan er sögð vera minnkandi áhugi á viðskiptinum hjá Nubo sjálfum. Þá eru stjórnendur félagsins með aðrar áherslur nú en þegar félagið var stofnað en það er í eigu sex sveitarfélaga á Norður- og Austurlandi.

Hugmyndir voru uppi um að félagið myndi kaupa landsvæðið og leigja fjárfestinum en hann fékk ekki leyfi frá stjórnvöldum til að kaupa það sjálfur.

Ný stjórn var kjörin í nóvember og henni falið að taka ákvörðun um framhald viðræðna við Nubo. Félagið skuldar tæplega tíu milljónir króna og hefur RÚV eftir Guðmundi Baldvin Guðmundsson, varaformanni stjórnarinnar, að nú fari af stað vinna við að gera upp skuldirnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×