Ekki markmið Seðlabanka að vera rekinn með hagnaði Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2014 13:39 Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun að markmið Seðlabankans séu flóknari en svo að vera rekinn með hagnaði. vísir/stefán Seðlabankastjóri segir erfitt að skýra það út fyrir ráðamönnum að bindiskylda viðskiptabankanna hjá Seðlabankanum geti ekki verið tekjuöflunartæki. Þá sé bindiskylda nánast hvergi notuð sem stjórntæki. En formaður efnahags- og viðskiptanefndar undrast háa vexti sem Seðlabankinn greiðir viðskiptabönkunum af bindiskyldunni. Már Guðmundsson seðlabankastjóri kom á opin fund efnahags- og viðskiptanefndar í dag ásamt Þórarni G. Péturssynii aðalhagfræðingi bankans og Katrínu Ólafsdóttur fulltrúa í peningastefnunefnd bankans. Nefndarmenn spurðu út í stjórntæki bankans og efnahagsþróunina. Frosti Sigurjónsson formaður nefndarinnar og þingmaður Framsóknarflokksins lýsti undrun sinni á háum vöxtum sem Seðlabankinn greiddi viðskiptabönkunum á innistæður þeirra í tengslum við bindiskyldu bankanna hjá Seðlabankanum. „Það er mikið af lausu fé í umferð í bankakerfinu og fjármálakerfinu sem Seðlabankinn hefur lagt sog fram um að binda inni í Seðlabankanum með því að bjóða vexti á allt að 200 milljarða sýnist mér,“ sagði Frosti. Sem að hans mati leiddi líka til viðhalds á hærri vöxtum í bankakerfinu þegar þörf væri á að lækka þá. Greiddir væru háir vexti á þessa 200 milljarða en á móti hefði Seðlabankinn ekki miklar tekjur af fyrirgreiðslu við bankana. Miðað við um 5 prósenta vexti hefði Seðlabankinn greitt viðskiptabönkunum um 10 milljarða á síðasta ár. Már Guðmundsson sagði það ekki markmið Seðlabankans í sjálfu sér að evra rekinn með hagnaði, efnahagsleg markmið hans væru önnur. „Kollegar mínir, seðlabankastjórar erlendis segja; við erum alltaf að reyna að útskýra þetta fyrir okkar ráðherrum og þeir skilja þetta í fimm mínútur og svo spyrja þeir aftur nokkrum dögum seinna,“ sagði seðlabankastjóri í svari sínu til Frosta. Seðlabankinn væri tæki stjórnvalda til að ná skilgreindum markmiðum sem honum væru sett með lögum. „Og hann kann að þurfa þess við vissar aðstæður að taka á sig mikið tap til að ná þessum markmiðum,“ sagði Már. Dæmi um þessar mundir væri Seðlabanki Sviss sem væri að reyna að hemja hækkun á gengi svissneska frankans þótt það kostaði bankann verulega í afkomu. „Það er ekki rétt í okkar huga að ræða þetta með stjórntækin út frá því hvort það er tap eða hagnaður á bankanum vegna þess að það er second-ert í þessu sambandi. Heldur hitt; eru stjórntækin nógu góð til að ná þessum markmiðum sem bankanum eru sett,“ sagði Már Guðmundson og lýsti því að stýrivextir hefðu hins vegar reynst gott altækt tæki í að ná verðbólgumarkmiðum bankans. Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira
Seðlabankastjóri segir erfitt að skýra það út fyrir ráðamönnum að bindiskylda viðskiptabankanna hjá Seðlabankanum geti ekki verið tekjuöflunartæki. Þá sé bindiskylda nánast hvergi notuð sem stjórntæki. En formaður efnahags- og viðskiptanefndar undrast háa vexti sem Seðlabankinn greiðir viðskiptabönkunum af bindiskyldunni. Már Guðmundsson seðlabankastjóri kom á opin fund efnahags- og viðskiptanefndar í dag ásamt Þórarni G. Péturssynii aðalhagfræðingi bankans og Katrínu Ólafsdóttur fulltrúa í peningastefnunefnd bankans. Nefndarmenn spurðu út í stjórntæki bankans og efnahagsþróunina. Frosti Sigurjónsson formaður nefndarinnar og þingmaður Framsóknarflokksins lýsti undrun sinni á háum vöxtum sem Seðlabankinn greiddi viðskiptabönkunum á innistæður þeirra í tengslum við bindiskyldu bankanna hjá Seðlabankanum. „Það er mikið af lausu fé í umferð í bankakerfinu og fjármálakerfinu sem Seðlabankinn hefur lagt sog fram um að binda inni í Seðlabankanum með því að bjóða vexti á allt að 200 milljarða sýnist mér,“ sagði Frosti. Sem að hans mati leiddi líka til viðhalds á hærri vöxtum í bankakerfinu þegar þörf væri á að lækka þá. Greiddir væru háir vexti á þessa 200 milljarða en á móti hefði Seðlabankinn ekki miklar tekjur af fyrirgreiðslu við bankana. Miðað við um 5 prósenta vexti hefði Seðlabankinn greitt viðskiptabönkunum um 10 milljarða á síðasta ár. Már Guðmundsson sagði það ekki markmið Seðlabankans í sjálfu sér að evra rekinn með hagnaði, efnahagsleg markmið hans væru önnur. „Kollegar mínir, seðlabankastjórar erlendis segja; við erum alltaf að reyna að útskýra þetta fyrir okkar ráðherrum og þeir skilja þetta í fimm mínútur og svo spyrja þeir aftur nokkrum dögum seinna,“ sagði seðlabankastjóri í svari sínu til Frosta. Seðlabankinn væri tæki stjórnvalda til að ná skilgreindum markmiðum sem honum væru sett með lögum. „Og hann kann að þurfa þess við vissar aðstæður að taka á sig mikið tap til að ná þessum markmiðum,“ sagði Már. Dæmi um þessar mundir væri Seðlabanki Sviss sem væri að reyna að hemja hækkun á gengi svissneska frankans þótt það kostaði bankann verulega í afkomu. „Það er ekki rétt í okkar huga að ræða þetta með stjórntækin út frá því hvort það er tap eða hagnaður á bankanum vegna þess að það er second-ert í þessu sambandi. Heldur hitt; eru stjórntækin nógu góð til að ná þessum markmiðum sem bankanum eru sett,“ sagði Már Guðmundson og lýsti því að stýrivextir hefðu hins vegar reynst gott altækt tæki í að ná verðbólgumarkmiðum bankans.
Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira