STEF getur gert lögbannskröfur á fjarskiptafyrirtæki Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 29. apríl 2014 17:44 Hæstiréttur felldi í dag úr gildi hluta úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá dómi lögbannskröfu fjögurra réttahafasamtaka gegn fimm fjarskiptafyrirtækjum. Rétthafasamtökin fjögur, SMÁÍS, STEF, SÍK og Félag hljómplötuframleiðenda fóru fram á lögbannskröfu þess efnis að fyrirtækin lokuðu fyrir aðgang að skráarskiptasíðunum Deildu.net og PirateBay. Lagt var til að lokað yrði á alla internetumferð viðskiptavina til og frá þeim netþjónum sem hýsa umræddar síður. Fyrirtækin eru Síminn, Vodafone, Hringdu, Tal og 365 miðlar. Þrjú þessara fyrirtækja, Síminn, Vodafone og Hringdu kröfðust þess að málinu yrði vísað frá dómi. Með úrksurði Héraðsdóms Reykjavíkur í mars var það gert. Samtökin kærðu úrskurðina til Hæstaréttar „Málunum var vísað frá vegna formsatriða. Ástæðan er að þetta var höfðað í nafni fjögurra samtaka en bara eitt þeirra, STEF, er með svokallaða löggildingu ráðuneytisins,“ sagði Tómas Jónsson, lögmaður samtakanna í samtali við Vísi þegar málunum var vísað frá. Hæstiréttur felldi úr gildi þann hluta málsins er snéri að STEF í málunum gegn Hringdu og Vodafone. Í málinu gegn Símanum var hinn kærði úrskurður hins vegar staðfestur. „Eftir stendur að STEF getur þá gert þessar lögbannskröfur. En ekki hin samtökin,“ sagði Tómas í samtali við Vísi nú rétt í þessu. Ákvörðun hafi verið tekin um það á sínum tíma að fara í lögbann gegn öllum stærstu fjarskiptafyrirtækjunum til að gæta jafnræðis þeirra á milli. Nú sé hægt að taka lögbannskröfuna til efnismeðferðar í málunum er varða Vodafone og Hringdu. „Nái lögbannskröfur STEF fram að ganga á eitt fyrirtæki verður ekki annað sé en að önnur fjarskiptafyrirtæki yrðu bundin af því.“ Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Hæstiréttur felldi í dag úr gildi hluta úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá dómi lögbannskröfu fjögurra réttahafasamtaka gegn fimm fjarskiptafyrirtækjum. Rétthafasamtökin fjögur, SMÁÍS, STEF, SÍK og Félag hljómplötuframleiðenda fóru fram á lögbannskröfu þess efnis að fyrirtækin lokuðu fyrir aðgang að skráarskiptasíðunum Deildu.net og PirateBay. Lagt var til að lokað yrði á alla internetumferð viðskiptavina til og frá þeim netþjónum sem hýsa umræddar síður. Fyrirtækin eru Síminn, Vodafone, Hringdu, Tal og 365 miðlar. Þrjú þessara fyrirtækja, Síminn, Vodafone og Hringdu kröfðust þess að málinu yrði vísað frá dómi. Með úrksurði Héraðsdóms Reykjavíkur í mars var það gert. Samtökin kærðu úrskurðina til Hæstaréttar „Málunum var vísað frá vegna formsatriða. Ástæðan er að þetta var höfðað í nafni fjögurra samtaka en bara eitt þeirra, STEF, er með svokallaða löggildingu ráðuneytisins,“ sagði Tómas Jónsson, lögmaður samtakanna í samtali við Vísi þegar málunum var vísað frá. Hæstiréttur felldi úr gildi þann hluta málsins er snéri að STEF í málunum gegn Hringdu og Vodafone. Í málinu gegn Símanum var hinn kærði úrskurður hins vegar staðfestur. „Eftir stendur að STEF getur þá gert þessar lögbannskröfur. En ekki hin samtökin,“ sagði Tómas í samtali við Vísi nú rétt í þessu. Ákvörðun hafi verið tekin um það á sínum tíma að fara í lögbann gegn öllum stærstu fjarskiptafyrirtækjunum til að gæta jafnræðis þeirra á milli. Nú sé hægt að taka lögbannskröfuna til efnismeðferðar í málunum er varða Vodafone og Hringdu. „Nái lögbannskröfur STEF fram að ganga á eitt fyrirtæki verður ekki annað sé en að önnur fjarskiptafyrirtæki yrðu bundin af því.“
Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira