Skilyrði sölu að útgerðin verði áfram á Seyðisfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 1. október 2014 17:28 Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. Á Seyðisfirði hefur togarinn Gullver landað fyrir frystihús Brimbergs. Saman hafa þau haft sextíu starfsmenn og rekin undir stjórn Adolfs Guðmundssonar, formanns Landssambands íslenskra útvegsmanna. Í dag var tilkynnt að Síldarvinnslan í Neskaupstað hefði keypt þessa tvo burðarása Seyðisfjarðar, með fyrirvara um samþykki Samkeppnisstofnunar. Samtímis skýrði Adolf frá því að hann hygðist láta af formennsku LÍÚ á aðalfundi síðar í mánuðinum.Adolf Guðmundsson, útgerðarmaður á Seyðisfirði og fomaður LÍÚ.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Adolf segir seljendur hafa sett það skilyrði að útgerð og vinnsla yrðu áfram á Seyðisfirði og kveðst hann hafa fulla trú á því að starfsemin verði treyst þegar eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins taki við. Eigendur voni að þetta verði til þess að samfélagið eflist á Seyðisfirði. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar, Arnbjörg Sveinsdóttir, segir heimamenn hafa gert sér grein fyrir því að það hlyti að koma að þessu. Hvorki hafi verið hægt að reka togarann né frystihúsið á fullum afköstum, til þess væru aflaheimildir of litlar. Einnig spili veiðigjöld inn í þessa ákvörðun.Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar.Mynd/Stöð 2.Í því ljósi segir Arnbjörg að þetta sé sennilega það besta sem gat gerst. Síldarvinnslan sé þegar með starfsemi á Seyðisfirði, ráðamenn hennar segist ætla að efla reksturinn þar, og kveðst Arnbjörg ekki hafa neina ástæðu til að ætla annað en að þeir geri þetta af fullum heilindum. Arnbjörg segir þó að þetta séu blendnar tilfinningar enda sé þetta 55 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki Seyðfirðinga. Tengdar fréttir Segir sextíu störf tapast frá Seyðisfirði við óbreytt gjöld Ef veiðigjöld hefðu ekki verið lækkuð frá ákvörðun síðustu ríkisstjórnar hefði útgerðarmaður togarans, sem heldur uppi fiskvinnslu á Seyðisfirði, lagt til við eigendur að hætta rekstrinum. 11. nóvember 2013 18:00 Síldarvinnslan kaupir öll hlutabréf í Gullbergi Gullberg gerir út togarann Gullver NS 12, en samhliða kaupum á togaranum keypti Síldarvinnslan húsnæði og búnað Brimbergs til fiskvinnslu á Seyðisfirði. 1. október 2014 11:24 Formaður LÍÚ til starfa á ný eftir veikindaleyfi Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna og útgerðarmaður togarans Gullvers á Seyðisfirði, greindi frá því í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 að hann hefði þurft að taka sér tveggja mánaða veikindaleyfi frá störfum í haust vegna krabbameinsmeðferðar. 12. nóvember 2013 14:30 Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eiginmaðurinn á von á sérstaklega flottri jólagjöf þetta árið Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. Á Seyðisfirði hefur togarinn Gullver landað fyrir frystihús Brimbergs. Saman hafa þau haft sextíu starfsmenn og rekin undir stjórn Adolfs Guðmundssonar, formanns Landssambands íslenskra útvegsmanna. Í dag var tilkynnt að Síldarvinnslan í Neskaupstað hefði keypt þessa tvo burðarása Seyðisfjarðar, með fyrirvara um samþykki Samkeppnisstofnunar. Samtímis skýrði Adolf frá því að hann hygðist láta af formennsku LÍÚ á aðalfundi síðar í mánuðinum.Adolf Guðmundsson, útgerðarmaður á Seyðisfirði og fomaður LÍÚ.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Adolf segir seljendur hafa sett það skilyrði að útgerð og vinnsla yrðu áfram á Seyðisfirði og kveðst hann hafa fulla trú á því að starfsemin verði treyst þegar eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins taki við. Eigendur voni að þetta verði til þess að samfélagið eflist á Seyðisfirði. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar, Arnbjörg Sveinsdóttir, segir heimamenn hafa gert sér grein fyrir því að það hlyti að koma að þessu. Hvorki hafi verið hægt að reka togarann né frystihúsið á fullum afköstum, til þess væru aflaheimildir of litlar. Einnig spili veiðigjöld inn í þessa ákvörðun.Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar.Mynd/Stöð 2.Í því ljósi segir Arnbjörg að þetta sé sennilega það besta sem gat gerst. Síldarvinnslan sé þegar með starfsemi á Seyðisfirði, ráðamenn hennar segist ætla að efla reksturinn þar, og kveðst Arnbjörg ekki hafa neina ástæðu til að ætla annað en að þeir geri þetta af fullum heilindum. Arnbjörg segir þó að þetta séu blendnar tilfinningar enda sé þetta 55 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki Seyðfirðinga.
Tengdar fréttir Segir sextíu störf tapast frá Seyðisfirði við óbreytt gjöld Ef veiðigjöld hefðu ekki verið lækkuð frá ákvörðun síðustu ríkisstjórnar hefði útgerðarmaður togarans, sem heldur uppi fiskvinnslu á Seyðisfirði, lagt til við eigendur að hætta rekstrinum. 11. nóvember 2013 18:00 Síldarvinnslan kaupir öll hlutabréf í Gullbergi Gullberg gerir út togarann Gullver NS 12, en samhliða kaupum á togaranum keypti Síldarvinnslan húsnæði og búnað Brimbergs til fiskvinnslu á Seyðisfirði. 1. október 2014 11:24 Formaður LÍÚ til starfa á ný eftir veikindaleyfi Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna og útgerðarmaður togarans Gullvers á Seyðisfirði, greindi frá því í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 að hann hefði þurft að taka sér tveggja mánaða veikindaleyfi frá störfum í haust vegna krabbameinsmeðferðar. 12. nóvember 2013 14:30 Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eiginmaðurinn á von á sérstaklega flottri jólagjöf þetta árið Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Segir sextíu störf tapast frá Seyðisfirði við óbreytt gjöld Ef veiðigjöld hefðu ekki verið lækkuð frá ákvörðun síðustu ríkisstjórnar hefði útgerðarmaður togarans, sem heldur uppi fiskvinnslu á Seyðisfirði, lagt til við eigendur að hætta rekstrinum. 11. nóvember 2013 18:00
Síldarvinnslan kaupir öll hlutabréf í Gullbergi Gullberg gerir út togarann Gullver NS 12, en samhliða kaupum á togaranum keypti Síldarvinnslan húsnæði og búnað Brimbergs til fiskvinnslu á Seyðisfirði. 1. október 2014 11:24
Formaður LÍÚ til starfa á ný eftir veikindaleyfi Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna og útgerðarmaður togarans Gullvers á Seyðisfirði, greindi frá því í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 að hann hefði þurft að taka sér tveggja mánaða veikindaleyfi frá störfum í haust vegna krabbameinsmeðferðar. 12. nóvember 2013 14:30