Erfitt kvöld í Frakklandi | Hvað gerðu Íslendingarnir í Evrópuboltanum? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2014 21:18 Stefán Rafn fagnar einu marka sinna fyrir Löwen í kvöld. Vísir/Getty Fjöldi Íslendinga var í eldlínunni með liðum sínum í evrópsku deildunum í handbolta í kvöld. Aron Kristjánsson og Alfreð Gíslason eru á góðu skriði með lið sín. Stefán Rafn Sigurmannsson fór mikinn er Rhein-Neckar Löwen náði tveggja stiga forystu á toppi þýsku deildarinnar í kvöld og þá tók Guðjón Valur Sigurðsson þátt í afar öruggum sigri Barcelona á botnliði spænsku úrvalsdeildarinnar. Það gekk ekki eins vel í frönsku úrvalsdeildinni þar sem öll þrjú Íslendingaliðin töpuðu sínum leikjum í kvöld.Meistaradeild Evrópu:Kiel, lið Alfreðs Gíslasonar, vann öruggan sigur á Croatia Zagreb, 34-27, á heimavelli í kvöld. Steffen Weinhold skoraði níu mörk fyrir Kiel en Aron Pálmarsson var ekki með í kvöld vegna meiðsla. Kiel er á toppi A-riðils með tólf stig af fjórtán mögulegum. PSG kemur næst með átta stig en á leik til góða.Úrslit kvöldsins: A-riðill: Kiel - Croatia Zagreb 34-27 D-riðill: Motor Zaporozhye - Pick Szeged 25-29Þýska úrvalsdeildin: Stefán Rafn Sigurmannsson var markahæstur í liði Rhein-Neckar Löwen, ásamt línumanninum Bjarte Myrhol, með sex mörk er liðið hafði betur gegn Friesenheim, 30-22. Alexander Petersson skoraði fjögur mörk fyrir Löwen sem heldur toppsæti þýsku deildarinnar. Ljónin eru nú með tveggja stiga forystu á Kiel sem á leik til góða.Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar, hafði betur gegn Bietigheim á útivelli og komst þar með upp í fimmta sæti deildarinnar þar sem liðið er með átján stig. Arnór Gunnarsson sokraði eitt mark fyrir Bergischer HC sem tapaði naumlega fyrir Hamburg á útivelli, 21-20. Björgvin Páll Gústavsson stóð í markinu hjá Bergischer en sigurmark leiksins skoraði danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg á lokasekúndunum. Bergischer er í ellefta sæti þýsku deildarinnar með fimmtán stig að loknum sextán leikjum.Úrslit kvöldsins: Friesenheim - Rhein-Neckar Löwen 22-30 Lemgo - Flensburg 26-30 Melsungen - Minden 35-25 Hamburg - Bergischer HC 21-20 Bietigheim - Füchse Berlin 22-24Danska úrvalsdeildin:KIF Kolding Köbenhavn vann enn einn sigurinn í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Í þetta sinn mætti liðið Team Tvis Holstebro og vann með fimm marka mun, 24-19. Aron Kristjánsson er þjálfari KIF sem er efst í deildinni með 27 stig af 28 mögulegum. Ólafur Gústafsson skoraði ekki fyrir Álaborg sem vann SönderjyskE, 28-24. Álaborg er í þriðja sætinu með nítján stig Úrslit kvöldsins: Skjern - Ribe-Esbjerg 37-25 Team Tvis - KIF 19-24 Aalborg - SönderjyskE 28-24Franska úrvalsdeildin:Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði eitt mark fyrir Nimes sem tapaði fyrir Aix, 28-24, á heimavelli í kvöld. Ásgeir tók fjögur skot í leiknum.Arnór Atlason skoraði þrjú mörk úr átta skotum er Saint Raphael tapaði á útivelli fyrir Chambery, 29-26.Snorri Steinn Guðjónsson skoraði fjögur mörk, öll af vítalínunni, er Selestat tapaði fyrir Toulouse, 26-22, á heimavelli. Snorri tók fimm skot utan af velli en klikkaði á öllum þeirra.Úrslit kvöldsins: Chambery - Saint Raphael 29-26 Nimes - Aix 24-28 Istres - Cesson Rennes 22-26 Selestat - Toulouse 22-26Spænska úrvalsdeildin:Barcelona kjöldró botnlið Gijon, 40-25, á heimavelli sínum í kvöld. Guðjón Valur Sigurðsson nýtti öll skotin sín í leiknum og skoraði alls sex mörk, þar af þrjú úr hraðaupphlaupum. Barcelona er enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir ellefu leiki. Handbolti Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Sjá meira
Fjöldi Íslendinga var í eldlínunni með liðum sínum í evrópsku deildunum í handbolta í kvöld. Aron Kristjánsson og Alfreð Gíslason eru á góðu skriði með lið sín. Stefán Rafn Sigurmannsson fór mikinn er Rhein-Neckar Löwen náði tveggja stiga forystu á toppi þýsku deildarinnar í kvöld og þá tók Guðjón Valur Sigurðsson þátt í afar öruggum sigri Barcelona á botnliði spænsku úrvalsdeildarinnar. Það gekk ekki eins vel í frönsku úrvalsdeildinni þar sem öll þrjú Íslendingaliðin töpuðu sínum leikjum í kvöld.Meistaradeild Evrópu:Kiel, lið Alfreðs Gíslasonar, vann öruggan sigur á Croatia Zagreb, 34-27, á heimavelli í kvöld. Steffen Weinhold skoraði níu mörk fyrir Kiel en Aron Pálmarsson var ekki með í kvöld vegna meiðsla. Kiel er á toppi A-riðils með tólf stig af fjórtán mögulegum. PSG kemur næst með átta stig en á leik til góða.Úrslit kvöldsins: A-riðill: Kiel - Croatia Zagreb 34-27 D-riðill: Motor Zaporozhye - Pick Szeged 25-29Þýska úrvalsdeildin: Stefán Rafn Sigurmannsson var markahæstur í liði Rhein-Neckar Löwen, ásamt línumanninum Bjarte Myrhol, með sex mörk er liðið hafði betur gegn Friesenheim, 30-22. Alexander Petersson skoraði fjögur mörk fyrir Löwen sem heldur toppsæti þýsku deildarinnar. Ljónin eru nú með tveggja stiga forystu á Kiel sem á leik til góða.Füchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar, hafði betur gegn Bietigheim á útivelli og komst þar með upp í fimmta sæti deildarinnar þar sem liðið er með átján stig. Arnór Gunnarsson sokraði eitt mark fyrir Bergischer HC sem tapaði naumlega fyrir Hamburg á útivelli, 21-20. Björgvin Páll Gústavsson stóð í markinu hjá Bergischer en sigurmark leiksins skoraði danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg á lokasekúndunum. Bergischer er í ellefta sæti þýsku deildarinnar með fimmtán stig að loknum sextán leikjum.Úrslit kvöldsins: Friesenheim - Rhein-Neckar Löwen 22-30 Lemgo - Flensburg 26-30 Melsungen - Minden 35-25 Hamburg - Bergischer HC 21-20 Bietigheim - Füchse Berlin 22-24Danska úrvalsdeildin:KIF Kolding Köbenhavn vann enn einn sigurinn í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Í þetta sinn mætti liðið Team Tvis Holstebro og vann með fimm marka mun, 24-19. Aron Kristjánsson er þjálfari KIF sem er efst í deildinni með 27 stig af 28 mögulegum. Ólafur Gústafsson skoraði ekki fyrir Álaborg sem vann SönderjyskE, 28-24. Álaborg er í þriðja sætinu með nítján stig Úrslit kvöldsins: Skjern - Ribe-Esbjerg 37-25 Team Tvis - KIF 19-24 Aalborg - SönderjyskE 28-24Franska úrvalsdeildin:Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði eitt mark fyrir Nimes sem tapaði fyrir Aix, 28-24, á heimavelli í kvöld. Ásgeir tók fjögur skot í leiknum.Arnór Atlason skoraði þrjú mörk úr átta skotum er Saint Raphael tapaði á útivelli fyrir Chambery, 29-26.Snorri Steinn Guðjónsson skoraði fjögur mörk, öll af vítalínunni, er Selestat tapaði fyrir Toulouse, 26-22, á heimavelli. Snorri tók fimm skot utan af velli en klikkaði á öllum þeirra.Úrslit kvöldsins: Chambery - Saint Raphael 29-26 Nimes - Aix 24-28 Istres - Cesson Rennes 22-26 Selestat - Toulouse 22-26Spænska úrvalsdeildin:Barcelona kjöldró botnlið Gijon, 40-25, á heimavelli sínum í kvöld. Guðjón Valur Sigurðsson nýtti öll skotin sín í leiknum og skoraði alls sex mörk, þar af þrjú úr hraðaupphlaupum. Barcelona er enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir ellefu leiki.
Handbolti Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni