NBA í nótt: Gasol byrjar vel með Chicago - Lakers tapaði aftur | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2014 06:58 Pau Gasol. Vísir/AP Pau Gasol var góður í fyrsta leik sínum fyrir sitt nýja lið Chicago Bulls en fjölmargir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami Heat vann sinn fyrsta leik eftir brottför LeBron James, Boston Celtics vann Brooklyn og þá tapaði Los Angeles Lakers annað kvöldið í röð.Pau Gasol var með 21 stig og 11 fráköst í öruggum 104-80 sigri Chicago Bulls á New York Knicks. Taj Gibson skoraði 22 stig en Derrick Rose var með 13 stig og 5 stoðsendingar á 21 mínútu. Carmelo Anthony skoraði 14 stig fyrir New York í fyrsta leiknum undir stjórn Derek Fisher.Chris Bosh var með 26 stig og 15 fráköst þegar Miami Heat vann 107-95 sigur á Washington Wizards í fyrsta leik liðsins eftir að LeBron James fór aftur heim til Cleveland. Norris Cole setti persónulegt met með því að skora 23 stig í leiknum en hann er nú byrjunarliðsleikstjórnandi Miami-liðsins. Dwyane Wade skoraði 21 stig fyrir Miami.Rajon Rondo var með Boston Celtics og leiddi liðið til 121-105 sigurs á Brooklyn Nets á heimavelli. Rondo var með 13 stig og 12 stoðsendingar í leiknum en Kelly Olynyk var stigahæstur með 19 stig. Boston náði 29 stiga forskoti í þriðja leikhluta og sigurinn var sannfærandi. Bosníumaðurinn Mirza Teletovic var með 20 stig á 23 mínútum fyrir Brooklyn-liðið en Joe Johnson og Deron Williams voru báðir með 19 stig.Isaiah Thomas skoraði 23 stig í sínum fyrsta leik fyrir Phoenix Suns þegar liðið vann 119-99 sigur á Los Angeles Lakers en Kobe Bryant og félagar urðu fyrsta liðið til að tapa tveimur leikjum á tímabilinu því Lakers-liðið lá á móti Houston í gær. Kobe Bryant skoraði 31 stig þrátt fyrir spila ekki lokaleikhlutann en það var ekki nóg. Marcus Morris skoraði 21 stig og jafnaði perónulegt met með því að skella niður fimm þristum og Goran Dragic var með 12 af 18 stigum sínum í þriðja leikhlutanum sem Phoenix vann 39-24.LaMarcus Aldridge skoraði 27 stig fyrir Portland Trailblazers sem unnu 106-89 heimasigur á Oklahoma City Thunder. Thunder-liðið er eins og kunnugt er án Kevin Durant. Russell Westbrook skoraði 38 stig í fjarveru stigahæsta og besta leikmanns deildarinnar en það dugði ekki.Dwight Howard var með 22 stig og 10 fráköst þegar Houston Rockets vann 104-93 útisigur á Utah Jazz en Houston-liðið hefur þegar unnið tvo leiki á tímabilinu. James Harden skoraði 18 stig og gaf 10 stoðsendingar.Úrslit úr öllum leikjum í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 108-106 (framlenging) Indiana Pacers - Philadelphia 76ers 103-91 Boston Celtics - Brooklyn Nets 121-105 Miami Heat - Washington Wizards 107-95 Toronto Raptors - Atlanta Hawks 109-102 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 105-101 New York Knicks - Chicago Bulls 80-104 Denver Nuggets - Detroit Pistons 89-79 Utah Jazz - Houston Rockets 93-104 Phoenix Suns - Los Angeles Lakers 119-99 Sacramento Kings - Golden State Warriors 77-95 Portland Trail Blazers - Oklahoma City Thunder 106-89 NBA Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Sjá meira
Pau Gasol var góður í fyrsta leik sínum fyrir sitt nýja lið Chicago Bulls en fjölmargir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami Heat vann sinn fyrsta leik eftir brottför LeBron James, Boston Celtics vann Brooklyn og þá tapaði Los Angeles Lakers annað kvöldið í röð.Pau Gasol var með 21 stig og 11 fráköst í öruggum 104-80 sigri Chicago Bulls á New York Knicks. Taj Gibson skoraði 22 stig en Derrick Rose var með 13 stig og 5 stoðsendingar á 21 mínútu. Carmelo Anthony skoraði 14 stig fyrir New York í fyrsta leiknum undir stjórn Derek Fisher.Chris Bosh var með 26 stig og 15 fráköst þegar Miami Heat vann 107-95 sigur á Washington Wizards í fyrsta leik liðsins eftir að LeBron James fór aftur heim til Cleveland. Norris Cole setti persónulegt met með því að skora 23 stig í leiknum en hann er nú byrjunarliðsleikstjórnandi Miami-liðsins. Dwyane Wade skoraði 21 stig fyrir Miami.Rajon Rondo var með Boston Celtics og leiddi liðið til 121-105 sigurs á Brooklyn Nets á heimavelli. Rondo var með 13 stig og 12 stoðsendingar í leiknum en Kelly Olynyk var stigahæstur með 19 stig. Boston náði 29 stiga forskoti í þriðja leikhluta og sigurinn var sannfærandi. Bosníumaðurinn Mirza Teletovic var með 20 stig á 23 mínútum fyrir Brooklyn-liðið en Joe Johnson og Deron Williams voru báðir með 19 stig.Isaiah Thomas skoraði 23 stig í sínum fyrsta leik fyrir Phoenix Suns þegar liðið vann 119-99 sigur á Los Angeles Lakers en Kobe Bryant og félagar urðu fyrsta liðið til að tapa tveimur leikjum á tímabilinu því Lakers-liðið lá á móti Houston í gær. Kobe Bryant skoraði 31 stig þrátt fyrir spila ekki lokaleikhlutann en það var ekki nóg. Marcus Morris skoraði 21 stig og jafnaði perónulegt met með því að skella niður fimm þristum og Goran Dragic var með 12 af 18 stigum sínum í þriðja leikhlutanum sem Phoenix vann 39-24.LaMarcus Aldridge skoraði 27 stig fyrir Portland Trailblazers sem unnu 106-89 heimasigur á Oklahoma City Thunder. Thunder-liðið er eins og kunnugt er án Kevin Durant. Russell Westbrook skoraði 38 stig í fjarveru stigahæsta og besta leikmanns deildarinnar en það dugði ekki.Dwight Howard var með 22 stig og 10 fráköst þegar Houston Rockets vann 104-93 útisigur á Utah Jazz en Houston-liðið hefur þegar unnið tvo leiki á tímabilinu. James Harden skoraði 18 stig og gaf 10 stoðsendingar.Úrslit úr öllum leikjum í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 108-106 (framlenging) Indiana Pacers - Philadelphia 76ers 103-91 Boston Celtics - Brooklyn Nets 121-105 Miami Heat - Washington Wizards 107-95 Toronto Raptors - Atlanta Hawks 109-102 Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 105-101 New York Knicks - Chicago Bulls 80-104 Denver Nuggets - Detroit Pistons 89-79 Utah Jazz - Houston Rockets 93-104 Phoenix Suns - Los Angeles Lakers 119-99 Sacramento Kings - Golden State Warriors 77-95 Portland Trail Blazers - Oklahoma City Thunder 106-89
NBA Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Sjá meira