Flugmenn segja skipulagsleysi Icelandair um að kenna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2014 10:47 Um var að ræða næturflug til Parísar um Verslunarmannahelgina. Vísir/Pjetur Íslenskir atvinnuflugmenn eru allt annað en sáttir við að forsvarsmenn Icelandair hafi kennt verkfallsaðgerðum flugmanna um niðurfellingu flugs FI540 um Verslunarmannahelgina þann 2. ágúst. Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) sendi frá sér harðorða tilkynningu vegna málsins í gær sem Vísir fjallaði um. Um var að ræða næturflug Icelandair til Parísar. Forföll urðu í flugstjóraklefanum og tókst ekki að finna finna menn til að fljúga vélinni í staðinn. Segja FÍA menn að farþegum hafi verið gefin sú skýring að flugið hafi verið fellt niður vegna verkfallsaðgerða flugmanna. Það sé hins vegar alrangt. Flugmenn hafi farið í verkfall 2. maí og ekki verið í verkfallsaðgerðum síðan skrifað var undir kjarasamning þann 21. maí. „Ofangreind ástæða sem starfmaður þjónustueftirlits Icelandair gefur farþegum félagsins er því með öllu óskiljanleg og aðför að heilum hópi samstarfsmanna hans,“ segir í tilkynningu FÍA. Heimildir Vísis herma að hringt hafi verið í nokkra flugmenn þegar í ljós kom að það vantaði mannskap til að fljúga vélinni. Flestir flugmannanna höfðu þó önnur plön þessa helgi og reyndist erfitt að kalla menn út. Einhverjir buðust til að taka vaktina að sér fengu þeir hærri greiðslu fyrir útkallið vegna aðstæðna. Á það var ekki fallist og fór svo að fella þurfti flugið niður.Ekki hefur náðst í Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Vísir/AntonSkipulagsleysi um að kenna Flugmenn vilja meina að um skipulagsleysi af hálfu Icelandair hafi verið að ræða og furða sig á því að vísað sé til verkfallsaðgerða flugmanna vegna þess að fyrirtækinu tókst ekki að manna flugið. „Það er leitt að menn skuli leiðast út á þessa braut og stjórn stéttarfélagsins telur óhjákvæmilegt að opinbera framkomu þjónustueftirlits Icelandair, í ljósi þess að óvíst er hve margir aðrir en þeir sem leituðu til FÍA hafi fengið þessa skýringu á niðurfellingunni.“ FÍA menn vilja sjálfir ekki tjá sig um ástæðu þess að flugið var fellt niður. Þeir telja það ekki hlutverk sitt og vísa á Icelandair. Ekki liggur fyrir hvers vegna Icelandair var ekki með flugmann á bakvakt í Parísarfluginu eins og venja er. Vísir hefur reynt að ná tali af Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair, í rúman sólarhring en án árangurs. Tengdar fréttir Segja Icelandair bera flugmenn röngum sökum "Það er leitt að menn skuli leiðast út á þessa braut og stjórn stéttarfélagsins telur óhjákvæmilegt að opinbera framkomu þjónustueftirlits Icelandair.“ 5. október 2014 10:21 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Íslenskir atvinnuflugmenn eru allt annað en sáttir við að forsvarsmenn Icelandair hafi kennt verkfallsaðgerðum flugmanna um niðurfellingu flugs FI540 um Verslunarmannahelgina þann 2. ágúst. Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) sendi frá sér harðorða tilkynningu vegna málsins í gær sem Vísir fjallaði um. Um var að ræða næturflug Icelandair til Parísar. Forföll urðu í flugstjóraklefanum og tókst ekki að finna finna menn til að fljúga vélinni í staðinn. Segja FÍA menn að farþegum hafi verið gefin sú skýring að flugið hafi verið fellt niður vegna verkfallsaðgerða flugmanna. Það sé hins vegar alrangt. Flugmenn hafi farið í verkfall 2. maí og ekki verið í verkfallsaðgerðum síðan skrifað var undir kjarasamning þann 21. maí. „Ofangreind ástæða sem starfmaður þjónustueftirlits Icelandair gefur farþegum félagsins er því með öllu óskiljanleg og aðför að heilum hópi samstarfsmanna hans,“ segir í tilkynningu FÍA. Heimildir Vísis herma að hringt hafi verið í nokkra flugmenn þegar í ljós kom að það vantaði mannskap til að fljúga vélinni. Flestir flugmannanna höfðu þó önnur plön þessa helgi og reyndist erfitt að kalla menn út. Einhverjir buðust til að taka vaktina að sér fengu þeir hærri greiðslu fyrir útkallið vegna aðstæðna. Á það var ekki fallist og fór svo að fella þurfti flugið niður.Ekki hefur náðst í Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Vísir/AntonSkipulagsleysi um að kenna Flugmenn vilja meina að um skipulagsleysi af hálfu Icelandair hafi verið að ræða og furða sig á því að vísað sé til verkfallsaðgerða flugmanna vegna þess að fyrirtækinu tókst ekki að manna flugið. „Það er leitt að menn skuli leiðast út á þessa braut og stjórn stéttarfélagsins telur óhjákvæmilegt að opinbera framkomu þjónustueftirlits Icelandair, í ljósi þess að óvíst er hve margir aðrir en þeir sem leituðu til FÍA hafi fengið þessa skýringu á niðurfellingunni.“ FÍA menn vilja sjálfir ekki tjá sig um ástæðu þess að flugið var fellt niður. Þeir telja það ekki hlutverk sitt og vísa á Icelandair. Ekki liggur fyrir hvers vegna Icelandair var ekki með flugmann á bakvakt í Parísarfluginu eins og venja er. Vísir hefur reynt að ná tali af Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair, í rúman sólarhring en án árangurs.
Tengdar fréttir Segja Icelandair bera flugmenn röngum sökum "Það er leitt að menn skuli leiðast út á þessa braut og stjórn stéttarfélagsins telur óhjákvæmilegt að opinbera framkomu þjónustueftirlits Icelandair.“ 5. október 2014 10:21 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Segja Icelandair bera flugmenn röngum sökum "Það er leitt að menn skuli leiðast út á þessa braut og stjórn stéttarfélagsins telur óhjákvæmilegt að opinbera framkomu þjónustueftirlits Icelandair.“ 5. október 2014 10:21
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun