Viðskipti innlent

Actavis keypti Allergan fyrir 66 milljarða dala

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ekki liggur fyrir hver hlutur Björgólfs Thors Björgólfssonar í Actavis er mikill.
Ekki liggur fyrir hver hlutur Björgólfs Thors Björgólfssonar í Actavis er mikill.
Tilboð Actavis í fyrirtækið Allergan upp á 66 milljarða bandarískra dala eða jafnvirði rúmlega átta þúsund milljarða íslenskra króna. Allergan er framleiðandi á bótoxi.

Hluturinn í Allergan er metinn á 219 dollara en tilboðið er um sex milljörðum dollurum hærra en lyfjafyrirtækið Valeant gerði á dögunum. Auk þess sóttist fjárfestirinn William Ackman eftir því að kaupa Allergan.

Björgólfur Thor Björgólfsson átti vorið 2013 sextíu milljarða króna hlut í Actavis. Í haust gerði Björgólfur svo upp við kröfuhafa sína. Ekki er ljóst hve stór hlutur fjárfestisins í Actavis er í dag.

Nánar á fréttavef Reuters.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×