LeBron missti boltann og afhenti Spurs sigurinn | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. nóvember 2014 07:00 LeBron James tók tapið á sig. vísir/getty Meistarar San Antonio Spurs lögðu LeBron James og félaga hans í Cleveland Cavaliers, 92-90, á útivelli í spennandi leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Skúrkurinn í liði heimamanna var sjálfur LeBron James en hann fór ansi illa að ráði sínu í lokasókn Cleveland þar sem liðið gat jafnað eða tryggt sér sigurinn. Manu Ginobli tók vítaskot fyrir Spurs þegar 9,1 sekúnda var eftir og hefði getað komið gestunum í þriggja stiga forystu. Hann klikkaði, Anderson Vareajao tók frákastið og gaf boltann beint á LeBron. Í smá umferð upp völlinn lék LeBron skemmtilega á Ginobili, en höfðinginn Tim Duncan, sem er eldri en tvævetur í bransanum, náði að slá boltann til Argentínumannsins þegar LeBron missti hann aðeins of langt frá sér. Ginobili gerði allt rétt eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan og sigurinn féll í skaut meistaranna. Stóru mennirnir Tim Cuncan og Boris Diaw fóru fyrir Spurs í leiknum með 19 stig hvor. Duncan bætti við 10 fráköstum og Diaw sjö slíkum. Anderson Varejao var stigahæstur Cleveland með 23 stig og 11 fráköst, en LeBron James skoraði 15 stig, tók 6 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Sjáðu LeBron missa boltann: Memphis Grizzlies, sem er á toppnum í vestrinu, tapaði öðrum leiknum í röð í nótt þegar liðið lá í valnum gegn firnasterku liði Toronto Raptors í Kanada, 96-92. Bakverðirnir tveir hjá Toronto; DeMar DeRozan (21 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar) og Kyle Lowry (18 stig og 7 stoðsendingar) voru frábærir í leiknum en þeir hafa byrjað tímabilið í NBA-deildinni af miklum krafti. Marc Gasol átti flottan leik fyrir fyrir Memphis og skoraði 22 stig og tók 12 fráköst. Zach Randolph var einnig mjög öflugur og skoraði 18 stig og tók 18 fráköst. Memphis með 10 sigra og 2 töp á toppi vestursins og Toronto með 9 sigra og 2 töp á toppi austursins. Los Angeles Lakers vann svo annan sigurinn í röð þegar það lagði eitt af toppliðum vesturdeildarinnar, Houston Rockets, á útivelli, 98-92. Kobe Bryant færðist aðeins nær Michael Jordan á stigalistanum, en hann skoraði 29 stig auk þess sem hann gaf 7 stoðsendingar. James Harden var atkvæðamestur Houston-liðsins með 24 stig og 7 stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers - San Antonio Spurs 90-92 Indiana Pacers - Charlotte Hornets 88-86 Orlando Magic - Los Angeles Clippers 90-114 Philadelphia 76ers - Boston Celtics 90-101 Washington Wizards - Phoenix Suns 86-88 Toronto Raptors - Memphis Grizzlies 96-92 Minnesota Timberwolves - New York Knicks 115-99 Denver Nuggets - Oklahoma City Thunder 107-100 Houston Rockets - Los Angeles Lakers 92-98Staðan í deildinni.Skuggavélin fylgir Jabari Parker: Monta Ellis fer hamförum gegn Wizards: Tröllatroðsla Shabazz Muhammad: NBA Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Sjá meira
Meistarar San Antonio Spurs lögðu LeBron James og félaga hans í Cleveland Cavaliers, 92-90, á útivelli í spennandi leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Skúrkurinn í liði heimamanna var sjálfur LeBron James en hann fór ansi illa að ráði sínu í lokasókn Cleveland þar sem liðið gat jafnað eða tryggt sér sigurinn. Manu Ginobli tók vítaskot fyrir Spurs þegar 9,1 sekúnda var eftir og hefði getað komið gestunum í þriggja stiga forystu. Hann klikkaði, Anderson Vareajao tók frákastið og gaf boltann beint á LeBron. Í smá umferð upp völlinn lék LeBron skemmtilega á Ginobili, en höfðinginn Tim Duncan, sem er eldri en tvævetur í bransanum, náði að slá boltann til Argentínumannsins þegar LeBron missti hann aðeins of langt frá sér. Ginobili gerði allt rétt eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan og sigurinn féll í skaut meistaranna. Stóru mennirnir Tim Cuncan og Boris Diaw fóru fyrir Spurs í leiknum með 19 stig hvor. Duncan bætti við 10 fráköstum og Diaw sjö slíkum. Anderson Varejao var stigahæstur Cleveland með 23 stig og 11 fráköst, en LeBron James skoraði 15 stig, tók 6 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Sjáðu LeBron missa boltann: Memphis Grizzlies, sem er á toppnum í vestrinu, tapaði öðrum leiknum í röð í nótt þegar liðið lá í valnum gegn firnasterku liði Toronto Raptors í Kanada, 96-92. Bakverðirnir tveir hjá Toronto; DeMar DeRozan (21 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar) og Kyle Lowry (18 stig og 7 stoðsendingar) voru frábærir í leiknum en þeir hafa byrjað tímabilið í NBA-deildinni af miklum krafti. Marc Gasol átti flottan leik fyrir fyrir Memphis og skoraði 22 stig og tók 12 fráköst. Zach Randolph var einnig mjög öflugur og skoraði 18 stig og tók 18 fráköst. Memphis með 10 sigra og 2 töp á toppi vestursins og Toronto með 9 sigra og 2 töp á toppi austursins. Los Angeles Lakers vann svo annan sigurinn í röð þegar það lagði eitt af toppliðum vesturdeildarinnar, Houston Rockets, á útivelli, 98-92. Kobe Bryant færðist aðeins nær Michael Jordan á stigalistanum, en hann skoraði 29 stig auk þess sem hann gaf 7 stoðsendingar. James Harden var atkvæðamestur Houston-liðsins með 24 stig og 7 stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers - San Antonio Spurs 90-92 Indiana Pacers - Charlotte Hornets 88-86 Orlando Magic - Los Angeles Clippers 90-114 Philadelphia 76ers - Boston Celtics 90-101 Washington Wizards - Phoenix Suns 86-88 Toronto Raptors - Memphis Grizzlies 96-92 Minnesota Timberwolves - New York Knicks 115-99 Denver Nuggets - Oklahoma City Thunder 107-100 Houston Rockets - Los Angeles Lakers 92-98Staðan í deildinni.Skuggavélin fylgir Jabari Parker: Monta Ellis fer hamförum gegn Wizards: Tröllatroðsla Shabazz Muhammad:
NBA Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Sjá meira