Viðskipti innlent

Rannveig áfram í forstjórastólnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rannveig Rist, sem hefur verið ákærð af sérstökum saksóknara fyrir umboðssvik, verður áfram forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. Þetta staðfesti Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, í samtali við fréttastofu.

Rannveig sat í stjórn SPRON sem veitti Exista tveggja milljarða króna lán nokkrum dögum fyrir hrun haustið 2008. Auk Rannveigar sæta ákæru sparisjóðsstjórinn fyrrverandi Guðmundur Örn Hauksson og stjórnarmennirnir Margrét Guðmundsdóttir, Jóhann Ásgeir Baldurs og Ari Bergmann Einarsson.

Ákæran verður þingfest þann 13. október í Héraðsdómi Reykjavíkur.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×