Frá þriggja stiga línunni á hliðarlínuna - Kerr aftur hluti af 72-10 leiktíð? Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. desember 2014 13:45 Steve Kerr var frábær þriggja skytta og virðist álíka góður þjálfari. vísir/getty Golden State Warriors er heitasta liðið í NBA-deildinni í körfubolta þessa dagana, en það vann 16. leikinn í röð í nótt þegar það lagði New Orleans Pelicans í framlengdum leik, 122-118. Golden State vann fyrstu fjóra leiki tímabilsins, tapaði svo tveimur í röð gegn Phoenix og San Antonio, en hefur síðan þá unnið hvern sigurinn á fætur öðrum. Liðið er nú búið að vinna 21 leik og tapa tveimur, en síðasta liðið sem tapaði aðeins tveimur leikjum af fyrstu 23 var Boston Celtics fyrir sex árum síðan.Steve Kerr í Bulls-galla 1996.vísir/gettyBoston-liðið, með þá Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen innanborðs, spilaði frábærlega leiktíðina 2008/2009 en þurfti að lúta í gras gegn Los Angeles Lakers í úrslitarimmunni. Síðasta liðið sem vann 21 leik af fyrstu 23 og stóð uppi sem NBA-meistari var Chicago Bulls tímabilið 1996/1996 sem er eitt besta lið sem spilað hefur í deildinni. Það vann 72 leiki af 82 í deildarkeppninni og stóð uppi sem meistari eftir 4-2 sigur á Seattle Supersonics í úrslitarimmunni. Chicago gerði reyndar enn betur og vann 23 af 25 fyrstu leikjum síðan áður en Reggie Miller og félagar í Indiana Pacers höfðu sigur á þessu frábæra liði, 103-97, á heimavelli sínum annan dag jóla 1995. Aðal maðurinn í liði Chicago á þessum árum var vitaskuld Michael Jordan, en einn traustasti leikmaður liðsins var þriggja stiga skyttan Steve Kerr. Steph Curry skoraði 34 stig í nótt: Kerr kom alltaf inn af bekknum og sturtaði niður þristum, en hann er ein besta skytta deildarinnar frá upphafi. Þetta umrædda tímabil skoraði hann 122 þriggja stiga körfur í 237 tilraunum sem gerir 51,5 prósent skotnýtingu fyrir utan teig. Ekki amalegt. Eftir farsælan feril þar sem hann vann fimm NBA-titla með Chicago og San Antonio Spurs gerði Kerr það gott sem körfuboltalýsandi, en í sumar var hann ráðinn þjálfari Golden State. Þetta skemmtilega og flotta lið Warriors hefur bætt sig mikið undir stjórn Kerr og er nú besta liðið í deildinni þegar ríflega fjórðungi hennar er lokið.Steph Curry í leik gegn Houston.vísir/gettyKerr lætur sitt lið sem körfubolta eins og honum var kennt af lærifeðrum sínum; Phil Jackson og Gregg Popovich. Það snýst allt um liðið. Það sást líka í nótt þegar ofurstjarna liðsins, leikstjórnandinn Steph Curry, gaf boltann á félaga sinn Klay Thompson þegar allir bjuggust við að hann myndi taka lokaskotið. Kerr tók sjálfur frægt lokaskot fyrir Chicago í sjötta leik lokaúrslitanna gegn Utah Jazz árið 1997. Hann fékk þá boltann galopinn þegar allir bjuggust við að Michael Jordan myndi taka skotið. Aðspurður eftir leikinn í nótt á blaðamannafundi hvers vegna fólk ætlast til að skærasta stjarna liðsins taki alltaf lokaskotið þegar allt er undir svaraði Kerr: „Það er vegna þess að fólk er fífl. Markmið leiksins er að fá opið skot þannig ef maðurinn með boltann fær tvo varnarmenn á sig á hann að gefa boltann. Þannig virkar leikurinn. Við gerum það og þess vegna erum við búnir að vinna tuttugu og eitthvað leiki. Vegna þess að við spilum liðskörfubolta.“ NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira
Golden State Warriors er heitasta liðið í NBA-deildinni í körfubolta þessa dagana, en það vann 16. leikinn í röð í nótt þegar það lagði New Orleans Pelicans í framlengdum leik, 122-118. Golden State vann fyrstu fjóra leiki tímabilsins, tapaði svo tveimur í röð gegn Phoenix og San Antonio, en hefur síðan þá unnið hvern sigurinn á fætur öðrum. Liðið er nú búið að vinna 21 leik og tapa tveimur, en síðasta liðið sem tapaði aðeins tveimur leikjum af fyrstu 23 var Boston Celtics fyrir sex árum síðan.Steve Kerr í Bulls-galla 1996.vísir/gettyBoston-liðið, með þá Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen innanborðs, spilaði frábærlega leiktíðina 2008/2009 en þurfti að lúta í gras gegn Los Angeles Lakers í úrslitarimmunni. Síðasta liðið sem vann 21 leik af fyrstu 23 og stóð uppi sem NBA-meistari var Chicago Bulls tímabilið 1996/1996 sem er eitt besta lið sem spilað hefur í deildinni. Það vann 72 leiki af 82 í deildarkeppninni og stóð uppi sem meistari eftir 4-2 sigur á Seattle Supersonics í úrslitarimmunni. Chicago gerði reyndar enn betur og vann 23 af 25 fyrstu leikjum síðan áður en Reggie Miller og félagar í Indiana Pacers höfðu sigur á þessu frábæra liði, 103-97, á heimavelli sínum annan dag jóla 1995. Aðal maðurinn í liði Chicago á þessum árum var vitaskuld Michael Jordan, en einn traustasti leikmaður liðsins var þriggja stiga skyttan Steve Kerr. Steph Curry skoraði 34 stig í nótt: Kerr kom alltaf inn af bekknum og sturtaði niður þristum, en hann er ein besta skytta deildarinnar frá upphafi. Þetta umrædda tímabil skoraði hann 122 þriggja stiga körfur í 237 tilraunum sem gerir 51,5 prósent skotnýtingu fyrir utan teig. Ekki amalegt. Eftir farsælan feril þar sem hann vann fimm NBA-titla með Chicago og San Antonio Spurs gerði Kerr það gott sem körfuboltalýsandi, en í sumar var hann ráðinn þjálfari Golden State. Þetta skemmtilega og flotta lið Warriors hefur bætt sig mikið undir stjórn Kerr og er nú besta liðið í deildinni þegar ríflega fjórðungi hennar er lokið.Steph Curry í leik gegn Houston.vísir/gettyKerr lætur sitt lið sem körfubolta eins og honum var kennt af lærifeðrum sínum; Phil Jackson og Gregg Popovich. Það snýst allt um liðið. Það sást líka í nótt þegar ofurstjarna liðsins, leikstjórnandinn Steph Curry, gaf boltann á félaga sinn Klay Thompson þegar allir bjuggust við að hann myndi taka lokaskotið. Kerr tók sjálfur frægt lokaskot fyrir Chicago í sjötta leik lokaúrslitanna gegn Utah Jazz árið 1997. Hann fékk þá boltann galopinn þegar allir bjuggust við að Michael Jordan myndi taka skotið. Aðspurður eftir leikinn í nótt á blaðamannafundi hvers vegna fólk ætlast til að skærasta stjarna liðsins taki alltaf lokaskotið þegar allt er undir svaraði Kerr: „Það er vegna þess að fólk er fífl. Markmið leiksins er að fá opið skot þannig ef maðurinn með boltann fær tvo varnarmenn á sig á hann að gefa boltann. Þannig virkar leikurinn. Við gerum það og þess vegna erum við búnir að vinna tuttugu og eitthvað leiki. Vegna þess að við spilum liðskörfubolta.“
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira