Viðskipti innlent

Primera kaupir í Danmörku

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/páll hilmarsson
Primera Travel Group hefur keypt ferðaheildsölufyrirtækið Suntours í Danmörku, en gengið var frá kaupum á miðvikudag. Fyrirtækið er eitt af rotgrónum ferðaþjónustufyrirtækjum í Danmörku með yfir þrjátíu ára sögu. Þetta kemur í tilkynningu frá Andra Má Ingólfssyni, eiganda og forstjóra Primera Group.

Suntours flytur um fjörutíu þúsund farþega á ári og er velta fyrirtæksins um 3,3 milljarðar á ári. Helstu áfangastaðir félagsins eru Krít, ,Rhodos, Tyrkland, Sardinía, Sikiley, Kanaríeyjar og Mallorka.

Í tilkynningunni segir að starfsemi fyrirtæksins falli vela ð annarri starfsemi Primera í Danmörku, en fyrirtækið rekur einnig ferðaþjónustuna Bravo Tours, þriðju stærstu ferðaskrifstofu Danmerkur, ásamt Primera air flugfélaginu, sem starfrækir átta flugvélar, þar af þrjár í Danmörku árið um kring.

„Þetta mun styrkja enn frekar stöðu félagins á dönskum ferðamarkaði, en um 160.000 farþegar ferðast með félaginu á ári í Danmörku,“ segir í tilkynningunni.

Suntours er með aðsetur í Árósum, en að auki er Bravo Tours með skrifstofur í Herning, Billund og Kaupmannahöfn.  Primera Travel Group rekur ferðaskrifstofur og ferðaþjónustufyrirtæki um alla Skandinavíu, og er velta félagsins um 100 milljarðar á ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×