Björgólfur á sextíu milljarða hlut í Actavis Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. maí 2013 13:11 Björgólfur Thor Björgólfsson athafnamaður. Félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar á sextíu milljarða hlut í Actavis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Björgólfi Thor þar sem greint er frá því að bandaríska lyfjafyrirtækið Watson - nú Actavis - hafi gengið frá lokagreiðslu vegna kaupanna á Actavis fyrir ári. Árangurstengd greiðsla vegna kaupanna verði greidd að fullu, alls 5,5 milljónir bréfa í hinu sameinaða félagi. „Actavis er nú skráð í kauphöllinni í New York og er markaðsvirði félagsins rúmir 13,3 milljarðar bandaríkjadollara, sem samsvarar um 1.562 milljörðum króna. NDS sem er að stærstum hluta í eigu Novators, fjárfestingarfélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, er nú 6. stærsti hluthafi félagsins. Eignarhlutur félagsins er nú virði um 520 milljón dollara, eða rúmlega 60 milljarðar króna,“ segir í tilkynningunni. Eins og fram kom í apríl í fyrra, þegar Watson festi kaup á Actavis, kaus Björgólfur Thor að fá stóran hlut greiðslu sinnar í formi hlutabréfa og var endanlegur fjöldi hluta háður afkomu Actavis. Nú liggur fyrir að um fulla greiðslu er að ræða og hafa hlutirnir verið gefnir út. Hluti bréfanna rennur til tveggja íslenskra banka, Landsbankans og ALMC og meðfjárfesta Novators. Björgólfur Thor hefur verið hluthafi í Actavis í tæp 14 ár. „Ég hef alltaf haft trú á fyrirtækinu, allt frá fyrsta degi þrátt fyrir mikla erfiðleika á köflum þar sem við sáum mikil verðmæti tapast. Núna er Actavis eitt öflugasta samheitalyfjafyrirtæki heims og ég er mjög ánægður að halda góðum eignarhlut," segir Björgólfur Thor. „Ég lít enn á eign mína sem langtímafjárfestingu og ég er sannfærður um að fyrirtækið muni eflast, enda í höndum mjög hæfra stjórnenda og starfsmanna úr röðum beggja hinna sameinuðu félaga," segir í tilkynningunni. Lánardrottnar Björgólfs Thors munu áfram eiga kröfur á Novator í samræmi við skuldauppgjör hans í júlí 2010. Það skuldauppgjör er nú langt komið. Björgólfur Thor sinnir áfram fjárfestingum Novators víðsvegar um heim. Þar má nefna Play í Póllandi, sem er fjórða stærsta fjarskiptafyrirtækið þar í landi með hátt í 10 milljón viðskiptavini. Novator er stofnandi fyrirtækisins, byggði það frá grunni og er nú leiðandi hluthafi. Þá mun hann áfram styðja við fjárfestingar Novators á Íslandi, en það eru tölvuleikjaframleiðandinn CCP, fjarskiptafyrirtækið Nova og gagnaverið Verne. Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar á sextíu milljarða hlut í Actavis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Björgólfi Thor þar sem greint er frá því að bandaríska lyfjafyrirtækið Watson - nú Actavis - hafi gengið frá lokagreiðslu vegna kaupanna á Actavis fyrir ári. Árangurstengd greiðsla vegna kaupanna verði greidd að fullu, alls 5,5 milljónir bréfa í hinu sameinaða félagi. „Actavis er nú skráð í kauphöllinni í New York og er markaðsvirði félagsins rúmir 13,3 milljarðar bandaríkjadollara, sem samsvarar um 1.562 milljörðum króna. NDS sem er að stærstum hluta í eigu Novators, fjárfestingarfélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, er nú 6. stærsti hluthafi félagsins. Eignarhlutur félagsins er nú virði um 520 milljón dollara, eða rúmlega 60 milljarðar króna,“ segir í tilkynningunni. Eins og fram kom í apríl í fyrra, þegar Watson festi kaup á Actavis, kaus Björgólfur Thor að fá stóran hlut greiðslu sinnar í formi hlutabréfa og var endanlegur fjöldi hluta háður afkomu Actavis. Nú liggur fyrir að um fulla greiðslu er að ræða og hafa hlutirnir verið gefnir út. Hluti bréfanna rennur til tveggja íslenskra banka, Landsbankans og ALMC og meðfjárfesta Novators. Björgólfur Thor hefur verið hluthafi í Actavis í tæp 14 ár. „Ég hef alltaf haft trú á fyrirtækinu, allt frá fyrsta degi þrátt fyrir mikla erfiðleika á köflum þar sem við sáum mikil verðmæti tapast. Núna er Actavis eitt öflugasta samheitalyfjafyrirtæki heims og ég er mjög ánægður að halda góðum eignarhlut," segir Björgólfur Thor. „Ég lít enn á eign mína sem langtímafjárfestingu og ég er sannfærður um að fyrirtækið muni eflast, enda í höndum mjög hæfra stjórnenda og starfsmanna úr röðum beggja hinna sameinuðu félaga," segir í tilkynningunni. Lánardrottnar Björgólfs Thors munu áfram eiga kröfur á Novator í samræmi við skuldauppgjör hans í júlí 2010. Það skuldauppgjör er nú langt komið. Björgólfur Thor sinnir áfram fjárfestingum Novators víðsvegar um heim. Þar má nefna Play í Póllandi, sem er fjórða stærsta fjarskiptafyrirtækið þar í landi með hátt í 10 milljón viðskiptavini. Novator er stofnandi fyrirtækisins, byggði það frá grunni og er nú leiðandi hluthafi. Þá mun hann áfram styðja við fjárfestingar Novators á Íslandi, en það eru tölvuleikjaframleiðandinn CCP, fjarskiptafyrirtækið Nova og gagnaverið Verne.
Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira