Viðskipti innlent

N1 skoðar ákæru á hendur Margréti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1.
Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður N1.
N1 mun fara yfir ákæru á hendur Margréti Guðmundsdóttur, stjórnarformanni N1, en sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur henni og fjórum örðum einstaklingum vegna láns Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis til fjárfestingafélagsins Existu haustið 2008

„Félagið mun afla sér upplýsinga og fara yfir málið á næstu dögum,“ segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. Það er fátítt ef ekki einsdæmi að stjórnarmaður í skráðu félagi sæti ákeru. Margrét hefur sjálf sagt að ákæran á hendur henni hafiekki áhrif á störf hennar sem stjórnarformanns.

Fram hefur komið í fjölmiðlum í dag að staða Rannveigar Rist sem forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi er óbreytt.

Ákærð í málinu eru, auk Rannveigar og Margrétar þau Guðmundur Örn Hauksson, sem var sparisjóðsstjóri, Ari Bergmann Einarsson og Jóhann Ásgeir Baldurs. 

Uppfært klukkan 15:45

HB Grandi, sem er skráð á aðallista Kauphallarinnar, hefur einnig sent frá sér tilkynningu. Rannveig Rist situr í stjórn félagsins. Tilkynningin er svohljóðandi:

Rannveig Rist  stjórnarmaður í HB Granda hf. hefur tilkynnt félaginu að gefin hafi verið út ákæra á hendur henni vegna atvika sem áttu sér stað á meðan hún sat í stjórn SPRON árið 2008. Félagið hefur ekki frekari upplýsingar að svo stöddu en mun fara yfir málið á næstu dögum.

 


Tengdar fréttir

Rannveig áfram í forstjórastólnum

Rannveig Rist, sem hefur verið ákærð af sérstökum saksóknara fyrir umboðssvik, verður áfram forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×