Ekki markmið Seðlabanka að vera rekinn með hagnaði Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2014 13:39 Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun að markmið Seðlabankans séu flóknari en svo að vera rekinn með hagnaði. vísir/stefán Seðlabankastjóri segir erfitt að skýra það út fyrir ráðamönnum að bindiskylda viðskiptabankanna hjá Seðlabankanum geti ekki verið tekjuöflunartæki. Þá sé bindiskylda nánast hvergi notuð sem stjórntæki. En formaður efnahags- og viðskiptanefndar undrast háa vexti sem Seðlabankinn greiðir viðskiptabönkunum af bindiskyldunni. Már Guðmundsson seðlabankastjóri kom á opin fund efnahags- og viðskiptanefndar í dag ásamt Þórarni G. Péturssynii aðalhagfræðingi bankans og Katrínu Ólafsdóttur fulltrúa í peningastefnunefnd bankans. Nefndarmenn spurðu út í stjórntæki bankans og efnahagsþróunina. Frosti Sigurjónsson formaður nefndarinnar og þingmaður Framsóknarflokksins lýsti undrun sinni á háum vöxtum sem Seðlabankinn greiddi viðskiptabönkunum á innistæður þeirra í tengslum við bindiskyldu bankanna hjá Seðlabankanum. „Það er mikið af lausu fé í umferð í bankakerfinu og fjármálakerfinu sem Seðlabankinn hefur lagt sog fram um að binda inni í Seðlabankanum með því að bjóða vexti á allt að 200 milljarða sýnist mér,“ sagði Frosti. Sem að hans mati leiddi líka til viðhalds á hærri vöxtum í bankakerfinu þegar þörf væri á að lækka þá. Greiddir væru háir vexti á þessa 200 milljarða en á móti hefði Seðlabankinn ekki miklar tekjur af fyrirgreiðslu við bankana. Miðað við um 5 prósenta vexti hefði Seðlabankinn greitt viðskiptabönkunum um 10 milljarða á síðasta ár. Már Guðmundsson sagði það ekki markmið Seðlabankans í sjálfu sér að evra rekinn með hagnaði, efnahagsleg markmið hans væru önnur. „Kollegar mínir, seðlabankastjórar erlendis segja; við erum alltaf að reyna að útskýra þetta fyrir okkar ráðherrum og þeir skilja þetta í fimm mínútur og svo spyrja þeir aftur nokkrum dögum seinna,“ sagði seðlabankastjóri í svari sínu til Frosta. Seðlabankinn væri tæki stjórnvalda til að ná skilgreindum markmiðum sem honum væru sett með lögum. „Og hann kann að þurfa þess við vissar aðstæður að taka á sig mikið tap til að ná þessum markmiðum,“ sagði Már. Dæmi um þessar mundir væri Seðlabanki Sviss sem væri að reyna að hemja hækkun á gengi svissneska frankans þótt það kostaði bankann verulega í afkomu. „Það er ekki rétt í okkar huga að ræða þetta með stjórntækin út frá því hvort það er tap eða hagnaður á bankanum vegna þess að það er second-ert í þessu sambandi. Heldur hitt; eru stjórntækin nógu góð til að ná þessum markmiðum sem bankanum eru sett,“ sagði Már Guðmundson og lýsti því að stýrivextir hefðu hins vegar reynst gott altækt tæki í að ná verðbólgumarkmiðum bankans. Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Seðlabankastjóri segir erfitt að skýra það út fyrir ráðamönnum að bindiskylda viðskiptabankanna hjá Seðlabankanum geti ekki verið tekjuöflunartæki. Þá sé bindiskylda nánast hvergi notuð sem stjórntæki. En formaður efnahags- og viðskiptanefndar undrast háa vexti sem Seðlabankinn greiðir viðskiptabönkunum af bindiskyldunni. Már Guðmundsson seðlabankastjóri kom á opin fund efnahags- og viðskiptanefndar í dag ásamt Þórarni G. Péturssynii aðalhagfræðingi bankans og Katrínu Ólafsdóttur fulltrúa í peningastefnunefnd bankans. Nefndarmenn spurðu út í stjórntæki bankans og efnahagsþróunina. Frosti Sigurjónsson formaður nefndarinnar og þingmaður Framsóknarflokksins lýsti undrun sinni á háum vöxtum sem Seðlabankinn greiddi viðskiptabönkunum á innistæður þeirra í tengslum við bindiskyldu bankanna hjá Seðlabankanum. „Það er mikið af lausu fé í umferð í bankakerfinu og fjármálakerfinu sem Seðlabankinn hefur lagt sog fram um að binda inni í Seðlabankanum með því að bjóða vexti á allt að 200 milljarða sýnist mér,“ sagði Frosti. Sem að hans mati leiddi líka til viðhalds á hærri vöxtum í bankakerfinu þegar þörf væri á að lækka þá. Greiddir væru háir vexti á þessa 200 milljarða en á móti hefði Seðlabankinn ekki miklar tekjur af fyrirgreiðslu við bankana. Miðað við um 5 prósenta vexti hefði Seðlabankinn greitt viðskiptabönkunum um 10 milljarða á síðasta ár. Már Guðmundsson sagði það ekki markmið Seðlabankans í sjálfu sér að evra rekinn með hagnaði, efnahagsleg markmið hans væru önnur. „Kollegar mínir, seðlabankastjórar erlendis segja; við erum alltaf að reyna að útskýra þetta fyrir okkar ráðherrum og þeir skilja þetta í fimm mínútur og svo spyrja þeir aftur nokkrum dögum seinna,“ sagði seðlabankastjóri í svari sínu til Frosta. Seðlabankinn væri tæki stjórnvalda til að ná skilgreindum markmiðum sem honum væru sett með lögum. „Og hann kann að þurfa þess við vissar aðstæður að taka á sig mikið tap til að ná þessum markmiðum,“ sagði Már. Dæmi um þessar mundir væri Seðlabanki Sviss sem væri að reyna að hemja hækkun á gengi svissneska frankans þótt það kostaði bankann verulega í afkomu. „Það er ekki rétt í okkar huga að ræða þetta með stjórntækin út frá því hvort það er tap eða hagnaður á bankanum vegna þess að það er second-ert í þessu sambandi. Heldur hitt; eru stjórntækin nógu góð til að ná þessum markmiðum sem bankanum eru sett,“ sagði Már Guðmundson og lýsti því að stýrivextir hefðu hins vegar reynst gott altækt tæki í að ná verðbólgumarkmiðum bankans.
Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira