Snorri Steinn valinn í Stjörnuleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2014 12:00 Snorri Steinn Guðjónsson. Vísir/Stefán Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins í handbolta og leikmaður franska liðsins Sélestat, var valinn í Stjörnuleikinn í franska handboltanum en leikurinn fer fram fjórum dögum fyrir jól. Snorri Steinn er eini íslenski leikmaðurinn sem var valinn en þrír aðrir landsliðsmenn, Róbert Gunnarsson, Arnór Atlason og Ásgeir Örn Hallgrímsson, leika í frönsku deildinni. Þetta er mikill heiður fyrir okkar mann sem hefur farið á kostum á fyrsta tímabili sínu með Sélestat en Snorri Steinn er nú aðeins einu marki frá því að vera markahæsti leikmaður deildarinnar. Stjörnuleikurinn í franska handboltanum fer nú fram í annað skipti en hann er spilaður á milli úrvalsliði franskra leikmanna og úrvalsliði erlendra leikmanna. Leikurinn fer fram 20. desember í Montpellier og verður væntanlega það síðasta sem Snorri Steinn gerir áður en hann kemur heim í jólafrí. Kosningin á liðunum fór bæði fram í gegnum netið sem og að sérstök valnefnd blaðamanna og fólks úr frönsku handboltafjölskyldunni valdi leikmenn í liðin. Snorri Steinn er annar tveggja leikstjórnanda erlenda liðsins en hinn er Argentínumaðurinn Diego Simonet sem spilar með toppliði Montpellier. Í byrjunarlið úrvalsliðs franska liðsins eru þeir Thierry Omeyer (Paris), Michaël Guigou (Montpellier), Nicolas Claire (Nantes), Luka Karabatic (Aix), Valentin Porte (Toulouse) og Luc Abalo (Paris) en í byrjunarliði úrvalsliðs erlendra leikmanna eru þeir Gorazd Skof (Nantes), Valero Rivera (Nantes), Diego Simonet (Montpellier), Miha Zvizej (Toulouse), Vid Kavticnik (Montpellier) og Dragan Gajic (Montpellier). Varamenn franska liðsins eru Vincent Gérard (Dunkerque), Hugo Descat (Créteil), Mathieu Grébille (Montpellier), Daniel Narcisse (Paris), Mathieu Lanfranchi (Cesson-Rennes), Adrien Di Panda (Saint-Raphaël) og Cédric Paty (Chambéry) en auk Snorra Steins þá eru í úrvalsliði erlendra leikmanna þeir Aljosa Rezar (Tremblay), Nemanja Ilic (Toulouse), Pawel Podsiadlo (Nîmes), Mohamed Mokrani (Dunkerque), Jorge Maqueda (Nantes) og Jalel Touati (Dunkerque).Vísir/Vilhelm Handbolti Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins í handbolta og leikmaður franska liðsins Sélestat, var valinn í Stjörnuleikinn í franska handboltanum en leikurinn fer fram fjórum dögum fyrir jól. Snorri Steinn er eini íslenski leikmaðurinn sem var valinn en þrír aðrir landsliðsmenn, Róbert Gunnarsson, Arnór Atlason og Ásgeir Örn Hallgrímsson, leika í frönsku deildinni. Þetta er mikill heiður fyrir okkar mann sem hefur farið á kostum á fyrsta tímabili sínu með Sélestat en Snorri Steinn er nú aðeins einu marki frá því að vera markahæsti leikmaður deildarinnar. Stjörnuleikurinn í franska handboltanum fer nú fram í annað skipti en hann er spilaður á milli úrvalsliði franskra leikmanna og úrvalsliði erlendra leikmanna. Leikurinn fer fram 20. desember í Montpellier og verður væntanlega það síðasta sem Snorri Steinn gerir áður en hann kemur heim í jólafrí. Kosningin á liðunum fór bæði fram í gegnum netið sem og að sérstök valnefnd blaðamanna og fólks úr frönsku handboltafjölskyldunni valdi leikmenn í liðin. Snorri Steinn er annar tveggja leikstjórnanda erlenda liðsins en hinn er Argentínumaðurinn Diego Simonet sem spilar með toppliði Montpellier. Í byrjunarlið úrvalsliðs franska liðsins eru þeir Thierry Omeyer (Paris), Michaël Guigou (Montpellier), Nicolas Claire (Nantes), Luka Karabatic (Aix), Valentin Porte (Toulouse) og Luc Abalo (Paris) en í byrjunarliði úrvalsliðs erlendra leikmanna eru þeir Gorazd Skof (Nantes), Valero Rivera (Nantes), Diego Simonet (Montpellier), Miha Zvizej (Toulouse), Vid Kavticnik (Montpellier) og Dragan Gajic (Montpellier). Varamenn franska liðsins eru Vincent Gérard (Dunkerque), Hugo Descat (Créteil), Mathieu Grébille (Montpellier), Daniel Narcisse (Paris), Mathieu Lanfranchi (Cesson-Rennes), Adrien Di Panda (Saint-Raphaël) og Cédric Paty (Chambéry) en auk Snorra Steins þá eru í úrvalsliði erlendra leikmanna þeir Aljosa Rezar (Tremblay), Nemanja Ilic (Toulouse), Pawel Podsiadlo (Nîmes), Mohamed Mokrani (Dunkerque), Jorge Maqueda (Nantes) og Jalel Touati (Dunkerque).Vísir/Vilhelm
Handbolti Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira