Segir gjaldeyrishöftin hafa verið mistök 2. nóvember 2014 15:40 Vísir/Anton Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur og rektor Háskólans á Bifröst, segir að staða lífeyrissjóðanna og margra annarra væri mun betri í dag hefðu gjaldeyrishöftin ekki verið sett á og að þau hafi verið mikil mistök. Verði þeim aflétt í dag muni fátt breytast. Verði höftin þó á mikið lengur verði kostnaðurinn jafn mikill á endanum og vegna efnahagshrunsins. Vilhjálmur var gestur Sigurjóns Egilssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Vilhjálmur sem einnig er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þetta meðal annars í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og án haftanna væri hér mun meiri hagvöxtur en raunin er og sprotafyrirtækin færu ekki úr landi. Vilhjálmur nefndi til að mynda kostnaðinn við að halda kerfi gjaldeyrishaftanna við. Hann segir að stjórnvöld hefðu átt að leyfa krónunni að falla nægilega mikið svo það kæmi að ákveðnum náttúrulegum botni. „Á þeim botni gætu mjög mörg viðskipti gerst. Til dæmis áttu lífeyrissjóðirnir heilmikið að erlendum fjármunum sem þeir máttu ekki nota.“ Þá segir hann að mögulegt hefði verið að kaupa upp eignir eins og ríkisskuldabréf fyrir tiltölulega litla peninga. „Í stað þess að leysa það og láta gengið ná þessum náttúrulega botni og búa svo til stöðugleika þar sem væri alveg ljóst að það myndi hækka aftur. Því um leið og það var komið og gengið færi að hækka aftur væri allt að vinna með krónunni. Þannig að hún hefði hækkað tiltölulega hratt upp og gengið jafnvel hærra en það síðan varð á þessum tíma.“ Vilhjálmur sneri tali sínu einnig að kröfuhöfum föllnu bankanna. „Allar þessar kröfur geta gengið kaupum og sölum og hafa gengið kaupum og sölum. Það eru um 300 þúsund manns sem að mega ekki versla þessar kröfur, plús einhverjar milljónir í Norður-Kóreu og Kúbu. En það er eitthvað um sjö milljarðar manna sem að geta bara keypt og selt þessar eignir eins og þeim sýnist.“ Hann nefndi einnig kostnaðinn við að halda kerfi gjaldeyrishafta við. „Hvað eru margir að vinna við þetta í Seðlabankanum? Hvað eru margir að vinna við gjaldeyrishöftin og framkvæmd þeirra í bönkunum. Hvað eru margir að vinna við framkvæmd þessara hafta út um allt í atvinnulífinu og í stofnunum og öðru?“ Vilhjálmur sagði þessi störf vera algerlega óþörf og að þau sköpuðu engin verðmæti. „Ef þú leggur þetta saman yfir tíu til fimmtán ára tímabil þá er kostnaðurinn við gjaldeyrishöftin orðinn sá sami og kostnaðurinn við hrunið. Ef það yrði sagt á morgun að höftin væru farin, ég er viss um að það myndi mjög lítið gerast.“ Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Sjá meira
Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur og rektor Háskólans á Bifröst, segir að staða lífeyrissjóðanna og margra annarra væri mun betri í dag hefðu gjaldeyrishöftin ekki verið sett á og að þau hafi verið mikil mistök. Verði þeim aflétt í dag muni fátt breytast. Verði höftin þó á mikið lengur verði kostnaðurinn jafn mikill á endanum og vegna efnahagshrunsins. Vilhjálmur var gestur Sigurjóns Egilssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Vilhjálmur sem einnig er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þetta meðal annars í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og án haftanna væri hér mun meiri hagvöxtur en raunin er og sprotafyrirtækin færu ekki úr landi. Vilhjálmur nefndi til að mynda kostnaðinn við að halda kerfi gjaldeyrishaftanna við. Hann segir að stjórnvöld hefðu átt að leyfa krónunni að falla nægilega mikið svo það kæmi að ákveðnum náttúrulegum botni. „Á þeim botni gætu mjög mörg viðskipti gerst. Til dæmis áttu lífeyrissjóðirnir heilmikið að erlendum fjármunum sem þeir máttu ekki nota.“ Þá segir hann að mögulegt hefði verið að kaupa upp eignir eins og ríkisskuldabréf fyrir tiltölulega litla peninga. „Í stað þess að leysa það og láta gengið ná þessum náttúrulega botni og búa svo til stöðugleika þar sem væri alveg ljóst að það myndi hækka aftur. Því um leið og það var komið og gengið færi að hækka aftur væri allt að vinna með krónunni. Þannig að hún hefði hækkað tiltölulega hratt upp og gengið jafnvel hærra en það síðan varð á þessum tíma.“ Vilhjálmur sneri tali sínu einnig að kröfuhöfum föllnu bankanna. „Allar þessar kröfur geta gengið kaupum og sölum og hafa gengið kaupum og sölum. Það eru um 300 þúsund manns sem að mega ekki versla þessar kröfur, plús einhverjar milljónir í Norður-Kóreu og Kúbu. En það er eitthvað um sjö milljarðar manna sem að geta bara keypt og selt þessar eignir eins og þeim sýnist.“ Hann nefndi einnig kostnaðinn við að halda kerfi gjaldeyrishafta við. „Hvað eru margir að vinna við þetta í Seðlabankanum? Hvað eru margir að vinna við gjaldeyrishöftin og framkvæmd þeirra í bönkunum. Hvað eru margir að vinna við framkvæmd þessara hafta út um allt í atvinnulífinu og í stofnunum og öðru?“ Vilhjálmur sagði þessi störf vera algerlega óþörf og að þau sköpuðu engin verðmæti. „Ef þú leggur þetta saman yfir tíu til fimmtán ára tímabil þá er kostnaðurinn við gjaldeyrishöftin orðinn sá sami og kostnaðurinn við hrunið. Ef það yrði sagt á morgun að höftin væru farin, ég er viss um að það myndi mjög lítið gerast.“
Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Sjá meira