Viðskipti innlent

Franskur hagfræðingur fær Nóbelsverðlaun

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Nobelprize.org
Hinn 61 árs Jean Tirole fær hagfræðiverðlaun Nóbels fyrir greiningu sína á markaðsstyrk og reglugerðum. Þetta var kynnt í dag, en hann er þriðji Frakkinn sem hlýtur hagfræðiverðlaunin og er einn af áhrifamestu hagfræðingum okkar tíma.

Rannsóknir hans hafa samkvæmt Nóbelsnefndinni varpað ljósi á hvernig mögulegt er að skilja og stýra mörkuðum með fáum og stórum fyrirtækjum. Þannig hefur hann þróað leiðir til að stýra mörkuðum þar sem fákeppni ríkir, með löggjöf. Allt frá samskiptafyrirtækjum og bönkum.


Tengdar fréttir

Veitt Nóbelverðlaun fyrir GPS kerfi heilans

Vísindamennirnir John O´Keefe, May-Britt Moser og Edvard Moser fengu í dag Nóbelsverðlaun í læknavísindum fyrir að uppgötva staðsetningarkerfi heilans.

Fengu Nóbelsverðlaun fyrir LED ljós

Vísindamennirnir Isamu Akasaki, Hiroshi Amano og Shuji Nakamura fengu í dag Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir að uppgötva díóður sem gefa frá sér ljós.

Staðsetningarkerfi heilans kortlagt

John O'Keefe og May-Britt og Edvard Moser fá Nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði þetta árið fyrir rannsóknir þeirra á heilanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×