Viðskipti innlent

Rannveig Rist ákærð af sérstökum

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
SPRON var til húsa á Skólavörðustíg.
SPRON var til húsa á Skólavörðustíg.
Fjórir fyrrverandi stjórnarmenn SPRON og fyrrverandi sparisjóðsstjóri bankans hafa verið ákærðir fyrir umboðssvik. Svikin varða tveggja milljarða króna lánveitingu til Exista aðeins nokkrum dögum fyrir hrun. RÚV greindi frá málinu í kvöld. Ákærðu eru Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, Guðmundur Örn Hauksson, sparisjóðsstjóri, Ari Bergmann Einarsson, Jóhann Ásgeir Baldurs og Margrét Guðmundsdóttir.

Sérstakur saksóknari gaf út ákæruna en hún hefur ekki verið birt sakborningunum enn sem komið er. Lánið sem um ræðir var, samkvæmd heimildum RÚV, veitt á stjórnarfundi SPRON í lok september árið 2008 en þetta er í fyrsta sinn sem sérstakur saksóknari ákærir stjórn fjármálafyrirtækis vegna ákvarðana í aðdraganda hrunsins.

Ákæran verður þingfest þann 13. október. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×