Viðskipti innlent

Byrjað að rukka fyrir handfarangur hjá Wow

Bjarki Ármannsson skrifar
Gjaldið fyrir innritaðan farangur hækkar einnig hjá Wow nú um mánaðamótin.
Gjaldið fyrir innritaðan farangur hækkar einnig hjá Wow nú um mánaðamótin. Vísir/GVA
Töskugjöld lággjaldaflugfélagsins Wow air hækkuðu nú um mánaðamótin og nú mega farþegar aðeins taka með sér handfarangurstöskur sem vega fimm kíló eða minna, ellegar þarf að greiða fyrir það sérstaklega.

Vefsíðan Túristi.is greinir frá. Samkvæmt nýjum reglum er gjaldið 1.999 krónur ef flugtími er skemmri en fjórir tímar en 2.999 krónur annars. Þetta er þó aðeins ef bókað er á netinu en sá sem greiðir fyrir handfarangurinn á flugvellinum borgar 3.999 til 8.399 krónur fyrir að taka töskuna með í flugið.

Ýmis lággjaldafélög í Bandaríkjunum og Evrópu hafa farið þá leið að rukka aukalega fyrir handfarangur undanfarin ár en í samtali við Túrista síðastliðið sumar sagði Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow air, að það væri ekki á dagskrá hjá félaginu að fara þá leið.

Gjaldið fyrir innritaðan farangur hækkar einnig hjá Wow nú um mánaðamótin og þarf nú að greiða 4.999 krónur fyrir að innrita tösku í lengri flugferðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×