Segir gjaldeyrishöftin hafa verið mistök 2. nóvember 2014 15:40 Vísir/Anton Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur og rektor Háskólans á Bifröst, segir að staða lífeyrissjóðanna og margra annarra væri mun betri í dag hefðu gjaldeyrishöftin ekki verið sett á og að þau hafi verið mikil mistök. Verði þeim aflétt í dag muni fátt breytast. Verði höftin þó á mikið lengur verði kostnaðurinn jafn mikill á endanum og vegna efnahagshrunsins. Vilhjálmur var gestur Sigurjóns Egilssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Vilhjálmur sem einnig er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þetta meðal annars í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og án haftanna væri hér mun meiri hagvöxtur en raunin er og sprotafyrirtækin færu ekki úr landi. Vilhjálmur nefndi til að mynda kostnaðinn við að halda kerfi gjaldeyrishaftanna við. Hann segir að stjórnvöld hefðu átt að leyfa krónunni að falla nægilega mikið svo það kæmi að ákveðnum náttúrulegum botni. „Á þeim botni gætu mjög mörg viðskipti gerst. Til dæmis áttu lífeyrissjóðirnir heilmikið að erlendum fjármunum sem þeir máttu ekki nota.“ Þá segir hann að mögulegt hefði verið að kaupa upp eignir eins og ríkisskuldabréf fyrir tiltölulega litla peninga. „Í stað þess að leysa það og láta gengið ná þessum náttúrulega botni og búa svo til stöðugleika þar sem væri alveg ljóst að það myndi hækka aftur. Því um leið og það var komið og gengið færi að hækka aftur væri allt að vinna með krónunni. Þannig að hún hefði hækkað tiltölulega hratt upp og gengið jafnvel hærra en það síðan varð á þessum tíma.“ Vilhjálmur sneri tali sínu einnig að kröfuhöfum föllnu bankanna. „Allar þessar kröfur geta gengið kaupum og sölum og hafa gengið kaupum og sölum. Það eru um 300 þúsund manns sem að mega ekki versla þessar kröfur, plús einhverjar milljónir í Norður-Kóreu og Kúbu. En það er eitthvað um sjö milljarðar manna sem að geta bara keypt og selt þessar eignir eins og þeim sýnist.“ Hann nefndi einnig kostnaðinn við að halda kerfi gjaldeyrishafta við. „Hvað eru margir að vinna við þetta í Seðlabankanum? Hvað eru margir að vinna við gjaldeyrishöftin og framkvæmd þeirra í bönkunum. Hvað eru margir að vinna við framkvæmd þessara hafta út um allt í atvinnulífinu og í stofnunum og öðru?“ Vilhjálmur sagði þessi störf vera algerlega óþörf og að þau sköpuðu engin verðmæti. „Ef þú leggur þetta saman yfir tíu til fimmtán ára tímabil þá er kostnaðurinn við gjaldeyrishöftin orðinn sá sami og kostnaðurinn við hrunið. Ef það yrði sagt á morgun að höftin væru farin, ég er viss um að það myndi mjög lítið gerast.“ Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur og rektor Háskólans á Bifröst, segir að staða lífeyrissjóðanna og margra annarra væri mun betri í dag hefðu gjaldeyrishöftin ekki verið sett á og að þau hafi verið mikil mistök. Verði þeim aflétt í dag muni fátt breytast. Verði höftin þó á mikið lengur verði kostnaðurinn jafn mikill á endanum og vegna efnahagshrunsins. Vilhjálmur var gestur Sigurjóns Egilssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Vilhjálmur sem einnig er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þetta meðal annars í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og án haftanna væri hér mun meiri hagvöxtur en raunin er og sprotafyrirtækin færu ekki úr landi. Vilhjálmur nefndi til að mynda kostnaðinn við að halda kerfi gjaldeyrishaftanna við. Hann segir að stjórnvöld hefðu átt að leyfa krónunni að falla nægilega mikið svo það kæmi að ákveðnum náttúrulegum botni. „Á þeim botni gætu mjög mörg viðskipti gerst. Til dæmis áttu lífeyrissjóðirnir heilmikið að erlendum fjármunum sem þeir máttu ekki nota.“ Þá segir hann að mögulegt hefði verið að kaupa upp eignir eins og ríkisskuldabréf fyrir tiltölulega litla peninga. „Í stað þess að leysa það og láta gengið ná þessum náttúrulega botni og búa svo til stöðugleika þar sem væri alveg ljóst að það myndi hækka aftur. Því um leið og það var komið og gengið færi að hækka aftur væri allt að vinna með krónunni. Þannig að hún hefði hækkað tiltölulega hratt upp og gengið jafnvel hærra en það síðan varð á þessum tíma.“ Vilhjálmur sneri tali sínu einnig að kröfuhöfum föllnu bankanna. „Allar þessar kröfur geta gengið kaupum og sölum og hafa gengið kaupum og sölum. Það eru um 300 þúsund manns sem að mega ekki versla þessar kröfur, plús einhverjar milljónir í Norður-Kóreu og Kúbu. En það er eitthvað um sjö milljarðar manna sem að geta bara keypt og selt þessar eignir eins og þeim sýnist.“ Hann nefndi einnig kostnaðinn við að halda kerfi gjaldeyrishafta við. „Hvað eru margir að vinna við þetta í Seðlabankanum? Hvað eru margir að vinna við gjaldeyrishöftin og framkvæmd þeirra í bönkunum. Hvað eru margir að vinna við framkvæmd þessara hafta út um allt í atvinnulífinu og í stofnunum og öðru?“ Vilhjálmur sagði þessi störf vera algerlega óþörf og að þau sköpuðu engin verðmæti. „Ef þú leggur þetta saman yfir tíu til fimmtán ára tímabil þá er kostnaðurinn við gjaldeyrishöftin orðinn sá sami og kostnaðurinn við hrunið. Ef það yrði sagt á morgun að höftin væru farin, ég er viss um að það myndi mjög lítið gerast.“
Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira