Vextir svona háir af því að þjóðin sparar ekki Aðalsteinn Kjartansson skrifar 7. nóvember 2014 10:38 Pétur segir alla umræðu snúast um skuldara. Vísir / Vilhelm „Ég er enn þessarar skoðunnar en það sem vantar á Íslandi er sparnaður,“ segir Pétur Blöndal alþingismaður aðspurður um hvort hann sé enn þeirrar skoðunar að tveggja prósenta vextir á verðtryggð lán séu hæfilegir. Það sé hinsvegar ekki raunhæft í núverandi stöðu. „Það eru alltof margir sem vilja eyða en alltof fáir sem vilja spara. Þess vegna eru vextirnir svona háir.“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, rifjaði upp ummæli Péturs frá því í Vísi árið 1978 á Facebook-síðu sinni í gær. Þar spurði hann af hverju Pétur hafi ekki barist fyrir því að verðtryggðir vextir séu ekki hærri en tvö prósent. Pétur segist hafa barist fyrir auknum sparnaði, sem sé forsenda lægri vaxta. „Miðað við hvað þjóðin er eyðslugráðug og lítið gefin fyrir að spara, þá situr hún uppi með háa raunvexti,“ segir Pétur. „Ég bendi fólki sem finnst raunvextir vera háir á að endilega fara að spara og njóta vaxtanna.“ Vextir á verðtryggðum lánum eru um og yfir fjögur prósent. Pétur segir umræðuna síðustu árin hafa snúist um skuldir en ekki sparifjáreigendur. „Öll umræðan á Íslandi snýst alltaf um skuldara. Það eru skuldir útgerðanna, það eru skuldir heimila, skuldir landbúnaðarins og skuldir þetta og hitta. Það er alltaf verið að leysa vanda skuldara en enginn kvakar yfir því þó að sparifjáreigendur séu að tapa,“ segir hann. Hann segir að kvatinn til að spara hafi horfið þegar skattar voru hækkaðir a nafnvexti. Er það þá ekki eitthvað sem Alþingi þarf að breyta? „Ég hef barist fyrir því en menn eru alltaf að hugsa um skuldarana,“ segir hann. Alþingi Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira
„Ég er enn þessarar skoðunnar en það sem vantar á Íslandi er sparnaður,“ segir Pétur Blöndal alþingismaður aðspurður um hvort hann sé enn þeirrar skoðunar að tveggja prósenta vextir á verðtryggð lán séu hæfilegir. Það sé hinsvegar ekki raunhæft í núverandi stöðu. „Það eru alltof margir sem vilja eyða en alltof fáir sem vilja spara. Þess vegna eru vextirnir svona háir.“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, rifjaði upp ummæli Péturs frá því í Vísi árið 1978 á Facebook-síðu sinni í gær. Þar spurði hann af hverju Pétur hafi ekki barist fyrir því að verðtryggðir vextir séu ekki hærri en tvö prósent. Pétur segist hafa barist fyrir auknum sparnaði, sem sé forsenda lægri vaxta. „Miðað við hvað þjóðin er eyðslugráðug og lítið gefin fyrir að spara, þá situr hún uppi með háa raunvexti,“ segir Pétur. „Ég bendi fólki sem finnst raunvextir vera háir á að endilega fara að spara og njóta vaxtanna.“ Vextir á verðtryggðum lánum eru um og yfir fjögur prósent. Pétur segir umræðuna síðustu árin hafa snúist um skuldir en ekki sparifjáreigendur. „Öll umræðan á Íslandi snýst alltaf um skuldara. Það eru skuldir útgerðanna, það eru skuldir heimila, skuldir landbúnaðarins og skuldir þetta og hitta. Það er alltaf verið að leysa vanda skuldara en enginn kvakar yfir því þó að sparifjáreigendur séu að tapa,“ segir hann. Hann segir að kvatinn til að spara hafi horfið þegar skattar voru hækkaðir a nafnvexti. Er það þá ekki eitthvað sem Alþingi þarf að breyta? „Ég hef barist fyrir því en menn eru alltaf að hugsa um skuldarana,“ segir hann.
Alþingi Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira