Samtímaheimildir betri en seinni tíma Skjóðan skrifar 19. nóvember 2014 13:00 Um helmingur gjaldeyrisvarasjóðs Íslands var notaður í Kaupþingslánið. Vísir/Pjetur Hæstaréttarlögmennirnir Ragnar H. Hall og Helgi Sigurðsson fjölluðu um símtalið mikla, sem forsætisráðherra og seðlabankastjóri áttu mánudaginn 6. október 2008 um 500 milljón evra lánveitingu til Kaupþings, í grein sem birtist nýlega í Fréttablaðinu. Þeir varpa fram þeirri spurningu hvort verið geti að þeir menn sem tóku ákvörðunina um lánveitinguna hafi ekki áttað sig á því að samþykkt neyðarlaganna myndi kippa fótunum undan alþjóðlegri bankastarfsemi á Íslandi, gjaldfella allar skuldbindingar Kaupþings og fella bankann. Þeir velta fyrir sér hvers vegna ekki megi birta símtalið, sem var tekið upp og getur varpað ljósi á þetta mál. Um helmingur gjaldeyrisvarasjóðs Íslands var notaður í Kaupþingslánið. Ragnar H. Hall benti á það í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 um helgina að varla hefði hálfum gjaldeyrisforða þjóðarinnar verið varið í lán til Kaupþings nema menn hefðu fulla trú á því að Kaupþing væri lífvænlegur banki. Samt stóðu þessir sömu lánveitendur að því að setja lög síðar sama dag, sem brugðu fæti fyrir Kaupþing. Ragnar benti á að stjórnendur Kaupþings og fleiri íslenskra banka hafa verið sóttir til saka m.a. á þeim forsendum að ýmsar ráðstafanir sem þeir gripu til í störfum sínum fyrir bankana fram í september á árinu 2008 hafi verið ólöglegar þar sem þeim hafi verið ljóst að bankarnir væru í raun gjaldþrota og eignir þeirra verðlausar. Samt lána Seðlabankinn og stjórnvöld hálfan gjaldeyrisforðann til Kaupþings í október. Símhlerunum hefur verið beitt gegn bankastjórnendum mörgum árum eftir að meint lögbrot þeirra áttu sér stað. Nú liggur fyrir að til er hljóðupptaka af símtalinu milli seðlabankastjóra og forsætisráðherra sem getur varpað ljósi á það hvernig ákvörðunin um lánið var tekin. Upptakan getur skýrt út hvort ráðherranum og seðlabankastjóranum hafi yfirleitt verið ljóst hverjar afleiðingar gjörða þeirra gætu orðið. Varla er til of mikils mælst að gera kröfu um að símtalið verði birt í heild sinni. Eðlilegt er að þjóðin fái að heyra það sem æðstu embættismenn hennar voru að véla í aðdraganda hrunsins og hruninu sjálfu. Það getur ekki verið í valdi þeirra einstaklinga sem ræddust við í síma mánudaginn 6. október og ákváðu að lána hálfan gjaldeyrisforðann að ákveða hvað þjóðin fær að vita um það mál, sérstaklega í ljósi þess að seinna sama dag kipptu þeir fótunum undan bankanum sem fékk lánið. Þetta símtal er mikilvæg samtímaheimild um athafnir og dómgreind íslenskra ráðamanna á ögurstundu.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Hæstaréttarlögmennirnir Ragnar H. Hall og Helgi Sigurðsson fjölluðu um símtalið mikla, sem forsætisráðherra og seðlabankastjóri áttu mánudaginn 6. október 2008 um 500 milljón evra lánveitingu til Kaupþings, í grein sem birtist nýlega í Fréttablaðinu. Þeir varpa fram þeirri spurningu hvort verið geti að þeir menn sem tóku ákvörðunina um lánveitinguna hafi ekki áttað sig á því að samþykkt neyðarlaganna myndi kippa fótunum undan alþjóðlegri bankastarfsemi á Íslandi, gjaldfella allar skuldbindingar Kaupþings og fella bankann. Þeir velta fyrir sér hvers vegna ekki megi birta símtalið, sem var tekið upp og getur varpað ljósi á þetta mál. Um helmingur gjaldeyrisvarasjóðs Íslands var notaður í Kaupþingslánið. Ragnar H. Hall benti á það í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 um helgina að varla hefði hálfum gjaldeyrisforða þjóðarinnar verið varið í lán til Kaupþings nema menn hefðu fulla trú á því að Kaupþing væri lífvænlegur banki. Samt stóðu þessir sömu lánveitendur að því að setja lög síðar sama dag, sem brugðu fæti fyrir Kaupþing. Ragnar benti á að stjórnendur Kaupþings og fleiri íslenskra banka hafa verið sóttir til saka m.a. á þeim forsendum að ýmsar ráðstafanir sem þeir gripu til í störfum sínum fyrir bankana fram í september á árinu 2008 hafi verið ólöglegar þar sem þeim hafi verið ljóst að bankarnir væru í raun gjaldþrota og eignir þeirra verðlausar. Samt lána Seðlabankinn og stjórnvöld hálfan gjaldeyrisforðann til Kaupþings í október. Símhlerunum hefur verið beitt gegn bankastjórnendum mörgum árum eftir að meint lögbrot þeirra áttu sér stað. Nú liggur fyrir að til er hljóðupptaka af símtalinu milli seðlabankastjóra og forsætisráðherra sem getur varpað ljósi á það hvernig ákvörðunin um lánið var tekin. Upptakan getur skýrt út hvort ráðherranum og seðlabankastjóranum hafi yfirleitt verið ljóst hverjar afleiðingar gjörða þeirra gætu orðið. Varla er til of mikils mælst að gera kröfu um að símtalið verði birt í heild sinni. Eðlilegt er að þjóðin fái að heyra það sem æðstu embættismenn hennar voru að véla í aðdraganda hrunsins og hruninu sjálfu. Það getur ekki verið í valdi þeirra einstaklinga sem ræddust við í síma mánudaginn 6. október og ákváðu að lána hálfan gjaldeyrisforðann að ákveða hvað þjóðin fær að vita um það mál, sérstaklega í ljósi þess að seinna sama dag kipptu þeir fótunum undan bankanum sem fékk lánið. Þetta símtal er mikilvæg samtímaheimild um athafnir og dómgreind íslenskra ráðamanna á ögurstundu.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira