„Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. október 2014 12:24 Sigurjón Árnason í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Vilhelm Sjötti dagur aðalmeðferðar í máli Sérstaks saksóknara gegn stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans vegna meintrar markaðsmisnotkunar fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri, Ívar Guðjónsson fyrrverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga Landsbankans og verðbréfamiðlarnir Júlíus Steinar Heiðarsson og Sindri Sveinsson eru ákærðir fyrir að hafa handstýrt verði á hlutabréfum í bankanum í aðdraganda hrunsins. Með því hafi þeir blekkt almenning og gefið röng og misvísandi skilaboð um verð hlutabréfanna. Skýrslutaka yfir Sigurjóni hefur farið fram í morgun og mun halda áfram eftir hádegi. Hann heldur því fram að viðskipti bankans með eigin hlutabréf hafi verið eðlileg og segir að verðbréfamiðlarar hafi ekki gert neitt rangt í vinnu sinni heldur þvert á móti staðið sig mjög vel. Dagurinn byrjaði á 90 mínútna langri ræðu Sigurjóns þar sem hann fór meðal annars yfir regluverk bankans varðandi verðbréfasvið og hvernig ákvarðanir voru teknar. Þá tók hann sér tíma í að gagnrýna embætti Sérstaks saksóknara og sagði að rannsókn málsins hefði alls ekki verið hlutlaus. „Ég held að það hafi aldrei verið reitt jafnhátt til höggs til að sanna að eitthvað sé glæpur,“ sagði Sigurjón.Myndi kaupa allt í Kauphöllinni nema Össur Hann bætti svo við að yfirmaður saksóknara í málinu og aðstoðarmanna hans, Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, færi grátandi í fjölmiðla til að kvarta undan niðurskurði og að embættið gæti ekki klárað rannsóknir sínar. Dómari minnti Sigurjón þá á að halda sig við sakarefnið. Sigurjón var formaður fjármálanefndar sem var yfir verðbréfasviði bankans. Sú nefnd hittist einu sinni í viku á fundum en að sögn Sigurjóns voru ekki teknar neinar ákvarðanir á nefndarfundum varðandi viðskipti með hlutabréfum bankans eða í öðrum fyrirtækjum. Fundirnir hafi fyrst og fremst snúist um upplýsingagjöf þar sem millistjórnendur hinna ýmsu sviða greindu bankastjórunum, Sigurjóni og Halldóri, frá stöðu mála. Sigurjón heldur því fram að þær aðferðir sem unnið hafi verið eftir varðandi viðskipti bankans í eigin bréfum hafi verið til staðar áður en hann kom þangað til starfa árið 2003. Aldrei hafi neinn gert athugasemdir við viðskiptin fyrr en nú og sé málið allt með ólíkindum. Sérstakur saksóknari hafi snúið öllu á hvolf í málatilbúnaði sínum. Það sé fráleitt að halda því fram að verði Landsbankans hafi verið handstýrt og haldið uppi á ákærutímabilinu, frá 1. nóvember 2007 til 3. október 2008, þar sem verðmæti bankans hafi á því tímabili lækkað um 268 milljarða. „Vitið þið hvað þetta er mikill peningur, 268 milljarðar? Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina, kaupa bara allt, nema kannski Össur,“ sagði Sigurjón. Tengdar fréttir Reikna með níu daga réttarhöldum yfir Landsbankamönnum Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. 1. október 2014 10:37 Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira
Sjötti dagur aðalmeðferðar í máli Sérstaks saksóknara gegn stjórnendum og starfsmönnum Landsbankans vegna meintrar markaðsmisnotkunar fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri, Ívar Guðjónsson fyrrverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga Landsbankans og verðbréfamiðlarnir Júlíus Steinar Heiðarsson og Sindri Sveinsson eru ákærðir fyrir að hafa handstýrt verði á hlutabréfum í bankanum í aðdraganda hrunsins. Með því hafi þeir blekkt almenning og gefið röng og misvísandi skilaboð um verð hlutabréfanna. Skýrslutaka yfir Sigurjóni hefur farið fram í morgun og mun halda áfram eftir hádegi. Hann heldur því fram að viðskipti bankans með eigin hlutabréf hafi verið eðlileg og segir að verðbréfamiðlarar hafi ekki gert neitt rangt í vinnu sinni heldur þvert á móti staðið sig mjög vel. Dagurinn byrjaði á 90 mínútna langri ræðu Sigurjóns þar sem hann fór meðal annars yfir regluverk bankans varðandi verðbréfasvið og hvernig ákvarðanir voru teknar. Þá tók hann sér tíma í að gagnrýna embætti Sérstaks saksóknara og sagði að rannsókn málsins hefði alls ekki verið hlutlaus. „Ég held að það hafi aldrei verið reitt jafnhátt til höggs til að sanna að eitthvað sé glæpur,“ sagði Sigurjón.Myndi kaupa allt í Kauphöllinni nema Össur Hann bætti svo við að yfirmaður saksóknara í málinu og aðstoðarmanna hans, Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, færi grátandi í fjölmiðla til að kvarta undan niðurskurði og að embættið gæti ekki klárað rannsóknir sínar. Dómari minnti Sigurjón þá á að halda sig við sakarefnið. Sigurjón var formaður fjármálanefndar sem var yfir verðbréfasviði bankans. Sú nefnd hittist einu sinni í viku á fundum en að sögn Sigurjóns voru ekki teknar neinar ákvarðanir á nefndarfundum varðandi viðskipti með hlutabréfum bankans eða í öðrum fyrirtækjum. Fundirnir hafi fyrst og fremst snúist um upplýsingagjöf þar sem millistjórnendur hinna ýmsu sviða greindu bankastjórunum, Sigurjóni og Halldóri, frá stöðu mála. Sigurjón heldur því fram að þær aðferðir sem unnið hafi verið eftir varðandi viðskipti bankans í eigin bréfum hafi verið til staðar áður en hann kom þangað til starfa árið 2003. Aldrei hafi neinn gert athugasemdir við viðskiptin fyrr en nú og sé málið allt með ólíkindum. Sérstakur saksóknari hafi snúið öllu á hvolf í málatilbúnaði sínum. Það sé fráleitt að halda því fram að verði Landsbankans hafi verið handstýrt og haldið uppi á ákærutímabilinu, frá 1. nóvember 2007 til 3. október 2008, þar sem verðmæti bankans hafi á því tímabili lækkað um 268 milljarða. „Vitið þið hvað þetta er mikill peningur, 268 milljarðar? Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég bara klára Kauphöllina, kaupa bara allt, nema kannski Össur,“ sagði Sigurjón.
Tengdar fréttir Reikna með níu daga réttarhöldum yfir Landsbankamönnum Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. 1. október 2014 10:37 Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Sjá meira
Reikna með níu daga réttarhöldum yfir Landsbankamönnum Aðalmeðferð í einu stærsta máli sem Sérstakur saksóknari hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins hefst í dag. 1. október 2014 10:37